Efri Flókadalsá í boði hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 9. febrúar 2016 15:52 Efri Flókadalsá hefur verið gjöful síðustu sumur Efri Flókadalsá í Fljótum hefur nú bæst við flóru þeirra vatnasvæða sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður upp á fyrir komandi sumar en mikil vöntun hefur veri á sterku bleikjusvæði hjá félaginu. Þetta frábæra sjóbleikjusvæði er 3ja stanga svæði og hefur veiðin þar síðastliðin ár verið gífurlega góð. Eitthvað veiðist af laxi í ánni á hverju ári, þó svo að megin uppistaðan sé sjóbleikja. Svæðið nær frá Flókadalsvatni og fram að afréttargirðingu, en umhverfi hennar þykir friðsælt og er áin nokkuð vatnsmikil. Kvóti er 8 bleikjur á vakt pr stöng en urriði er fyrir utan kvótann. Mesta veiði sem hefur verið í ánni var 2004 en þá veiddust 2.874 bleikjur (öllu vatnasvæðinu). Eitthvað hefur vantað upp á skráningu síðastliðin ár en frá aldamótum og fram til 2008 voru að veiðast í ánni um 1.500 sjóbleikjur. Áin verður í umboðssölu hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Næsta sumar verður aðstaða fyrir veiðimenn á gömlum sveitabæ í grennd við ána. Húsið hýsir 6 manns með mjög góðu móti. Við hvetjum veiðimenn til að hafa samband og finna sér veiðidaga í þessari norðlensku bleikjuá. Mest lesið 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði 23 laxar í fyrsta hollinu í Miðfjarðará Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Bender þeysist um sveitir landsins Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Svæði IV í Stóru Laxá komið í gang Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði Haltu línunum vel við Veiði
Efri Flókadalsá í Fljótum hefur nú bæst við flóru þeirra vatnasvæða sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður upp á fyrir komandi sumar en mikil vöntun hefur veri á sterku bleikjusvæði hjá félaginu. Þetta frábæra sjóbleikjusvæði er 3ja stanga svæði og hefur veiðin þar síðastliðin ár verið gífurlega góð. Eitthvað veiðist af laxi í ánni á hverju ári, þó svo að megin uppistaðan sé sjóbleikja. Svæðið nær frá Flókadalsvatni og fram að afréttargirðingu, en umhverfi hennar þykir friðsælt og er áin nokkuð vatnsmikil. Kvóti er 8 bleikjur á vakt pr stöng en urriði er fyrir utan kvótann. Mesta veiði sem hefur verið í ánni var 2004 en þá veiddust 2.874 bleikjur (öllu vatnasvæðinu). Eitthvað hefur vantað upp á skráningu síðastliðin ár en frá aldamótum og fram til 2008 voru að veiðast í ánni um 1.500 sjóbleikjur. Áin verður í umboðssölu hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Næsta sumar verður aðstaða fyrir veiðimenn á gömlum sveitabæ í grennd við ána. Húsið hýsir 6 manns með mjög góðu móti. Við hvetjum veiðimenn til að hafa samband og finna sér veiðidaga í þessari norðlensku bleikjuá.
Mest lesið 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði 23 laxar í fyrsta hollinu í Miðfjarðará Veiði Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Veiði Bender þeysist um sveitir landsins Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Svæði IV í Stóru Laxá komið í gang Veiði Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði Haltu línunum vel við Veiði