Söluaukning Benz 20% í janúar Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2016 16:38 Mercedes Benz GLA. thecarconnection Það heldur áfram að ganga vel hjá Mercedes Benz en fyrirtækinu gekk afar vel að selja bíla sína á síðasta ári og stökk upp fyrir Audi í heildarsölu og nálgast nú BMW. Í nýliðnum janúar hélt velgengnin áfram og jókst salan um 20% frá fyrra ári og alls seldi Mercedes Benz 150.814 bíla. Gríðarleg söluaukning varð í Kína, eða uppá 52%. Einnig gekk vel í Evrópu og var vöxturinn þar 15% og salan 54.937 bílar. Ekki var þó vöxturinn mikill í heimalandinu Þýskalandi, en þó 1,5%. Ekki var heldur um mikinn vöxt að ræða í Bandaríkjunum, eða 0,2% og þar seldust 24.664 bílar, en í Kína voru þeir 42.671. Það eru helst jepplingar og jeppar sem halda upp þessari góðu sölu í Kína en 56% aukning var í sölu þeirra, en einnig 36% vöxtur í “compact”-bílaflokki Benz sem telja bílana A-Class, B-Class, CLA, CLA Shooting Brake og GLA. Ef að sölu undirmerkis Mercedes Benz, Smart, er bætt við nemur vöxturinn á janúar 19%, en sala Smart bíla jókst um 10% og af þeim seldust 9.324 bílar. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent
Það heldur áfram að ganga vel hjá Mercedes Benz en fyrirtækinu gekk afar vel að selja bíla sína á síðasta ári og stökk upp fyrir Audi í heildarsölu og nálgast nú BMW. Í nýliðnum janúar hélt velgengnin áfram og jókst salan um 20% frá fyrra ári og alls seldi Mercedes Benz 150.814 bíla. Gríðarleg söluaukning varð í Kína, eða uppá 52%. Einnig gekk vel í Evrópu og var vöxturinn þar 15% og salan 54.937 bílar. Ekki var þó vöxturinn mikill í heimalandinu Þýskalandi, en þó 1,5%. Ekki var heldur um mikinn vöxt að ræða í Bandaríkjunum, eða 0,2% og þar seldust 24.664 bílar, en í Kína voru þeir 42.671. Það eru helst jepplingar og jeppar sem halda upp þessari góðu sölu í Kína en 56% aukning var í sölu þeirra, en einnig 36% vöxtur í “compact”-bílaflokki Benz sem telja bílana A-Class, B-Class, CLA, CLA Shooting Brake og GLA. Ef að sölu undirmerkis Mercedes Benz, Smart, er bætt við nemur vöxturinn á janúar 19%, en sala Smart bíla jókst um 10% og af þeim seldust 9.324 bílar.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent