Subaru með EyeSight lendir mun sjaldnar í umferðaróhappi Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2016 09:17 EyeSight gerir greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. Ný rannsókn á umferðarslysum í Japan þar sem Subarubílar komu við sögu á árabilinu frá og með 2010 til og með 2014 sýnir að Subaru með nýja forvarnarbúnaðinn EyeSight komu 80% sjaldnar við sögu við aftanákeyrslur og 50% sjaldnar við sögu þar sem ekið var á gangandi vegfarendur. Rannsóknin tók til 10 þúsund Subarbíla í Japan. Í heild komu 60% færri bílar með EyeSight við sögu í umferðarslysum heldur en Subarubílar sem ekki voru með búnaðinn. Öryggiskerfið Eyesight tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna og senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. EyeSight er eitt fullkomnasta öryggiskerfi sem völ er á í dag og aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstra. Subaru hefur unnið að þróun kerfisins síðastliðin 20 ár og hafði verið í prófunum í almennri umferð í Japan í fimm ár áður en það var sett á alþjóðamarkað síðastliðið vor. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent
Ný rannsókn á umferðarslysum í Japan þar sem Subarubílar komu við sögu á árabilinu frá og með 2010 til og með 2014 sýnir að Subaru með nýja forvarnarbúnaðinn EyeSight komu 80% sjaldnar við sögu við aftanákeyrslur og 50% sjaldnar við sögu þar sem ekið var á gangandi vegfarendur. Rannsóknin tók til 10 þúsund Subarbíla í Japan. Í heild komu 60% færri bílar með EyeSight við sögu í umferðarslysum heldur en Subarubílar sem ekki voru með búnaðinn. Öryggiskerfið Eyesight tengir saman tvær myndavélar sem staðsettar eru innan við framrúðuna og senda litmyndir í þrívídd til tölvu sem kennt hefur verið að bera kennsl á lögun hluta og greina hraða og fjarlægðir með næstum sömu nákvæmni og mannsaugað býr yfir. EyeSight gerir einnig greinarmun á gangandi vegfarendum, reiðhjólum, mótorhjólum og bílum auk þess að skynja hemlaljós svo eitthvað sé nefnt. EyeSight er eitt fullkomnasta öryggiskerfi sem völ er á í dag og aðstoðar ökumenn við að koma í veg fyrir árekstra. Subaru hefur unnið að þróun kerfisins síðastliðin 20 ár og hafði verið í prófunum í almennri umferð í Japan í fimm ár áður en það var sett á alþjóðamarkað síðastliðið vor.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent