Innihaldsríkur bakþanki Berglind Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2016 07:00 Ég tek sjálfa mig venjulega frekar óhátíðlega en ákvað nýlega að breyta út af vananum og fór sérstaklega upp í sveit til að skrifa þennan bakþanka. Ég bara verð að komast úr bænum, elskan, sagði ég við elskuna mína sem rúllaði undir eins upp svefnpokunum og reddaði sumarbústað hjá starfsmannafélagi eins og hendi væri veifað. Ég bara get ekki skrifað bakþanka í þessum ys og þys, elskan, dæsti ég þar sem við keyrðum sem leið lá upp Ártúnsbrekkuna. Lesendur blaðsins munu undir eins skynja það hvað ég er stressuð ef ég skrifa þetta í erli borgarinnar, elskan, andvarpaði ég meðan ég tróð sveppum í umhverfisvænan poka í kjörbúð á Flúðum. Og hingað er ég komin, upp í sumarbústað með fjölskylduna og úrval ídýfa meðferðis. Þetta er sannkölluð vetrarparadís og að horfa út um gluggann er eins og að horfa á málverk eftir langskólagenginn landslagsmálara. Í bústaðnum í brekkunni fyrir neðan eru reyndar unglingar sem virðast vera að prófa sig áfram með hugvíkkandi efni í heitum potti en ef maður pírir augun og lokar eyrunum tekur maður alls ekki eftir þeim. Hinum megin við þjóðveginn standa hestar í hring og stinga saman nefjum. Þeir eru að plotta eitthvað. Og þá er það næsta mál á dagskrá, að skrifa yndislegan bakþanka sem lesendur Fréttablaðsins geta spænt í sig yfir morgunmatnum og haldið í kjölfarið glaðir út í þennan mánudag. Það er mesta furða hvað heitur pottur, léleg sturta og mexíkóostur í grilluðum flúðasvepp getur gert fyrir sköpunarkraftinn. Það er eins og maður fyllist af náttúrunni og hún spýtist hreinlega í gegnum mann á hnappa lyklaborðsins. Guði sé lof að ég dreif mig hingað upp eftir, annars hefði þessi bakþanki ekki fjallað um neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Ég tek sjálfa mig venjulega frekar óhátíðlega en ákvað nýlega að breyta út af vananum og fór sérstaklega upp í sveit til að skrifa þennan bakþanka. Ég bara verð að komast úr bænum, elskan, sagði ég við elskuna mína sem rúllaði undir eins upp svefnpokunum og reddaði sumarbústað hjá starfsmannafélagi eins og hendi væri veifað. Ég bara get ekki skrifað bakþanka í þessum ys og þys, elskan, dæsti ég þar sem við keyrðum sem leið lá upp Ártúnsbrekkuna. Lesendur blaðsins munu undir eins skynja það hvað ég er stressuð ef ég skrifa þetta í erli borgarinnar, elskan, andvarpaði ég meðan ég tróð sveppum í umhverfisvænan poka í kjörbúð á Flúðum. Og hingað er ég komin, upp í sumarbústað með fjölskylduna og úrval ídýfa meðferðis. Þetta er sannkölluð vetrarparadís og að horfa út um gluggann er eins og að horfa á málverk eftir langskólagenginn landslagsmálara. Í bústaðnum í brekkunni fyrir neðan eru reyndar unglingar sem virðast vera að prófa sig áfram með hugvíkkandi efni í heitum potti en ef maður pírir augun og lokar eyrunum tekur maður alls ekki eftir þeim. Hinum megin við þjóðveginn standa hestar í hring og stinga saman nefjum. Þeir eru að plotta eitthvað. Og þá er það næsta mál á dagskrá, að skrifa yndislegan bakþanka sem lesendur Fréttablaðsins geta spænt í sig yfir morgunmatnum og haldið í kjölfarið glaðir út í þennan mánudag. Það er mesta furða hvað heitur pottur, léleg sturta og mexíkóostur í grilluðum flúðasvepp getur gert fyrir sköpunarkraftinn. Það er eins og maður fyllist af náttúrunni og hún spýtist hreinlega í gegnum mann á hnappa lyklaborðsins. Guði sé lof að ég dreif mig hingað upp eftir, annars hefði þessi bakþanki ekki fjallað um neitt.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun