Porsche Panamera Shooting Brake Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2016 14:37 Þessi mynd náðist af Porsche Panamera Shooting Brake nýlega. Hinn stóri fjögurra sæta bíll Porsche, Panamera, verður brátt boðinn í nýrri Shooting Brake útgáfu og standa nú prufur yfir á bílnum. Þessi bíll er innblásinn af tilraunbílnum Panamera Sport Turismo concept og er með lengra og flatara þak og meira rými afturí bílnum en hefðbundinn Panamera. Að innan verða ekki miklar breytingar á þessum bíl frá hinum hefðbundna og mun hann fá stafrænt mælaborð eins og býðst í nýjustu útfærslu Panamera. Eins fær hann nýtt stýri, nýja gírstöng og gerbreyttan miðjustokk á milli framsætanna með allt öðruvísi stjórntækjum en í eldri gerðinni. Stærsti munurinn á milli þessarar Shooting Brake útgáfu og venjulegs Panamera er að í honum er mikla stærra skottrými. Allar gerðir Panamera eru nú smíðaðar á nýjum MSB-undirvagni og þar er mikil notkun áls, hástyrktarstáls og annarra léttra smíðaefna einkennandi. Í nýjum gerðum bílanna er búist við breyttum og aflmeiri V6 og V8 vélum en Porsche hefur ekki látið uppi neitt um þær. Bílabúð Benna hefur selt nokkra Porsche Panamera bíla á síðustu árum og vekja þeir athygli fyrir glæsileika á götunum hérlendis. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent
Hinn stóri fjögurra sæta bíll Porsche, Panamera, verður brátt boðinn í nýrri Shooting Brake útgáfu og standa nú prufur yfir á bílnum. Þessi bíll er innblásinn af tilraunbílnum Panamera Sport Turismo concept og er með lengra og flatara þak og meira rými afturí bílnum en hefðbundinn Panamera. Að innan verða ekki miklar breytingar á þessum bíl frá hinum hefðbundna og mun hann fá stafrænt mælaborð eins og býðst í nýjustu útfærslu Panamera. Eins fær hann nýtt stýri, nýja gírstöng og gerbreyttan miðjustokk á milli framsætanna með allt öðruvísi stjórntækjum en í eldri gerðinni. Stærsti munurinn á milli þessarar Shooting Brake útgáfu og venjulegs Panamera er að í honum er mikla stærra skottrými. Allar gerðir Panamera eru nú smíðaðar á nýjum MSB-undirvagni og þar er mikil notkun áls, hástyrktarstáls og annarra léttra smíðaefna einkennandi. Í nýjum gerðum bílanna er búist við breyttum og aflmeiri V6 og V8 vélum en Porsche hefur ekki látið uppi neitt um þær. Bílabúð Benna hefur selt nokkra Porsche Panamera bíla á síðustu árum og vekja þeir athygli fyrir glæsileika á götunum hérlendis.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent