Porsche áætlar minnkandi hagnað vegna rafbílaþróunar Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2016 12:38 Porsche Mission E tilraunabíllinn sem eingöngu er knúinn rafmagni. Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche hefur hagnast gríðarlega mikið á undanförnum árum enda gengið eindæma vel að selja magnaða bíla sína. Forsvarsmenn Porsche áætla að sá hagnaður muni minnka vegna mikilla fjárútláta við þróun nýjustu bílgerða sinna, sér í lagi rafmagnsbíla. Porsche ætlar að fjárfesta fyrir einn milljarð evra vegna nýs Mission E rafmagnsbíls, ráða 1.000 nýja starfsmenn og byggja nýja verksmiðju þar sem bíllinn verður smíðaður. Porsche hefur undanfarið skilað næst mestum hagnaði allra undirfyrirtækja Volkswagen samsteypunnar og fyrirtækið seldi í fyrsta skipti yfir 200.000 bíla á einu ári í fyrra. Porsche mun greina frá niðurstöðum síðasta árs þann 11. mars en árið áður hagnaðist Porsche um 2,72 milljarða evra og vafalaust verður hagnaður síðasta árs hærri en það. Porsche fór ekki varhluta af dísilvélasvindli Volkswagen og þarf að innkalla 13.000 Porsche Cayenne bíla með dísilvélum og eitthvað mun sú innköllum kosta Porsche. Viðgerðirnar sjálfar verða þó ekki mjög kostnaðarsamar þó svo þær snúi bæði af vélbúnaðar- og hugbúnaðarbreytingum. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent
Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche hefur hagnast gríðarlega mikið á undanförnum árum enda gengið eindæma vel að selja magnaða bíla sína. Forsvarsmenn Porsche áætla að sá hagnaður muni minnka vegna mikilla fjárútláta við þróun nýjustu bílgerða sinna, sér í lagi rafmagnsbíla. Porsche ætlar að fjárfesta fyrir einn milljarð evra vegna nýs Mission E rafmagnsbíls, ráða 1.000 nýja starfsmenn og byggja nýja verksmiðju þar sem bíllinn verður smíðaður. Porsche hefur undanfarið skilað næst mestum hagnaði allra undirfyrirtækja Volkswagen samsteypunnar og fyrirtækið seldi í fyrsta skipti yfir 200.000 bíla á einu ári í fyrra. Porsche mun greina frá niðurstöðum síðasta árs þann 11. mars en árið áður hagnaðist Porsche um 2,72 milljarða evra og vafalaust verður hagnaður síðasta árs hærri en það. Porsche fór ekki varhluta af dísilvélasvindli Volkswagen og þarf að innkalla 13.000 Porsche Cayenne bíla með dísilvélum og eitthvað mun sú innköllum kosta Porsche. Viðgerðirnar sjálfar verða þó ekki mjög kostnaðarsamar þó svo þær snúi bæði af vélbúnaðar- og hugbúnaðarbreytingum.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent