Toyota Corolla tvöfalt söluhærri en bjallan Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2016 16:12 Toyota Corolla. Þrjár af söluhæstu bílgerðum heims frá upphafi eru Ford T-Model, Volkswagen Bjallan og Toyota Corolla. Ford T-Model seldist í 16,5 milljón eintökum á árunum 1908 til 1927 og var söluhæsta bílgerð heims allt að árinu 1972 er Volkswagen bjallan tók krúnuna, en hún hefur selst í 21,5 milljónum eintaka. Þessar tvær bílgerðir eiga þó lítið í Toyota Corolla sem enn er í framleiðslu, allt frá árinu 1966 og hefur selst alls í 42,5 milljónum eintaka og selst nú á hverju ári í um einni milljón eintaka. Það gæti því orðið löng bið að einhver önnur bílgerð nái Toyota Corolla.Bjallan breyttist sáralítið Rétt er þó að hafa í huga að Toyota Corolla hefur breyst gríðarlega mikið með þeim 12 kynslóðum bílsins sem komið hafa á markað. Bjallan hinsvegar breyttist sáralítið allan sinn líftíma og hægt væri að setja yfirbyggingu síðustu árgerðar bjöllunnar á undirvagn þeirrar fyrstu. Einhverra hluta vegna er ein afar söluhá bílgerð almennt ekki talin með er kemur að söluhæstu bílgerðum heims en það er Ford F-150 pallbíllinn sem framleiddur hefur verið frá árinu 1948 og selst enn í um 800.000 eintökum á hverju ári. Hann hefur selst í um 38 milljón eintökum frá upphafi og gæti því talist með réttu næst mest selda bílgerðin á eftir Toyota Corolla. Ford F-150 hefur verið söluhæsta bílgerð Bandaríkjanna á hverju ári síðastliðin 33 ár.Söluhæstir hjá nokkrum framleiðendum Af söluhæstu bílgerðum einstakra bílaframleiðenda má nefna sem dæmi að Citroën seldi 3.872.583 eintök af Citroën 2CV á árunum 1948-1990. Fiat seldi 8,8 milljónir af Fiat Uno á árunum 1983 til 2004. Lada hefur selt 13,5 milljónir af Niva fólksbílnum sem svo algengur var á götum Íslands hér á árum áður. Opel hefur selt yfir 18 milljónir af Corsa bíl sínum frá 1982. Renault hefur selt 8,5 milljónir af Clio frá 1991. Porsche hefur selt um 850.000 af 911 bílnum frá 1963. Trabant seldist í 3 milljónum eintaka frá 1957 til 1991. Volkswagen hefur selt um 32 milljónir eintaka af Golf frá 1974 til dagsins í dag. Volvo seldi 2.862.573 eintök af 200-seríunni á árunum 1974 til 1993 og líklega þá mest af 244 gerðinni. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Þrjár af söluhæstu bílgerðum heims frá upphafi eru Ford T-Model, Volkswagen Bjallan og Toyota Corolla. Ford T-Model seldist í 16,5 milljón eintökum á árunum 1908 til 1927 og var söluhæsta bílgerð heims allt að árinu 1972 er Volkswagen bjallan tók krúnuna, en hún hefur selst í 21,5 milljónum eintaka. Þessar tvær bílgerðir eiga þó lítið í Toyota Corolla sem enn er í framleiðslu, allt frá árinu 1966 og hefur selst alls í 42,5 milljónum eintaka og selst nú á hverju ári í um einni milljón eintaka. Það gæti því orðið löng bið að einhver önnur bílgerð nái Toyota Corolla.Bjallan breyttist sáralítið Rétt er þó að hafa í huga að Toyota Corolla hefur breyst gríðarlega mikið með þeim 12 kynslóðum bílsins sem komið hafa á markað. Bjallan hinsvegar breyttist sáralítið allan sinn líftíma og hægt væri að setja yfirbyggingu síðustu árgerðar bjöllunnar á undirvagn þeirrar fyrstu. Einhverra hluta vegna er ein afar söluhá bílgerð almennt ekki talin með er kemur að söluhæstu bílgerðum heims en það er Ford F-150 pallbíllinn sem framleiddur hefur verið frá árinu 1948 og selst enn í um 800.000 eintökum á hverju ári. Hann hefur selst í um 38 milljón eintökum frá upphafi og gæti því talist með réttu næst mest selda bílgerðin á eftir Toyota Corolla. Ford F-150 hefur verið söluhæsta bílgerð Bandaríkjanna á hverju ári síðastliðin 33 ár.Söluhæstir hjá nokkrum framleiðendum Af söluhæstu bílgerðum einstakra bílaframleiðenda má nefna sem dæmi að Citroën seldi 3.872.583 eintök af Citroën 2CV á árunum 1948-1990. Fiat seldi 8,8 milljónir af Fiat Uno á árunum 1983 til 2004. Lada hefur selt 13,5 milljónir af Niva fólksbílnum sem svo algengur var á götum Íslands hér á árum áður. Opel hefur selt yfir 18 milljónir af Corsa bíl sínum frá 1982. Renault hefur selt 8,5 milljónir af Clio frá 1991. Porsche hefur selt um 850.000 af 911 bílnum frá 1963. Trabant seldist í 3 milljónum eintaka frá 1957 til 1991. Volkswagen hefur selt um 32 milljónir eintaka af Golf frá 1974 til dagsins í dag. Volvo seldi 2.862.573 eintök af 200-seríunni á árunum 1974 til 1993 og líklega þá mest af 244 gerðinni.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent