Enn ein 5 milljón bíla innköllun vegna Takata öryggispúða Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2016 14:07 Sprunginn öryggispúði. Á síðasta ári voru 19 milljón bílar innkallaðir í Bandaríkjunum einum sem voru með gallaða Takata öryggispúða og þótti mörgum nóg um. Nú hefur bæst við 5 milljón bíla innköllun þar vegna þessara sömu öryggispúða. Þessi innköllun nú kemur í kjölfar dauða ökumanns á Ford Ranger bíl er lést er öryggispúði sprakk framan í hann. Þetta dauðsfall er það níunda í Bandaríkjunum af völdum Takata öryggispúða og það fyrsta sem ekki á sér stað í Honda bíl. Því eru innkallanirnar orðnar 24 milljónir vegna Takata öryggispúða og gæti enn fjölgað. Innköllunin nú nær yfir bíla frá Ford, Volkswagen, Audi og Mercedes Benz. Fyrir þetta dauðaslys hafði rannsókn á öryggispúðum í 1.900 Ford Ranger bílum ekki leitt neitt athugavert í ljós, en annað kom á daginn. Takata hefur þegar verið sektað um 26 milljarða króna vegna gallanna. Aðeins hefur verið gert við um 27% þeirra bíla sem innkallaðir hafa verið og eru með Takata öryggispúðum og því má allt eins búast við fleri dauðsföllum af þeirra völdum á næstu árum. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent
Á síðasta ári voru 19 milljón bílar innkallaðir í Bandaríkjunum einum sem voru með gallaða Takata öryggispúða og þótti mörgum nóg um. Nú hefur bæst við 5 milljón bíla innköllun þar vegna þessara sömu öryggispúða. Þessi innköllun nú kemur í kjölfar dauða ökumanns á Ford Ranger bíl er lést er öryggispúði sprakk framan í hann. Þetta dauðsfall er það níunda í Bandaríkjunum af völdum Takata öryggispúða og það fyrsta sem ekki á sér stað í Honda bíl. Því eru innkallanirnar orðnar 24 milljónir vegna Takata öryggispúða og gæti enn fjölgað. Innköllunin nú nær yfir bíla frá Ford, Volkswagen, Audi og Mercedes Benz. Fyrir þetta dauðaslys hafði rannsókn á öryggispúðum í 1.900 Ford Ranger bílum ekki leitt neitt athugavert í ljós, en annað kom á daginn. Takata hefur þegar verið sektað um 26 milljarða króna vegna gallanna. Aðeins hefur verið gert við um 27% þeirra bíla sem innkallaðir hafa verið og eru með Takata öryggispúðum og því má allt eins búast við fleri dauðsföllum af þeirra völdum á næstu árum.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent