Aston Martin Lagonda spottaður í París Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2016 09:11 Aston Martin Lagonda. Náðst hafa myndir af prófunum á nýjum Aston Martin Lagonda þar sem hann ekur um í Parísarborg. Aston Martin framleiddi Lagonda á árunum 1976 til 1990 en síðan hefur hann ekki sést þar til nú að fyrirtækið ætlar að endurvekja þenna stóra lúxusbíl. Þetta verður ekki ódýr bíll en hann mun kosta um 700.000 pund í Bretlandi eða um 130 milljónir króna. Meiningin hjá Aston Martin var að markaðssetja hann aðallega í miðausturlöndum þar sem finná má dágóðan hóp fólks sem efni hefur á slíkum ofurdýrum bílum, en heyrst hefur að Aston Martin ætli reyndar einnig að bjóða bílinn í Evrópu. Upphaflega var ætlunin að framleiða bara 100 Lagonda bíla en er Aston Martin sá eftirspurnina fyrir þessum bíl víðar en í miðausturlöndum var ákveðið að bjóða hann víðar og forvitnilegt verður að sjá í hve mörgum eintökum hann mun seljast. Lagonda er um 5 metrar á lengd og vélin er V12, með 5,9 lítra sprengirými og er skrifuð fyrir 559 hestöflum og 322 km hámarkshraða í þessum bíl. Lagonda er með sæti fyrir 4 með 2+2 fyrirkomulagi og þar er víst að vel fer um hvern farþega. Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent
Náðst hafa myndir af prófunum á nýjum Aston Martin Lagonda þar sem hann ekur um í Parísarborg. Aston Martin framleiddi Lagonda á árunum 1976 til 1990 en síðan hefur hann ekki sést þar til nú að fyrirtækið ætlar að endurvekja þenna stóra lúxusbíl. Þetta verður ekki ódýr bíll en hann mun kosta um 700.000 pund í Bretlandi eða um 130 milljónir króna. Meiningin hjá Aston Martin var að markaðssetja hann aðallega í miðausturlöndum þar sem finná má dágóðan hóp fólks sem efni hefur á slíkum ofurdýrum bílum, en heyrst hefur að Aston Martin ætli reyndar einnig að bjóða bílinn í Evrópu. Upphaflega var ætlunin að framleiða bara 100 Lagonda bíla en er Aston Martin sá eftirspurnina fyrir þessum bíl víðar en í miðausturlöndum var ákveðið að bjóða hann víðar og forvitnilegt verður að sjá í hve mörgum eintökum hann mun seljast. Lagonda er um 5 metrar á lengd og vélin er V12, með 5,9 lítra sprengirými og er skrifuð fyrir 559 hestöflum og 322 km hámarkshraða í þessum bíl. Lagonda er með sæti fyrir 4 með 2+2 fyrirkomulagi og þar er víst að vel fer um hvern farþega.
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent