Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2016 20:28 Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að ef ekki fari að draga til tíðinda við afnám verðtryggingar muni hann beita sér fyrir því að þingið taki málin í sínar eigin hendur. Frosti er gestur í nýjasta þætti Stjórnmálavísis. Lítið hefur gerst varðandi verðtrygginguna síðustu mánuðina þrátt fyrir að eitt helsta kosningamál Framsóknarflokksins hafi verið afnám hennar. Frosti segir að það liggi þó fyrir skýrsla um mögulegar leiðir í átt að afnámi verðtryggingarinnar.Ekkert eftir nefndina „Nefndin var algjörlega sammála um að það bæri og væri til góðs að afnema verðtrygginguna en það var ekki alveg samstaða um hve hratt og í hvaða skrefum og slíkt. Það virðist vera svona niðurstaðan. En síðan hefur í rauninni ekki dregið til tíðinda,“ segir Frosti. Vísar hann þar til sérfræðingahóps sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokks, skipaði í ágúst árið 2013. Hópurinn klofnaði í afstöðu sinni til þess hvaða aðgerða sem grípa átti til. „Sá hópur sem vildi fara sér hægar lagði til ákveðnar breytingar; banna lán sem eru verðtryggð til lengri en 25 ára, og einhverjar svipaðar aðgerðir, að taka gætileg skref. Hinn hópurinn vildi strax afnema heimildir til þess að gefa út ný verðtryggð lán. Samt hefur ekki verið gert neitt enn þá,“ segir Frosti sem hefur þó ákveðinn skilning á önnum í fjármálaráðuneytinu, sem hefur málið á sinni könnu. „Það hefur náttúrulega verið mjög mikið að gera í fjármálaráðuneytinu, afnám hafta og mjög aðkallandi verkefni, þannig að við þingmenn Framsóknarflokksins höfum bara sýnt þolinmæði og erum fullir bjartsýni um að þetta sé allt að koma. Enn þá alla vega,“ segir hann.Þingið gæti tekið málið upp Frosti fer fyrir efnahags- og viðskiptanefnd þingsins sem kemur til með að fjalla um málaflokkinn, komi málið inn í þingið. Hann segir að þingið geti sett málið á dagskrá og afgreitt það án aðkomu ríkisstjórnarinnar. „Ef það er meirihluti fyrir því í þinginu að gera eitthvað í þessa veruna, að afnema verðtrygginguna eða slíkt, þá hefur þingið náttúrulega úrslitavaldið í því og getur haft frumkvæði og gert það. Það hefur komið fram frumvarp á vegum tveggja þingmanna úr Samfylkingunni þar sem er með mjög einföldum hætti lagt bann við nýjum verðtryggðum lánum,“ segir hann. Frosti er þó ekki bjartsýnn á að mikið verði úr frumvarpi þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvars, þingmanna Samfylkingar sem eru flutningsmenn frumvarpsins. „Vandinn við það frumvarp er að það kemur mjög seint fram á þessu þingi þannig að það er með mjög hátt númer. Vandinn er að koma því á dagskrá þingsins um það þarf þá að vera einhver samstaða á meðal þingflokksformanna, og þeirra sem stýra dagskránni,“ segir hann. „Ég hef áhyggjur af því miðað við hvað það eru mörg þingmannamál framar í röðinni, bara mjög mjög mjög mörg, þá sé lítil von að það komist á dagskrá.“Ekki samstaða í Samfylkingu Frosti segist einfaldlega ekki geta sagt til um hvort mikilvægi málsins geti ekki haft áhrif á hvort það komist á dagskrá eða ekki. „Ég sit ekki við það borð þar sem þessar ákvarðanir eru teknar og maður stundum veltir fyrir sér hvað ræður,“ segir hann. „Það ræður því náttúrulega ef það er almenn sátt um málið og allir stjórnmálaflokkar eru einhuga um að þetta mál eigi að komast til umræðu, þá komast þau oft framar í röðina. Og líka mál sem eru flutt mjög snemma,“ segir Frosti og vísar einnig í að samkomulag hafi verið um að hver flokkur geti valið eitt eða tvö mál til að leggja sérstaka áherslu á við upphaf þings og tryggt þeim stað á dagskránni. „Þá er einskonar verklagsregla að hver flokkur getur komið með áherslumál sín inn sem þingmannamál. En því miður þá er þetta mál að koma mjög seint fram. Þannig að kannski er það lagt fram til að vekja umræðuna frekar en að flutningsmennirnir geri sér vonir um að það náist að ræða það á þessu þingi,“ segir Frosti. Hann segir að þó að nefndin hans stæði að málinu væri engin trygging fyrir því að það kæmist á dagskrá á undan öðrum málið. „Það mætti segja ef allir í nefndinni, efnahags- og viðskiptanefnd, væru sammála þá myndi það hafa mikla vigt. Og það eru til fordæmi fyrir því að slík mál hafa komist fram. En ég held að, svo við tölum alveg hreint út um hlutina, að þá sé ekki samstaða um það á þinginu að afnema verðtrygginguna,“ segir hann. „Mér skilst að meira að segja innan Samfylkingarinnar sé ekki samstaða um það. Við sjáum að þegar málið er lagt fram þá kemur formaður Samfylkingarinnar og segir að þetta sé ekki stefna Samfylkingarinnar.“Augljósar áhyggjur í flokknum Frosti segir að Framsóknarflokkurinn sé einhuga um afnám verðtryggingar. Stuttur tími er hins vegar eftir af kjörtímabilinu, þar sem flokkurinn leiðir ríkisstjórnarsamstarfið. „Við höfum augljóslega áhyggjur af því og við þurfum að hugsa okkur til hreyfings ef að það raunverulega gerist ekkert hjá okkar samstarfsflokki,“ segir hann. „Svo að maður sé alveg hreinskilinn þá held ég að það sé ekki sérstaklega mikill áhugi hjá samstarfsflokknum að afnema verðtryggingu. Þeirra sjónarmið hefur verið að það eigi bara að vera val um þetta, það er ákveðið sjónarmið. Ég hins vegar held við hjá Framsóknarflokknum séum upptekin af kerfislegum áhrifum, neikvæðu áhrifum sem þetta hefur á allt kerfið. Þetta snýst ekki bara um val einstaklingsins og frelsi hans, sem er alltaf æskilegt að hafa sem mest,“ segir hann. „En þegar frelsi einstaklingsins hefur mjög neikvæð áhrif á heildina þá þarf kannski að velta fyrir sér hvort þetta sé það sem við viljum gera.“ Frosti segir að víðtæk verðtrygging allra íbúðalána til þess að hérna verði vaxtarstig miklu hærra heldur en það væri ella. Stýrivextir Seðlabanka Íslands virki ekki á nema lítinn hóp samfélagsins og bendir aftur á niðurstöðu sérfræðingahóps forsætisráðherra, sem skoðaði málum frá öllum sjónarhornum, að það beri að afnema verðtrygginguna. „En síðan er hitt sjónarmiðið að frelsi umfram allt sé það sem við eigum að verja og valkostir eigi að vera til staðar. Þarna er pólitískur ágreiningur,“ segir hann.Tjáir sig ekki um þingflokksfundi Frosti telur að það þurfi að reyna á vilja þingsins í þessu máli. „Það verður að segjast að það er náttúrulega ekki hægt að neyða neinn til að gera eitthvað sem er andstætt sannfæringu viðkomandi en einhvern tímann þarf samt að reyna á vilja þingsins að mínu mati. Einhvern tímann þarf þingið og vilji þingsins að fjalla um þetta mál,“ segir hann. Hann segist vera viss um það að línan sé skýr hjá framsóknarmönnum og hann heldur að þingmenn flokksins séu einhuga í málinu. „En ég veit bara ekki hvernig það er inni í öðrum flokkum og það væri mjög áhugavert að sjá hvernig það færi ef slíkt mál kæmi fram á þinginu,“ segir hann. Heimildir Vísis herma að til tals hafi komið á meðal óbreyttra þingmanna flokksins að fara með málið inn í þingið og þannig gefast upp á biðinni eftir að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, leggi fram frumvarp um hömlur á verðtrygginguna. Frosti segist ekki geta tjáð sig um það. „Ég get ekki tjáð mig um það hvað er rætt á þingflokksfundum eða annað slíkt en eins og menn hljóta geta gert sér í hugarlund þá erum við langeyg eftir því að þetta mál komi fram af hálfu ríkisstjórnarinnar og af hálfu ráðuneytisins sem fjallar um málaflokkinn. Ég er ekki orðinn úrkolu vonar enn þá og maður er tregur til að grípa til einhverra örþrifaráða,“ segir hann og bætir við: „Kjörtímabilið er ekki enn þá liðið og enn þá er svigrúm til að bíða. En fyrir mitt leyti þá held ég að við þurfum að hugsa okkur til hreyfings áður en það líður.“Tilbúinn að koma fram með málið Frosti segist tilbúinn til að grípa sjálfur til aðgerða á þinginu, komi frumvarp frá ríkisstjórninni ekki fram nógu tímalega. „Áður en þetta kjörtímabil líður, ef að þörf krefur, þá myndi ég að sjálfsögðu gera það,“ segir hann. „Þá kæmi ég fram með þingmannamál um það og slíkt fer í þann farveg og þá væntanlega kemur fram nægilega snemma til að komast á dagskrá. Það væri leiðin.“ Frosti segir að það skorti á lýðræðislega umræðu um málið. „Það hafa ekki komið fram svo ég viti, ekki síðan ég komst á þing, frumvarp sem færi í þetta ferli. Þar sem mælt væri fyrir málinu, málið rætt, fer til umsagnar og allt fram og til baka. Ég hef ekki fengið að taka þátt í því á þessu þingi. Þá koma bara fram rökin, með og á móti, og afstaða þingmanna. Það er - það sem við þurfum að gera í þessu máli,“ segir hann. Hann virðist þó ekki hafa neina ofsatrú á að afnám verðtryggingar leysi allan vanda. „Ég held að afnám verðtryggingar sé ekki lausn á öllum vanda samfélagsins. Það er bara mikilvægt skref í átt að því að færa hér í eðlilegt horf lánaumhverfi heimilanna og fyrirtækjanna í landinu,“ segir hann. „Það hefur verið allskonar misskilningur í gangi um þetta. Verðtryggingin sé algjörlega nauðsynleg af því að hér sé óðaverðbólga eða eitthvað slíkt, það er ekki óðaverðbólga á Íslandi. Að verðtryggingin sé nauðsynlegur fylgifiskur þess að vera með lítinn gjaldmiðil, það er ekki rétt. Við þurfum bara að fá tækifæri til að fara yfir þetta allt saman í þinginu, mynda okkur afstöðu og taka ákvörðun um hvernig við gerum þetta,“ segir Frosti. Hann telur að það sé ekki framtíð í því að viðhalda verðtryggingunni. „Þetta er að leiða yfir okkur það mörg vandamál, sem eru orðin mjög vel greind,“ segir hann og heldur áfram: „Mér fannst mjög áhugavert og fagnaði því náttúruleg að þessir tveir þingmenn Samfylkingarinnar komu fram með þetta frumvarp. Það lýsir þá alla vega að þar er ákveðinn stuðningur við málið.“ Þrátt fyrir að vera ekki bjartsýnn á að frumvarpið komist á dagskrá segir hann það óskandi. „Það má vel vera að það séu ekki allir þingmenn Samfylkingarinnar á einu máli um þetta en það verður áhugavert að sjá hvernig því vindur fram. Hugsanlegt er að það komist á dagskrá þingsins, og það væri mjög óskandi, en því miður er ég ekki nægilega bjartsýnn á það.“ Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Armslengd þýðir ekki ábyrgðarleysi“ Árni Páll Árnason vill búa til ábyrgðarkúltúr í kringum sölu ríkiseigna. Hann er gestur Stjórnmálavísis þessa vikuna. 28. janúar 2016 19:35 Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Settu bílslys á svið Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að ef ekki fari að draga til tíðinda við afnám verðtryggingar muni hann beita sér fyrir því að þingið taki málin í sínar eigin hendur. Frosti er gestur í nýjasta þætti Stjórnmálavísis. Lítið hefur gerst varðandi verðtrygginguna síðustu mánuðina þrátt fyrir að eitt helsta kosningamál Framsóknarflokksins hafi verið afnám hennar. Frosti segir að það liggi þó fyrir skýrsla um mögulegar leiðir í átt að afnámi verðtryggingarinnar.Ekkert eftir nefndina „Nefndin var algjörlega sammála um að það bæri og væri til góðs að afnema verðtrygginguna en það var ekki alveg samstaða um hve hratt og í hvaða skrefum og slíkt. Það virðist vera svona niðurstaðan. En síðan hefur í rauninni ekki dregið til tíðinda,“ segir Frosti. Vísar hann þar til sérfræðingahóps sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokks, skipaði í ágúst árið 2013. Hópurinn klofnaði í afstöðu sinni til þess hvaða aðgerða sem grípa átti til. „Sá hópur sem vildi fara sér hægar lagði til ákveðnar breytingar; banna lán sem eru verðtryggð til lengri en 25 ára, og einhverjar svipaðar aðgerðir, að taka gætileg skref. Hinn hópurinn vildi strax afnema heimildir til þess að gefa út ný verðtryggð lán. Samt hefur ekki verið gert neitt enn þá,“ segir Frosti sem hefur þó ákveðinn skilning á önnum í fjármálaráðuneytinu, sem hefur málið á sinni könnu. „Það hefur náttúrulega verið mjög mikið að gera í fjármálaráðuneytinu, afnám hafta og mjög aðkallandi verkefni, þannig að við þingmenn Framsóknarflokksins höfum bara sýnt þolinmæði og erum fullir bjartsýni um að þetta sé allt að koma. Enn þá alla vega,“ segir hann.Þingið gæti tekið málið upp Frosti fer fyrir efnahags- og viðskiptanefnd þingsins sem kemur til með að fjalla um málaflokkinn, komi málið inn í þingið. Hann segir að þingið geti sett málið á dagskrá og afgreitt það án aðkomu ríkisstjórnarinnar. „Ef það er meirihluti fyrir því í þinginu að gera eitthvað í þessa veruna, að afnema verðtrygginguna eða slíkt, þá hefur þingið náttúrulega úrslitavaldið í því og getur haft frumkvæði og gert það. Það hefur komið fram frumvarp á vegum tveggja þingmanna úr Samfylkingunni þar sem er með mjög einföldum hætti lagt bann við nýjum verðtryggðum lánum,“ segir hann. Frosti er þó ekki bjartsýnn á að mikið verði úr frumvarpi þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvars, þingmanna Samfylkingar sem eru flutningsmenn frumvarpsins. „Vandinn við það frumvarp er að það kemur mjög seint fram á þessu þingi þannig að það er með mjög hátt númer. Vandinn er að koma því á dagskrá þingsins um það þarf þá að vera einhver samstaða á meðal þingflokksformanna, og þeirra sem stýra dagskránni,“ segir hann. „Ég hef áhyggjur af því miðað við hvað það eru mörg þingmannamál framar í röðinni, bara mjög mjög mjög mörg, þá sé lítil von að það komist á dagskrá.“Ekki samstaða í Samfylkingu Frosti segist einfaldlega ekki geta sagt til um hvort mikilvægi málsins geti ekki haft áhrif á hvort það komist á dagskrá eða ekki. „Ég sit ekki við það borð þar sem þessar ákvarðanir eru teknar og maður stundum veltir fyrir sér hvað ræður,“ segir hann. „Það ræður því náttúrulega ef það er almenn sátt um málið og allir stjórnmálaflokkar eru einhuga um að þetta mál eigi að komast til umræðu, þá komast þau oft framar í röðina. Og líka mál sem eru flutt mjög snemma,“ segir Frosti og vísar einnig í að samkomulag hafi verið um að hver flokkur geti valið eitt eða tvö mál til að leggja sérstaka áherslu á við upphaf þings og tryggt þeim stað á dagskránni. „Þá er einskonar verklagsregla að hver flokkur getur komið með áherslumál sín inn sem þingmannamál. En því miður þá er þetta mál að koma mjög seint fram. Þannig að kannski er það lagt fram til að vekja umræðuna frekar en að flutningsmennirnir geri sér vonir um að það náist að ræða það á þessu þingi,“ segir Frosti. Hann segir að þó að nefndin hans stæði að málinu væri engin trygging fyrir því að það kæmist á dagskrá á undan öðrum málið. „Það mætti segja ef allir í nefndinni, efnahags- og viðskiptanefnd, væru sammála þá myndi það hafa mikla vigt. Og það eru til fordæmi fyrir því að slík mál hafa komist fram. En ég held að, svo við tölum alveg hreint út um hlutina, að þá sé ekki samstaða um það á þinginu að afnema verðtrygginguna,“ segir hann. „Mér skilst að meira að segja innan Samfylkingarinnar sé ekki samstaða um það. Við sjáum að þegar málið er lagt fram þá kemur formaður Samfylkingarinnar og segir að þetta sé ekki stefna Samfylkingarinnar.“Augljósar áhyggjur í flokknum Frosti segir að Framsóknarflokkurinn sé einhuga um afnám verðtryggingar. Stuttur tími er hins vegar eftir af kjörtímabilinu, þar sem flokkurinn leiðir ríkisstjórnarsamstarfið. „Við höfum augljóslega áhyggjur af því og við þurfum að hugsa okkur til hreyfings ef að það raunverulega gerist ekkert hjá okkar samstarfsflokki,“ segir hann. „Svo að maður sé alveg hreinskilinn þá held ég að það sé ekki sérstaklega mikill áhugi hjá samstarfsflokknum að afnema verðtryggingu. Þeirra sjónarmið hefur verið að það eigi bara að vera val um þetta, það er ákveðið sjónarmið. Ég hins vegar held við hjá Framsóknarflokknum séum upptekin af kerfislegum áhrifum, neikvæðu áhrifum sem þetta hefur á allt kerfið. Þetta snýst ekki bara um val einstaklingsins og frelsi hans, sem er alltaf æskilegt að hafa sem mest,“ segir hann. „En þegar frelsi einstaklingsins hefur mjög neikvæð áhrif á heildina þá þarf kannski að velta fyrir sér hvort þetta sé það sem við viljum gera.“ Frosti segir að víðtæk verðtrygging allra íbúðalána til þess að hérna verði vaxtarstig miklu hærra heldur en það væri ella. Stýrivextir Seðlabanka Íslands virki ekki á nema lítinn hóp samfélagsins og bendir aftur á niðurstöðu sérfræðingahóps forsætisráðherra, sem skoðaði málum frá öllum sjónarhornum, að það beri að afnema verðtrygginguna. „En síðan er hitt sjónarmiðið að frelsi umfram allt sé það sem við eigum að verja og valkostir eigi að vera til staðar. Þarna er pólitískur ágreiningur,“ segir hann.Tjáir sig ekki um þingflokksfundi Frosti telur að það þurfi að reyna á vilja þingsins í þessu máli. „Það verður að segjast að það er náttúrulega ekki hægt að neyða neinn til að gera eitthvað sem er andstætt sannfæringu viðkomandi en einhvern tímann þarf samt að reyna á vilja þingsins að mínu mati. Einhvern tímann þarf þingið og vilji þingsins að fjalla um þetta mál,“ segir hann. Hann segist vera viss um það að línan sé skýr hjá framsóknarmönnum og hann heldur að þingmenn flokksins séu einhuga í málinu. „En ég veit bara ekki hvernig það er inni í öðrum flokkum og það væri mjög áhugavert að sjá hvernig það færi ef slíkt mál kæmi fram á þinginu,“ segir hann. Heimildir Vísis herma að til tals hafi komið á meðal óbreyttra þingmanna flokksins að fara með málið inn í þingið og þannig gefast upp á biðinni eftir að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, leggi fram frumvarp um hömlur á verðtrygginguna. Frosti segist ekki geta tjáð sig um það. „Ég get ekki tjáð mig um það hvað er rætt á þingflokksfundum eða annað slíkt en eins og menn hljóta geta gert sér í hugarlund þá erum við langeyg eftir því að þetta mál komi fram af hálfu ríkisstjórnarinnar og af hálfu ráðuneytisins sem fjallar um málaflokkinn. Ég er ekki orðinn úrkolu vonar enn þá og maður er tregur til að grípa til einhverra örþrifaráða,“ segir hann og bætir við: „Kjörtímabilið er ekki enn þá liðið og enn þá er svigrúm til að bíða. En fyrir mitt leyti þá held ég að við þurfum að hugsa okkur til hreyfings áður en það líður.“Tilbúinn að koma fram með málið Frosti segist tilbúinn til að grípa sjálfur til aðgerða á þinginu, komi frumvarp frá ríkisstjórninni ekki fram nógu tímalega. „Áður en þetta kjörtímabil líður, ef að þörf krefur, þá myndi ég að sjálfsögðu gera það,“ segir hann. „Þá kæmi ég fram með þingmannamál um það og slíkt fer í þann farveg og þá væntanlega kemur fram nægilega snemma til að komast á dagskrá. Það væri leiðin.“ Frosti segir að það skorti á lýðræðislega umræðu um málið. „Það hafa ekki komið fram svo ég viti, ekki síðan ég komst á þing, frumvarp sem færi í þetta ferli. Þar sem mælt væri fyrir málinu, málið rætt, fer til umsagnar og allt fram og til baka. Ég hef ekki fengið að taka þátt í því á þessu þingi. Þá koma bara fram rökin, með og á móti, og afstaða þingmanna. Það er - það sem við þurfum að gera í þessu máli,“ segir hann. Hann virðist þó ekki hafa neina ofsatrú á að afnám verðtryggingar leysi allan vanda. „Ég held að afnám verðtryggingar sé ekki lausn á öllum vanda samfélagsins. Það er bara mikilvægt skref í átt að því að færa hér í eðlilegt horf lánaumhverfi heimilanna og fyrirtækjanna í landinu,“ segir hann. „Það hefur verið allskonar misskilningur í gangi um þetta. Verðtryggingin sé algjörlega nauðsynleg af því að hér sé óðaverðbólga eða eitthvað slíkt, það er ekki óðaverðbólga á Íslandi. Að verðtryggingin sé nauðsynlegur fylgifiskur þess að vera með lítinn gjaldmiðil, það er ekki rétt. Við þurfum bara að fá tækifæri til að fara yfir þetta allt saman í þinginu, mynda okkur afstöðu og taka ákvörðun um hvernig við gerum þetta,“ segir Frosti. Hann telur að það sé ekki framtíð í því að viðhalda verðtryggingunni. „Þetta er að leiða yfir okkur það mörg vandamál, sem eru orðin mjög vel greind,“ segir hann og heldur áfram: „Mér fannst mjög áhugavert og fagnaði því náttúruleg að þessir tveir þingmenn Samfylkingarinnar komu fram með þetta frumvarp. Það lýsir þá alla vega að þar er ákveðinn stuðningur við málið.“ Þrátt fyrir að vera ekki bjartsýnn á að frumvarpið komist á dagskrá segir hann það óskandi. „Það má vel vera að það séu ekki allir þingmenn Samfylkingarinnar á einu máli um þetta en það verður áhugavert að sjá hvernig því vindur fram. Hugsanlegt er að það komist á dagskrá þingsins, og það væri mjög óskandi, en því miður er ég ekki nægilega bjartsýnn á það.“
Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Armslengd þýðir ekki ábyrgðarleysi“ Árni Páll Árnason vill búa til ábyrgðarkúltúr í kringum sölu ríkiseigna. Hann er gestur Stjórnmálavísis þessa vikuna. 28. janúar 2016 19:35 Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Settu bílslys á svið Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira
Stjórnmálavísir: „Armslengd þýðir ekki ábyrgðarleysi“ Árni Páll Árnason vill búa til ábyrgðarkúltúr í kringum sölu ríkiseigna. Hann er gestur Stjórnmálavísis þessa vikuna. 28. janúar 2016 19:35
Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25