Fjölskyldubíll Ferrari fær nýtt nafn Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2016 10:39 Ferrari GTC4Lusso. Ferrari kynnti fjögurra sæta FF Grand Tourer bíl sinn fyrir 5 árum en hefur nú bæði gefið honum nýtt nafn og meira afl. Bíllinn mun heita Ferrari GTC4Lusso og fær að auki afturhjólastýringu. Þessi bíll er ætlaður vel efnuðum fjölskyldum, enda kostar hann tæpar 39 milljónir króna. Ferrari hefur bætt við 30 hestöflum og skilar V12 vél hans nú 680 hestöflum. Hvert hestafl bílsins dregur aðeins 2,6 kílóa þyngd í þessum bíl og er það met meðal framleiðslubíla Ferrari. Hann er 3,4 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraðann 335 km/klst. Ferrari FF var 3,7 sekúndur í hundraðið. Nafn endurskírða bílsins skýrist út þannig að GTC stendur fyrir Grand Turismo Coupe, 4 fyrir sætin í bílnum og Lusso til að undirstrika að þar fer best útbúni og lúxushlaðni bíll Ferrari. Ferrari ætlar að hefja sölu þessa bíls á fjórða ársfjórðungi þessa árs en ætlar fyrst að sýna hann á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Ekki er langt þangað til þar sem sýningin hefst á fyrsta degi mars. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent
Ferrari kynnti fjögurra sæta FF Grand Tourer bíl sinn fyrir 5 árum en hefur nú bæði gefið honum nýtt nafn og meira afl. Bíllinn mun heita Ferrari GTC4Lusso og fær að auki afturhjólastýringu. Þessi bíll er ætlaður vel efnuðum fjölskyldum, enda kostar hann tæpar 39 milljónir króna. Ferrari hefur bætt við 30 hestöflum og skilar V12 vél hans nú 680 hestöflum. Hvert hestafl bílsins dregur aðeins 2,6 kílóa þyngd í þessum bíl og er það met meðal framleiðslubíla Ferrari. Hann er 3,4 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraðann 335 km/klst. Ferrari FF var 3,7 sekúndur í hundraðið. Nafn endurskírða bílsins skýrist út þannig að GTC stendur fyrir Grand Turismo Coupe, 4 fyrir sætin í bílnum og Lusso til að undirstrika að þar fer best útbúni og lúxushlaðni bíll Ferrari. Ferrari ætlar að hefja sölu þessa bíls á fjórða ársfjórðungi þessa árs en ætlar fyrst að sýna hann á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Ekki er langt þangað til þar sem sýningin hefst á fyrsta degi mars.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent