Audi kynnti framtíðina í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2016 13:17 Audi h-tron Quattro vetnisbíll. Audi AG kynnti spennandi nýjungar á nýafstaðinni NAIAS bílasýningunni í Detroit. Þar má fyrstan nefna nýjan Audi A4 allroad quattro. A4 er áfram með frábæru quattro fjórhjóladrifi en auk þess að vera léttari og með aukna veghæð er hann nú í fyrsta skipti með nýrri offroad akstursstillingu. Nýr A4 er væntanlegur í Audi salinn hjá HEKLU á næstu vikum og allroad útgáfan kemur til landins á vormánuðum. Audi hefur það að markmiði að auka úrvalið af fjölbreyttum aflgjöfum og býður upp á sérhannaðar lausnir fyrir viðskiptavini sína á heimsvísu. Ein aðalstjarnan í framtíðaráformum Audi er vetnisbíll sem gengur undir vinnuheitinu Audi h-tron quattro concept og var frumsýndur á sýningunni. Með vetnisbílnum er mikilvægum áfanga náð á leiðinni til breyttrar og vistvænni framtíðar. Hann státar af fimmtu kynslóð efnarafgjafatækni frá Audi og Volkswagen og dregur allt að 600 kílómetra. Með Audi h-tron er sýnt fram á hversu gríðarleg tækifæri felast í tækninýjungum í efnarafgjöfum. Tengiltvinnbíllinn A3 e-tron frá Audi hefur átt mikilli velgengni að fagna frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2104 og í mars mætir Audi Q7 e-tron tengiltvinnbíllinn til leiks. Árið 2018 verður svo hafist handa við framleiðslu á rafmagnsjepplingum í verksmiðju Audi í Brussel. Forsmekkurinn af slíkum hreinum rafmagnsbílum var sýndur fyrst á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra í formi Audi e-tron quattro concept. Hvað stærð varðar verða rafmagnsjepplingarnir staðstettir á milli Q5 og Q7 í vörusafni Audi AG. Þeir verða búnir þremur rafmagnsmótorum og afkastamiklum rafgeymi. Útlitið verður sportlegt og þeir munu bjóða upp á hámarks aksturseiginleika, um 500 kílómetra drægni og hraðhleðslu. Í verksmiðjunni í Brussel hyggst Audi einnig hefja framleiðsla á rafgeymum og mun hún því gegna lykilhlutverki í rafvæðingu hjá fyrirtækinu.Audi e-tron Quattro rafmagnsbíll.Audi A4 Allroad. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Audi AG kynnti spennandi nýjungar á nýafstaðinni NAIAS bílasýningunni í Detroit. Þar má fyrstan nefna nýjan Audi A4 allroad quattro. A4 er áfram með frábæru quattro fjórhjóladrifi en auk þess að vera léttari og með aukna veghæð er hann nú í fyrsta skipti með nýrri offroad akstursstillingu. Nýr A4 er væntanlegur í Audi salinn hjá HEKLU á næstu vikum og allroad útgáfan kemur til landins á vormánuðum. Audi hefur það að markmiði að auka úrvalið af fjölbreyttum aflgjöfum og býður upp á sérhannaðar lausnir fyrir viðskiptavini sína á heimsvísu. Ein aðalstjarnan í framtíðaráformum Audi er vetnisbíll sem gengur undir vinnuheitinu Audi h-tron quattro concept og var frumsýndur á sýningunni. Með vetnisbílnum er mikilvægum áfanga náð á leiðinni til breyttrar og vistvænni framtíðar. Hann státar af fimmtu kynslóð efnarafgjafatækni frá Audi og Volkswagen og dregur allt að 600 kílómetra. Með Audi h-tron er sýnt fram á hversu gríðarleg tækifæri felast í tækninýjungum í efnarafgjöfum. Tengiltvinnbíllinn A3 e-tron frá Audi hefur átt mikilli velgengni að fagna frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2104 og í mars mætir Audi Q7 e-tron tengiltvinnbíllinn til leiks. Árið 2018 verður svo hafist handa við framleiðslu á rafmagnsjepplingum í verksmiðju Audi í Brussel. Forsmekkurinn af slíkum hreinum rafmagnsbílum var sýndur fyrst á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra í formi Audi e-tron quattro concept. Hvað stærð varðar verða rafmagnsjepplingarnir staðstettir á milli Q5 og Q7 í vörusafni Audi AG. Þeir verða búnir þremur rafmagnsmótorum og afkastamiklum rafgeymi. Útlitið verður sportlegt og þeir munu bjóða upp á hámarks aksturseiginleika, um 500 kílómetra drægni og hraðhleðslu. Í verksmiðjunni í Brussel hyggst Audi einnig hefja framleiðsla á rafgeymum og mun hún því gegna lykilhlutverki í rafvæðingu hjá fyrirtækinu.Audi e-tron Quattro rafmagnsbíll.Audi A4 Allroad.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent