Snedeker stóð uppi sem sigurvegari í rokinu á Torrey Pines 2. febrúar 2016 16:30 Snedeker hafi enn meiri ástæðu til að brosa en í gær en venjulega. Getty Bandaríkjamaðurinn brosmildi, Brandt Snedeker, sigraði á Farmers Insurance mótinu sem kláraðist í gær, einum degi á eftir áætlun. Snedeker lék hringina fjóra á Torrey Pines á sex höggum undir pari, einu betur en Suður-Kóreumaðurinn K.J. Choi sem rétt missti 10 metra pútt á lokaholunni til að jafna við Snedeker. Lykillinn að sigrinum var klárlega lokahringurinn hjá Snedeker sem fór fram í ógeðslegu roki og rigningu, en hann var einn af þeim kylfingum sem kláraði leik á sunnudaginn og sá eini sem tókst að leika lokahringinn undir pari. Það gátu þó ekki allir klárað á sunnudaginn og því þurfti Snedeker að fylgjast með í gær,, mánudag, en skor hans hélt og áttundi sigur hans á PGA-mótaröðinni var því staðreynd. Snedeker lyfti því bikarnum án þess að þurfa að slá högg á lokadeginum, en meðalskorið á lokahringnum var 78 högg, sem er það hæsta á PGA-mótaröðinni í mörg ár. Í vikunni hefjast svo tvö sterk mót, Waste Management meistaramótið á PGA-mótaröðinni og Omega Desert Classic á Evrópumótaröðinni, en þar er Rory McIlroy meðal þátttakenda. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn brosmildi, Brandt Snedeker, sigraði á Farmers Insurance mótinu sem kláraðist í gær, einum degi á eftir áætlun. Snedeker lék hringina fjóra á Torrey Pines á sex höggum undir pari, einu betur en Suður-Kóreumaðurinn K.J. Choi sem rétt missti 10 metra pútt á lokaholunni til að jafna við Snedeker. Lykillinn að sigrinum var klárlega lokahringurinn hjá Snedeker sem fór fram í ógeðslegu roki og rigningu, en hann var einn af þeim kylfingum sem kláraði leik á sunnudaginn og sá eini sem tókst að leika lokahringinn undir pari. Það gátu þó ekki allir klárað á sunnudaginn og því þurfti Snedeker að fylgjast með í gær,, mánudag, en skor hans hélt og áttundi sigur hans á PGA-mótaröðinni var því staðreynd. Snedeker lyfti því bikarnum án þess að þurfa að slá högg á lokadeginum, en meðalskorið á lokahringnum var 78 högg, sem er það hæsta á PGA-mótaröðinni í mörg ár. Í vikunni hefjast svo tvö sterk mót, Waste Management meistaramótið á PGA-mótaröðinni og Omega Desert Classic á Evrópumótaröðinni, en þar er Rory McIlroy meðal þátttakenda.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira