Harpa verður lýðræðislega skemmtileg á Sónar Guðrún Ansnes skrifar 3. febrúar 2016 12:00 Atli hefur horft hýru auga á Hörpu í langan tíma, og fannst þetta útspil rökréttast í stöðunni. Vísir/Ernir „Ég hef stundum talað um þetta sem ljósfæri, þar sem þetta er eiginlega akkúrat svoleiðis,“ segir Alti Bollason, sem stendur í stórræðum um þessar mundir en hann undirbýr óvenjulegt hljóðfæri. Gestir Sónar-hátíðarinnar, sem fram fer dagana 18. til 21. febrúar næstkomandi, koma til með að njóta ljósfærisins á meðan á hátíðinni stendur. „Við Owen Hindley smíðum ljósfæri sem er í raun hálfgert orgel, því komum við svo fyrir við hjúpinn að innanverðu. Þá getur hver sem er komið og spilað, og um leið og ýtt er á takka, breytast ljósin á Hörpu í samræmi. Þetta er svolítið hannað til að lúta tónlistarlegum reglum, og fúnkerar eins og alvöru hljóðfæri. Ef menn ná að æfa sig nóg, getur þetta orðið verulega flott.“ Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem Atli leikur sér með ljóshjúp tónlistarhússins, en á sömu hátíð í fyrra bjuggu þeir Hindley þannig um hnúta að Harpa lýsti í takt við tónlistina sem spiluð var innan dyra. „Mér finnst þetta svo spennandi, það að hafa þennan risaskjá í miðbænum er ótrúlega skemmtilegt, og því gaman og gott að fólk geti haft áhrif sjálft núna,“ segir hann spurður um þau auknu umsvif sem felast í að fela almenningi stjórnina. „Þetta verður þannig skemmtilega lýðræðislegt. Það má eiginlega segja að möguleikarnir í þessu húsi séu alls konar, og þetta hafi einfaldlega verið næst á dagskrá,“ útskýrir hann glaðlega. Skyldu svona framkvæmdir vera kostnaðarsamar? „Nei, í rauninni ekki, þetta er allt tölvustýrt svo þetta snýst meira um að vera bara útsjónarsamur,“ svarar Atli, og bendir á að hann hafi gælt við hugmyndina um að nýta gluggafleti Hörpu í dágóðan tíma. „Það eru komin nokkur ár síðan ég virti fyrir mér Hörpu, síðsumars að kvöldi til og hugsaði með mér að þarna væri ótöppuð gullnáma,“ skýtur hann kíminn að. Atli segir að fólk geti spreytt sig á ljósadýrðinni alla daga hátíðarinnar frá klukkan átján til tuttugu og eitt. „Ég er að vona að við fáum að gera þetta líka á sunnudeginum, og þá fram eftir kvöldinu,“ segir hann og viðurkennir að eflaust verði mikið um dýrðir þegar líða tekur á kvöldið með vaxandi gleði gesta hátíðarinnar. Sónar Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
„Ég hef stundum talað um þetta sem ljósfæri, þar sem þetta er eiginlega akkúrat svoleiðis,“ segir Alti Bollason, sem stendur í stórræðum um þessar mundir en hann undirbýr óvenjulegt hljóðfæri. Gestir Sónar-hátíðarinnar, sem fram fer dagana 18. til 21. febrúar næstkomandi, koma til með að njóta ljósfærisins á meðan á hátíðinni stendur. „Við Owen Hindley smíðum ljósfæri sem er í raun hálfgert orgel, því komum við svo fyrir við hjúpinn að innanverðu. Þá getur hver sem er komið og spilað, og um leið og ýtt er á takka, breytast ljósin á Hörpu í samræmi. Þetta er svolítið hannað til að lúta tónlistarlegum reglum, og fúnkerar eins og alvöru hljóðfæri. Ef menn ná að æfa sig nóg, getur þetta orðið verulega flott.“ Ekki er þetta þó í fyrsta sinn sem Atli leikur sér með ljóshjúp tónlistarhússins, en á sömu hátíð í fyrra bjuggu þeir Hindley þannig um hnúta að Harpa lýsti í takt við tónlistina sem spiluð var innan dyra. „Mér finnst þetta svo spennandi, það að hafa þennan risaskjá í miðbænum er ótrúlega skemmtilegt, og því gaman og gott að fólk geti haft áhrif sjálft núna,“ segir hann spurður um þau auknu umsvif sem felast í að fela almenningi stjórnina. „Þetta verður þannig skemmtilega lýðræðislegt. Það má eiginlega segja að möguleikarnir í þessu húsi séu alls konar, og þetta hafi einfaldlega verið næst á dagskrá,“ útskýrir hann glaðlega. Skyldu svona framkvæmdir vera kostnaðarsamar? „Nei, í rauninni ekki, þetta er allt tölvustýrt svo þetta snýst meira um að vera bara útsjónarsamur,“ svarar Atli, og bendir á að hann hafi gælt við hugmyndina um að nýta gluggafleti Hörpu í dágóðan tíma. „Það eru komin nokkur ár síðan ég virti fyrir mér Hörpu, síðsumars að kvöldi til og hugsaði með mér að þarna væri ótöppuð gullnáma,“ skýtur hann kíminn að. Atli segir að fólk geti spreytt sig á ljósadýrðinni alla daga hátíðarinnar frá klukkan átján til tuttugu og eitt. „Ég er að vona að við fáum að gera þetta líka á sunnudeginum, og þá fram eftir kvöldinu,“ segir hann og viðurkennir að eflaust verði mikið um dýrðir þegar líða tekur á kvöldið með vaxandi gleði gesta hátíðarinnar.
Sónar Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira