Hræódýr stór fjölskyldubíll sem brennir metani Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2016 12:30 Skoda Octavia G-Tec. Reynsluakstur – Skoda Octavia G-TecÞað vakti forvitni greinarritara að sjá auglýstan svo stóran fjölskyldubíl sem Skoda Octavia um daginn á 3.390.000 og hundrað þúsund krónum hærra fyrir langbaksgerð hans. Þetta er verðið á nýrri gerð bílsins með stafina G-Tec í endann. G-Tec þýðir að hann brennir metangasi, en einnig bensíni og í honum er jafn stór bensíntankur og í frumgerðinni, 50 lítrar en einnig tveir metantankar sem rúma 97 lítra af GNC. Með þessum miklu birgðum kemst þessi bíll 1.330 km í blönduðum akstri og 1.600 km ef honum er ekið í Eco-mode. Meira en hringinn í kringum landið. Það sem skýrir þetta lága verð bílsins er hve umhverfisvænn hann er og fellur hann því í lægsta vörugjaldsflokk. En hvernig skildi þessi bíll reynast í akstri?Hljóðlát og ljúf fjölbrennsluvélÍ Skoda Octavia G-Tec er 1,4 lítra TSI bensínvél sem einnig getur brennt metani og skilar 110 hestöflum. Því er hann ekki snarpur, en hann vinnur samt ágætlega, sérstaklega á ákveðnu snúningssviði sem betur fer er fremur neðarlega og aflið því ágætt án þess að komi til mikils snúnings vélarinnar. Þessi 1,4 lítra TSI vél er í mörgum öðrum bílgerðum Volkswagen bílafjölskyldunnar og er þekkt fyrir ágæti sitt og í þessum bíl er hún einkar hljóðlát, reyndar svo að velta þarf stundum fyrir sér hvort bíllinn sé í gangi. Tvær gerðir eldsneytistanka þýðir tveir eldsneytismælar, annar neðan hraðamælisins og hinn neðan snúningsmælisins. Í reynsluakstrinum var mest ekið á metani, en þó einnig á bensíninu og fannst ekki fyrir því hvoru hann var að brenna. Hafa skal í huga að það er ódýrara að aka á metani en bensíni, svo hér er sparibaukur á ferð, auk þess að vera umhverfisvænn.Ljúf fjöðrun en ekkert varadekkBíllinn er með hina ljúfustu fjöðrun og mikla slaglengd og þessi fjöðrun þarf að vera sterkari en í grunngerð Octavia þar sem bíllinn er nokkru þyngri vegna aukatankanna og annarskonar drifbúnaðar. Það virðist þó ekki koma mikið niður á aksturseiginleikunum. G-Tec er með multi-link fjöðrun að aftan, ólíkt grunngerðinni og það bætir fjöðrunina. Annað sem ekki er eins í grunngerðinni og G-Tec er að það vantar alvöru varadekk og viðgerðarsett í stað þess. Vegna breyttrar fjöðrunar bílsins er heldur ekki hægt að hækka bílinn frá vegi. Það koma því kostir og gallar með þessum bíl. Octavia G-Tec er með annarsskonar forþjöppu en sett er í grunngerð Octavia með 1,4 vélinni og aðrar breytingar og stillingar gera bílinn nokkru aflminni, en það verður að segjast að það kemur ekki mikið að sök, nema þegar flýta þarf sér óheyrilega og brjóta með því lögin, sem við gerum náttúrulega ekki. Stilling vélarinnar er þannig að erfitt og tímafrekt er að láta hana snúast hratt til að framkalla mikla hröðun, en í hóflegum akstri virkar hún frábærlega.Rúmgóður og á einstöku verðiAð innan sést ekki hvort ekið sé á hefðbundnum Octavia eða G-Tec, allt er eins og jafn ágætlega frágengið. Innréttingin telst kannski ekki í lúxusflokki, en stíll og frágangur í bæði Volkswagen og Skoda bílum er ávallt til fyrirmyndar. Hvað pláss varðar er þessi bíll eiginlega í sérflokki, hann er svakalega rúmur og t.d. er fótarými afturí á við BMW 5-línuna. Hér er líka stór bíll á ferð þó verðið sé lágt og farangursrýmið er gríðarlega mikið. Því er hér á ferð heppilegur ferðabíll, jafnvel fyrir stórar fjölskyldur, en samt fínn í borgarumferðinni. Hvað verð þessa bíls áhrærir þá er vart hægt að bera hann saman við aðra bíla af sömu stærð, hann er einfaldlega þeirra lang ódýrastur. Flottur kostur hér á ferð.Kostir: Langdrægi, rými, verðÓkostir: Ekkert varadekk, lítið afl 1,4 l. bensínvél, 110 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 97 g/km CO2 Hröðun: 11,0 sek. Hámarkshraði: 195 km/klst Verð frá: 3.390.000 kr. Umboð: HeklaLaglegur að aftan sem framan.Áfyllingarop fyrir metanið.Ferlega ljúf beinskipting.Bensínmælir og metanmælir. Ekki finnst fyrir því þegar bíllinn svissar milli brennslu metans og bensíns. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Reynsluakstur – Skoda Octavia G-TecÞað vakti forvitni greinarritara að sjá auglýstan svo stóran fjölskyldubíl sem Skoda Octavia um daginn á 3.390.000 og hundrað þúsund krónum hærra fyrir langbaksgerð hans. Þetta er verðið á nýrri gerð bílsins með stafina G-Tec í endann. G-Tec þýðir að hann brennir metangasi, en einnig bensíni og í honum er jafn stór bensíntankur og í frumgerðinni, 50 lítrar en einnig tveir metantankar sem rúma 97 lítra af GNC. Með þessum miklu birgðum kemst þessi bíll 1.330 km í blönduðum akstri og 1.600 km ef honum er ekið í Eco-mode. Meira en hringinn í kringum landið. Það sem skýrir þetta lága verð bílsins er hve umhverfisvænn hann er og fellur hann því í lægsta vörugjaldsflokk. En hvernig skildi þessi bíll reynast í akstri?Hljóðlát og ljúf fjölbrennsluvélÍ Skoda Octavia G-Tec er 1,4 lítra TSI bensínvél sem einnig getur brennt metani og skilar 110 hestöflum. Því er hann ekki snarpur, en hann vinnur samt ágætlega, sérstaklega á ákveðnu snúningssviði sem betur fer er fremur neðarlega og aflið því ágætt án þess að komi til mikils snúnings vélarinnar. Þessi 1,4 lítra TSI vél er í mörgum öðrum bílgerðum Volkswagen bílafjölskyldunnar og er þekkt fyrir ágæti sitt og í þessum bíl er hún einkar hljóðlát, reyndar svo að velta þarf stundum fyrir sér hvort bíllinn sé í gangi. Tvær gerðir eldsneytistanka þýðir tveir eldsneytismælar, annar neðan hraðamælisins og hinn neðan snúningsmælisins. Í reynsluakstrinum var mest ekið á metani, en þó einnig á bensíninu og fannst ekki fyrir því hvoru hann var að brenna. Hafa skal í huga að það er ódýrara að aka á metani en bensíni, svo hér er sparibaukur á ferð, auk þess að vera umhverfisvænn.Ljúf fjöðrun en ekkert varadekkBíllinn er með hina ljúfustu fjöðrun og mikla slaglengd og þessi fjöðrun þarf að vera sterkari en í grunngerð Octavia þar sem bíllinn er nokkru þyngri vegna aukatankanna og annarskonar drifbúnaðar. Það virðist þó ekki koma mikið niður á aksturseiginleikunum. G-Tec er með multi-link fjöðrun að aftan, ólíkt grunngerðinni og það bætir fjöðrunina. Annað sem ekki er eins í grunngerðinni og G-Tec er að það vantar alvöru varadekk og viðgerðarsett í stað þess. Vegna breyttrar fjöðrunar bílsins er heldur ekki hægt að hækka bílinn frá vegi. Það koma því kostir og gallar með þessum bíl. Octavia G-Tec er með annarsskonar forþjöppu en sett er í grunngerð Octavia með 1,4 vélinni og aðrar breytingar og stillingar gera bílinn nokkru aflminni, en það verður að segjast að það kemur ekki mikið að sök, nema þegar flýta þarf sér óheyrilega og brjóta með því lögin, sem við gerum náttúrulega ekki. Stilling vélarinnar er þannig að erfitt og tímafrekt er að láta hana snúast hratt til að framkalla mikla hröðun, en í hóflegum akstri virkar hún frábærlega.Rúmgóður og á einstöku verðiAð innan sést ekki hvort ekið sé á hefðbundnum Octavia eða G-Tec, allt er eins og jafn ágætlega frágengið. Innréttingin telst kannski ekki í lúxusflokki, en stíll og frágangur í bæði Volkswagen og Skoda bílum er ávallt til fyrirmyndar. Hvað pláss varðar er þessi bíll eiginlega í sérflokki, hann er svakalega rúmur og t.d. er fótarými afturí á við BMW 5-línuna. Hér er líka stór bíll á ferð þó verðið sé lágt og farangursrýmið er gríðarlega mikið. Því er hér á ferð heppilegur ferðabíll, jafnvel fyrir stórar fjölskyldur, en samt fínn í borgarumferðinni. Hvað verð þessa bíls áhrærir þá er vart hægt að bera hann saman við aðra bíla af sömu stærð, hann er einfaldlega þeirra lang ódýrastur. Flottur kostur hér á ferð.Kostir: Langdrægi, rými, verðÓkostir: Ekkert varadekk, lítið afl 1,4 l. bensínvél, 110 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 97 g/km CO2 Hröðun: 11,0 sek. Hámarkshraði: 195 km/klst Verð frá: 3.390.000 kr. Umboð: HeklaLaglegur að aftan sem framan.Áfyllingarop fyrir metanið.Ferlega ljúf beinskipting.Bensínmælir og metanmælir. Ekki finnst fyrir því þegar bíllinn svissar milli brennslu metans og bensíns.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent