Brá mikið við símtal frá lögreglunni Birta Björnsdóttir skrifar 30. janúar 2016 19:30 Lögmaður hælisleitenda gagnrýnir vinnubrögð Útlendingastofnunar harðlega eftir að skjólstæðingi hennar var gert að yfirgefa landið án þess að mál hans hafi verið tekið fyrir. Henry Eza Okafur óttast að vera sendur aftur til Nígeríu og ber enn ör sem hann segir vera eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram. Henry Eze Okafor hefur dvalið hér á landi í tæp fjögur ár en hann kom hingað til lands eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi í Svíþjóð. Hann er á flótta undan ofsóknum í heimalandinu og ber ör á enninu sem hann segir eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram samtakanna. Bróður sinn missti hann í átökum heima fyrir.Fyrir nokkrum mánuðum fékk Eze íslenska kennitölu. „Þá gat ég byrjað að vinna. Ég gat leigt mína eigin íbúð og flutt út úr húsnæði félagsþjónustunnar. Ég var farinn að sjá ljósið. Þess vegna brá mér verulega þegar ég fékk símtalið frá lögreglunni á fimmtudaginn var,“ segir Eze. Í umræddu símtali var Eze gert að yfirgefa landið á mánudaginn kemur. Hjá Útlendingastofnun liggja inni tvær umsóknir, annarsvegar um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hinsvegar beiðni um að dvelja í landinu þar til niðurstaða fæst í umsóknina. Seinni beiðninni var hafnað án þess að fjallað væri um dvalarleyfisumsóknina. Þessi vinnubrögð gagnrýnir lögmaður Eze, Katrín Theodórsdóttir, harðlega. „Það hefði verið hægt að afgreiða þetta mál án þess að breyta lögunum. Útlendingastofnun hefði getað sagt að þeir væru ekki tilbúnir til að veita honum dvalarleyfi. Honum væri heimilt að kæra úrskurðin og jafnframt dvelja á landinu á meðan kæran yrði tekin til meðferðar.“ Á fundi Katrínar og Eze með Útlendingastofnun fyrir helgi var Eze þó fullvissaður um að honum yrði ekki vísað úr landi á meðan umsókn um dvalarleyfi lægi inni hjá stofnunni. Það segir Katrín mikilvægt því erfitt sé að sjá hvernig mögulega jákvæð niðurstaða gagnist manni sem farinn er úr landi. „Mér hefur fundist Útlendingastofnun taka of harkalega á málum sem þessum og er framgangan í máli Eze gott dæmi um það. Það hefði verið eðlilegra ef stofnunin hefði verið búin að taka á umsókininnu um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og þá birta honum þá niðurstöðu. Ef ákveðið hefði verið að veita honum ekki dvalarleyfi hefði þurft að veita honum upplýsingar um réttinn til að kæra ákvörðunina til sérstakrar kærunefndar. Jafnframt hefði átt að veita honum leyfi til að dvelja hér á landi á meðan verið er að fjalla um kæruna,“ segir Katrín. Flóttamenn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira
Lögmaður hælisleitenda gagnrýnir vinnubrögð Útlendingastofnunar harðlega eftir að skjólstæðingi hennar var gert að yfirgefa landið án þess að mál hans hafi verið tekið fyrir. Henry Eza Okafur óttast að vera sendur aftur til Nígeríu og ber enn ör sem hann segir vera eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram. Henry Eze Okafor hefur dvalið hér á landi í tæp fjögur ár en hann kom hingað til lands eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi í Svíþjóð. Hann er á flótta undan ofsóknum í heimalandinu og ber ör á enninu sem hann segir eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram samtakanna. Bróður sinn missti hann í átökum heima fyrir.Fyrir nokkrum mánuðum fékk Eze íslenska kennitölu. „Þá gat ég byrjað að vinna. Ég gat leigt mína eigin íbúð og flutt út úr húsnæði félagsþjónustunnar. Ég var farinn að sjá ljósið. Þess vegna brá mér verulega þegar ég fékk símtalið frá lögreglunni á fimmtudaginn var,“ segir Eze. Í umræddu símtali var Eze gert að yfirgefa landið á mánudaginn kemur. Hjá Útlendingastofnun liggja inni tvær umsóknir, annarsvegar um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hinsvegar beiðni um að dvelja í landinu þar til niðurstaða fæst í umsóknina. Seinni beiðninni var hafnað án þess að fjallað væri um dvalarleyfisumsóknina. Þessi vinnubrögð gagnrýnir lögmaður Eze, Katrín Theodórsdóttir, harðlega. „Það hefði verið hægt að afgreiða þetta mál án þess að breyta lögunum. Útlendingastofnun hefði getað sagt að þeir væru ekki tilbúnir til að veita honum dvalarleyfi. Honum væri heimilt að kæra úrskurðin og jafnframt dvelja á landinu á meðan kæran yrði tekin til meðferðar.“ Á fundi Katrínar og Eze með Útlendingastofnun fyrir helgi var Eze þó fullvissaður um að honum yrði ekki vísað úr landi á meðan umsókn um dvalarleyfi lægi inni hjá stofnunni. Það segir Katrín mikilvægt því erfitt sé að sjá hvernig mögulega jákvæð niðurstaða gagnist manni sem farinn er úr landi. „Mér hefur fundist Útlendingastofnun taka of harkalega á málum sem þessum og er framgangan í máli Eze gott dæmi um það. Það hefði verið eðlilegra ef stofnunin hefði verið búin að taka á umsókininnu um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og þá birta honum þá niðurstöðu. Ef ákveðið hefði verið að veita honum ekki dvalarleyfi hefði þurft að veita honum upplýsingar um réttinn til að kæra ákvörðunina til sérstakrar kærunefndar. Jafnframt hefði átt að veita honum leyfi til að dvelja hér á landi á meðan verið er að fjalla um kæruna,“ segir Katrín.
Flóttamenn Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Sjá meira