Allt það besta frá Audi á einu bretti Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2016 12:55 Audi RS7 með 560 hestöfl undir húddinu. Rúnar Hreinsson Seint á síðasta ári naut greinarritari þess að vera boðið til höfuðstöðva Audi í Ingolstadt til af prófa rjómann af þeirra bílum og þar er sko ekki í kot vísað. Þátttakendur í ferðinni höfðu nokkra daga til að reyna fjölmarga nokkra af aflmestu bílum sem Audi framleiðir á þýskum vegum. Í ferðinni var einnig boðið uppá brautarakstur á Audi R8 bílum en þar fer trompið úr smiðju Audi og var það ein mesta akstursupplifun þess er þetta ritar. Hinir bílarnir sem prófaðir voru voru þessir: Audi A8 með 8 strokka og 382 hestafla dísilvél með tveimur forþjöppum, Audi RS6 og RS7 með 560 hestafla 8 strokka bensínvélum, Audi TT S með 310 hestafla bensínvél, Audi RS Q3 með 340 hestafla bensínvél og Audi A7 með 320 hestafla og sex strokka bensínvél.Audi TT S.Ótakmarkaður hraði og það skildi notaSkipst var á bílunum af þátttakendum og allir fengu að aka öllum bílunum, hvort sem var í bæjum, á sveitavegum eða hraðbrautum og þar voru þessir bílar sannarlega í essinu sínu. Sáust þar jafn dónalegar tölur sem 280 km á hraðamælinum, þ.e. á Audi RS6 bílnum. Algjörlega löglegt samt þar sem þar var ótakmarkaður hraði. Þessir bílar liggja allir eins og klessa á veginum og í engum þeirra skortir afl, þó svo nokkru muni á hestaflatölu þeirra. Litli bíllinn Audi TT S var hreint ótrúlega sprækur þó hann skorti 250 hestöfl á þá aflmestu, en þar sem hann er svo lítill er hröðun hans ótrúleg. Hann er þó nokkuð harður á fjöðrun, sannkallaður sportbíll. Líklega var þægilegast að aka Audi A8 bílnum með 8 strokka dísilvélina. Hann fer svo vel með mann með sína ljúfu fjöðrun og er algjör forstjórabíll, en samt svo öflugur, enda togar hann “litla” 850 Nm og leit að öðru eins. Audi RS6 er einnig 560 hestöfl.JalopnikRaketturnar í hópnumRaketturnar í hópnum voru samt Audi RS6 og RS7 bílarnir með sín 560 hestöfl. Þeir eru 3,9 sekúndur í hundraðið og endalaust tog á öllu snúningssviðinu. Þessir bílar eru hreint undur en samt sem úlfar í sauðagæru. Til að mynda er RS6 bara eins og venjulegur skutbíll, þó ansi reffilegur með sín útteknu bretti, fáránlega flottu felgur og grimman framenda. En að gefa þessum kvikindum inn, það er sér kapítuli. Best væri að geta framkallað hljóðið sem úr þeim kemur á prenti en þar sem það er ekki hægt er bara hægt að segja að hljóðið fær hvern bílaáhugamann til að fella tár af gleði. Það er þó bara byrjunin á eins áhugaverðum kynnum af bíl og kostur er. Erfitt er að finna hvar takmörkin liggja í þessum bílum og það þarf djarfan bílstjóra til að finna það út, en veggrip hans og akstureiginleikar er engu líkir. Gaman er að segja frá því að einn nýlegur Audi RS7 er kominn á göturnar hér á landi og var hann sýndur á bílasýningu í Heklu um daginn. Audi RS Q3.Magnaður jepplingurEini jepplingurinn í hópnum var enginn kórdrengur heldur, með sín 340 hestöfl. Hann er ári fljótur og þar sem hann er svo lítill og léttur fer þar enn ein spyrnukerran enn úr stóru vopnabúri Audi. Það var einkennilegt að sjá að leiðangursmenn kepptust ekki við að prófa lítinn 340 hestafla jeppling frá gæðasmið eins og Audi, en það væri draumur margra. Það skýrðist þó eingöng af því úr hvaða öðrum bílum var að spila í þessari dásamlegu ferð. Þessi snaggaralegi jepplingur er aðeins 4,8 sekúndur í hundraðið og þar sem hann er lægri á vegi en hefðbundinn Audi Q3 og auk þess með stífari fjöðrun fer þar eiginlega einn sportbíllinn enn. Sjöttu bíllinn í leiðangrinum var líklega sá hefðbundnasti, Audi A7 með sínu flotta coupe-lagi og þar fór nú ekki leiðinlegur farskjóti heldur. Alls ekki leiðinleg fjölskylda þar að hitta og alveg í lagi að hendast á milli veitingastaða í Germaníu á þessum tækjum og aldrei þeim sama og síðast. Þvílíkir dagar fyrir bílaáhugamann! Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Seint á síðasta ári naut greinarritari þess að vera boðið til höfuðstöðva Audi í Ingolstadt til af prófa rjómann af þeirra bílum og þar er sko ekki í kot vísað. Þátttakendur í ferðinni höfðu nokkra daga til að reyna fjölmarga nokkra af aflmestu bílum sem Audi framleiðir á þýskum vegum. Í ferðinni var einnig boðið uppá brautarakstur á Audi R8 bílum en þar fer trompið úr smiðju Audi og var það ein mesta akstursupplifun þess er þetta ritar. Hinir bílarnir sem prófaðir voru voru þessir: Audi A8 með 8 strokka og 382 hestafla dísilvél með tveimur forþjöppum, Audi RS6 og RS7 með 560 hestafla 8 strokka bensínvélum, Audi TT S með 310 hestafla bensínvél, Audi RS Q3 með 340 hestafla bensínvél og Audi A7 með 320 hestafla og sex strokka bensínvél.Audi TT S.Ótakmarkaður hraði og það skildi notaSkipst var á bílunum af þátttakendum og allir fengu að aka öllum bílunum, hvort sem var í bæjum, á sveitavegum eða hraðbrautum og þar voru þessir bílar sannarlega í essinu sínu. Sáust þar jafn dónalegar tölur sem 280 km á hraðamælinum, þ.e. á Audi RS6 bílnum. Algjörlega löglegt samt þar sem þar var ótakmarkaður hraði. Þessir bílar liggja allir eins og klessa á veginum og í engum þeirra skortir afl, þó svo nokkru muni á hestaflatölu þeirra. Litli bíllinn Audi TT S var hreint ótrúlega sprækur þó hann skorti 250 hestöfl á þá aflmestu, en þar sem hann er svo lítill er hröðun hans ótrúleg. Hann er þó nokkuð harður á fjöðrun, sannkallaður sportbíll. Líklega var þægilegast að aka Audi A8 bílnum með 8 strokka dísilvélina. Hann fer svo vel með mann með sína ljúfu fjöðrun og er algjör forstjórabíll, en samt svo öflugur, enda togar hann “litla” 850 Nm og leit að öðru eins. Audi RS6 er einnig 560 hestöfl.JalopnikRaketturnar í hópnumRaketturnar í hópnum voru samt Audi RS6 og RS7 bílarnir með sín 560 hestöfl. Þeir eru 3,9 sekúndur í hundraðið og endalaust tog á öllu snúningssviðinu. Þessir bílar eru hreint undur en samt sem úlfar í sauðagæru. Til að mynda er RS6 bara eins og venjulegur skutbíll, þó ansi reffilegur með sín útteknu bretti, fáránlega flottu felgur og grimman framenda. En að gefa þessum kvikindum inn, það er sér kapítuli. Best væri að geta framkallað hljóðið sem úr þeim kemur á prenti en þar sem það er ekki hægt er bara hægt að segja að hljóðið fær hvern bílaáhugamann til að fella tár af gleði. Það er þó bara byrjunin á eins áhugaverðum kynnum af bíl og kostur er. Erfitt er að finna hvar takmörkin liggja í þessum bílum og það þarf djarfan bílstjóra til að finna það út, en veggrip hans og akstureiginleikar er engu líkir. Gaman er að segja frá því að einn nýlegur Audi RS7 er kominn á göturnar hér á landi og var hann sýndur á bílasýningu í Heklu um daginn. Audi RS Q3.Magnaður jepplingurEini jepplingurinn í hópnum var enginn kórdrengur heldur, með sín 340 hestöfl. Hann er ári fljótur og þar sem hann er svo lítill og léttur fer þar enn ein spyrnukerran enn úr stóru vopnabúri Audi. Það var einkennilegt að sjá að leiðangursmenn kepptust ekki við að prófa lítinn 340 hestafla jeppling frá gæðasmið eins og Audi, en það væri draumur margra. Það skýrðist þó eingöng af því úr hvaða öðrum bílum var að spila í þessari dásamlegu ferð. Þessi snaggaralegi jepplingur er aðeins 4,8 sekúndur í hundraðið og þar sem hann er lægri á vegi en hefðbundinn Audi Q3 og auk þess með stífari fjöðrun fer þar eiginlega einn sportbíllinn enn. Sjöttu bíllinn í leiðangrinum var líklega sá hefðbundnasti, Audi A7 með sínu flotta coupe-lagi og þar fór nú ekki leiðinlegur farskjóti heldur. Alls ekki leiðinleg fjölskylda þar að hitta og alveg í lagi að hendast á milli veitingastaða í Germaníu á þessum tækjum og aldrei þeim sama og síðast. Þvílíkir dagar fyrir bílaáhugamann!
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent