Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2016 22:00 Allt niður í 9 ára gömul börn voru á ísnum í fylgd foreldra sinna. Mynd/Ingólfur Bruun „Þetta er bara tifandi tímasprengja og við þurfum að átta okkur á breyttum veruleika,“ segir leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísjaka í Jökulsárlóni í dag. Ingólfur tók meðfylgjandi myndir og myndskeið sem sýna hversu langt ferðamennirnir voru komnir út á ísilagt lónið. Reyndi Ingólfur að kalla til þeirra en ferðamennirnir voru komnir svo langt út að það reyndist ekki hægt að ná til þeirra. „Þau voru 200-300 metra frá landi. Þarna eru tveir stórir flekar og á milli þeirra, svona 150 metra frá landi er ísinn brotinn. Þar var fólkið, svona 30-40 manns, að tipla yfir,“ segir Ingólfur. Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag vakti selahópur forvitni ferðamannanna sem komu sér í land þegar þeim var bent á hættuna sem því fylgdi að ganga á ísilögðu lóninu.Sjá einnig: Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðuEkki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef einhver hefði fallið í lónið eða í gegnum ísinn svo langt frá landi en á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig ferðamennirnir tipla á ísjökum til þess að komast í land. Ingólfur er leiðsögumaður og tíður gestur á Jökulsárlóni og segir það ljóst að gríðarleg sprenging hafi orðið í ferðamannastraumi til landsins. „Fyrir þremur árum voru kannski að koma sjö eða átta manns þarna á dag á þessum árstíma. Nú eru þarna mörg hundruð manns á hverjum degi.“ Myndskeiðið hér að neðan sýnir hversu langt hópurinn var kominn út á lóniðMyndskeiðið hér að neðan sýnir hvernig tipla þurfti á ísjökum til þess að komast í land.Meðfylgjandi myndir tók Ingólfur Bruun.Mynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur Bruun Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kenna ferðamönnum ábyrga hegðun Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar að því að kenna ferðamönnum ábyrga hegðun. 18. febrúar 2016 07:00 Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu "Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarsveit Hornafjarðar. 18. febrúar 2016 16:23 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
„Þetta er bara tifandi tímasprengja og við þurfum að átta okkur á breyttum veruleika,“ segir leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísjaka í Jökulsárlóni í dag. Ingólfur tók meðfylgjandi myndir og myndskeið sem sýna hversu langt ferðamennirnir voru komnir út á ísilagt lónið. Reyndi Ingólfur að kalla til þeirra en ferðamennirnir voru komnir svo langt út að það reyndist ekki hægt að ná til þeirra. „Þau voru 200-300 metra frá landi. Þarna eru tveir stórir flekar og á milli þeirra, svona 150 metra frá landi er ísinn brotinn. Þar var fólkið, svona 30-40 manns, að tipla yfir,“ segir Ingólfur. Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag vakti selahópur forvitni ferðamannanna sem komu sér í land þegar þeim var bent á hættuna sem því fylgdi að ganga á ísilögðu lóninu.Sjá einnig: Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðuEkki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef einhver hefði fallið í lónið eða í gegnum ísinn svo langt frá landi en á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig ferðamennirnir tipla á ísjökum til þess að komast í land. Ingólfur er leiðsögumaður og tíður gestur á Jökulsárlóni og segir það ljóst að gríðarleg sprenging hafi orðið í ferðamannastraumi til landsins. „Fyrir þremur árum voru kannski að koma sjö eða átta manns þarna á dag á þessum árstíma. Nú eru þarna mörg hundruð manns á hverjum degi.“ Myndskeiðið hér að neðan sýnir hversu langt hópurinn var kominn út á lóniðMyndskeiðið hér að neðan sýnir hvernig tipla þurfti á ísjökum til þess að komast í land.Meðfylgjandi myndir tók Ingólfur Bruun.Mynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur BruunMynd/Ingólfur Bruun
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kenna ferðamönnum ábyrga hegðun Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar að því að kenna ferðamönnum ábyrga hegðun. 18. febrúar 2016 07:00 Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu "Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarsveit Hornafjarðar. 18. febrúar 2016 16:23 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Kenna ferðamönnum ábyrga hegðun Ný markaðsherferð Íslandsstofu miðar að því að kenna ferðamönnum ábyrga hegðun. 18. febrúar 2016 07:00
Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu "Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson hjá Björgunarsveit Hornafjarðar. 18. febrúar 2016 16:23