Ríkar heimildir til fjártöku af útlendingum Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. janúar 2016 20:30 Hælisleitendur og útlendingar sem koma til Íslands án dvalarleyfis þurfa að greiða fyrir kostnað við réttaraðstoð og kostnað sem hlýst af brottflutningi þeirra frá landinu. Þá má gera farseðla þeirra upptæka og almennt er kannað hvað þeir hafa á sér af peningum þegar þeir koma til Íslands. Lög sem samþykkt voru á danska þjóðþinginu um upptöku verðmæta flóttafólks þykja mjög umdeild á heimsvísu en þau þykja ómannúðleg og grimmdarleg. Sambærilegar heimildir eru hins vegar í íslensku útlendingalögunum sem lögfest voru 2002. Í 34. grein útlendingalaga segir: „Krefja skal útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð að hluta til eða að öllu leyti ef hann hefur ráð á því.“ Í 56. grein segir: „Útlendingur, sem færður er úr landi samkvæmt lögunum, skal greiða kostnað af brottför sinni. Útlendingurinn skal einnig greiða kostnað af gæslu þegar hennar er þörf vegna þess að útlendingurinn fer ekki úr landi af sjálfsdáðum.“ Það má gera fjárnám vegna kröfunnar og hún getur jafnframt verið grundvöllur frávísunar ef viðkomandi kemur aftur til Íslands síðar. Lögreglunni er heimilt að haldleggja farseðla sem finnast í fórum útlendings og peninga til að greiða kröfu vegna brottför og gæslu. Þetta gildir hins vegar ekki um mál sem varða Dyflinnar-tilskipunina, það er þegar hælisleitandi er endursendur til þess lands sem hann kom fyrst til inn á Schengen-svæðinu. Ívar Þór Jóhannsson lögmaður hefur gætt hagsmuna hælisleitenda í málum hjá Útlendingastofnun. „Mín reynsla er sú að þeir aðilar sem leita hingað eftir hæli eru yfirleitt að flýja einhvers konar neyð og eru þá slippir og snauðir þegar þeir koma hingað. Þannig að í raun reynir lítið á ákvæðin. En þar fyrir utan hef ég ekki rekið mig á að stjórnvöld hafi verið að beita þessum ákvæðum neitt markvisst. Hælisleitendur eru inntir eftir því hvort þeir séu með fjármuni eða eitthvað slíkt en ekki að þeim sé ráðstafað eftir þessum heimildum,“ segir Ívar Þór. Flóttamenn Tengdar fréttir Umdeilt flóttamannafrumvarp fyrir danska þingið Danska þingið mun greiða atkvæði síðar í dag um umdeilt frumvarp sem gerir ríkinu kleift að leggja hald á eignir flóttamanna sem þangað koma, til þess að greiða fyrir uppihald þeirra. 26. janúar 2016 08:17 Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Guðmundur Steingrímsson segir nýleg lög um flóttamenn í Danmörku forkastanleg og í andstöðu við mannréttindahefðir Norðurlandanna. 28. janúar 2016 12:49 Sótt að Dönum á Evrópuþingi Tveir ráðherrar úr dönsku stjórninni sátu undir harkalegri gagnrýni frá þingmönnum Evrópuþingsins í gær, þar sem áform Dana um að taka fé af flóttafólki voru til umræðu. 26. janúar 2016 07:00 Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Heimilt hefur verið að krefja hælisleitendur um endurgreiðslu hluta kostnaðar frá árinu 2010. 27. janúar 2016 20:24 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Hælisleitendur og útlendingar sem koma til Íslands án dvalarleyfis þurfa að greiða fyrir kostnað við réttaraðstoð og kostnað sem hlýst af brottflutningi þeirra frá landinu. Þá má gera farseðla þeirra upptæka og almennt er kannað hvað þeir hafa á sér af peningum þegar þeir koma til Íslands. Lög sem samþykkt voru á danska þjóðþinginu um upptöku verðmæta flóttafólks þykja mjög umdeild á heimsvísu en þau þykja ómannúðleg og grimmdarleg. Sambærilegar heimildir eru hins vegar í íslensku útlendingalögunum sem lögfest voru 2002. Í 34. grein útlendingalaga segir: „Krefja skal útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð að hluta til eða að öllu leyti ef hann hefur ráð á því.“ Í 56. grein segir: „Útlendingur, sem færður er úr landi samkvæmt lögunum, skal greiða kostnað af brottför sinni. Útlendingurinn skal einnig greiða kostnað af gæslu þegar hennar er þörf vegna þess að útlendingurinn fer ekki úr landi af sjálfsdáðum.“ Það má gera fjárnám vegna kröfunnar og hún getur jafnframt verið grundvöllur frávísunar ef viðkomandi kemur aftur til Íslands síðar. Lögreglunni er heimilt að haldleggja farseðla sem finnast í fórum útlendings og peninga til að greiða kröfu vegna brottför og gæslu. Þetta gildir hins vegar ekki um mál sem varða Dyflinnar-tilskipunina, það er þegar hælisleitandi er endursendur til þess lands sem hann kom fyrst til inn á Schengen-svæðinu. Ívar Þór Jóhannsson lögmaður hefur gætt hagsmuna hælisleitenda í málum hjá Útlendingastofnun. „Mín reynsla er sú að þeir aðilar sem leita hingað eftir hæli eru yfirleitt að flýja einhvers konar neyð og eru þá slippir og snauðir þegar þeir koma hingað. Þannig að í raun reynir lítið á ákvæðin. En þar fyrir utan hef ég ekki rekið mig á að stjórnvöld hafi verið að beita þessum ákvæðum neitt markvisst. Hælisleitendur eru inntir eftir því hvort þeir séu með fjármuni eða eitthvað slíkt en ekki að þeim sé ráðstafað eftir þessum heimildum,“ segir Ívar Þór.
Flóttamenn Tengdar fréttir Umdeilt flóttamannafrumvarp fyrir danska þingið Danska þingið mun greiða atkvæði síðar í dag um umdeilt frumvarp sem gerir ríkinu kleift að leggja hald á eignir flóttamanna sem þangað koma, til þess að greiða fyrir uppihald þeirra. 26. janúar 2016 08:17 Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Guðmundur Steingrímsson segir nýleg lög um flóttamenn í Danmörku forkastanleg og í andstöðu við mannréttindahefðir Norðurlandanna. 28. janúar 2016 12:49 Sótt að Dönum á Evrópuþingi Tveir ráðherrar úr dönsku stjórninni sátu undir harkalegri gagnrýni frá þingmönnum Evrópuþingsins í gær, þar sem áform Dana um að taka fé af flóttafólki voru til umræðu. 26. janúar 2016 07:00 Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Heimilt hefur verið að krefja hælisleitendur um endurgreiðslu hluta kostnaðar frá árinu 2010. 27. janúar 2016 20:24 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Umdeilt flóttamannafrumvarp fyrir danska þingið Danska þingið mun greiða atkvæði síðar í dag um umdeilt frumvarp sem gerir ríkinu kleift að leggja hald á eignir flóttamanna sem þangað koma, til þess að greiða fyrir uppihald þeirra. 26. janúar 2016 08:17
Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Guðmundur Steingrímsson segir nýleg lög um flóttamenn í Danmörku forkastanleg og í andstöðu við mannréttindahefðir Norðurlandanna. 28. janúar 2016 12:49
Sótt að Dönum á Evrópuþingi Tveir ráðherrar úr dönsku stjórninni sátu undir harkalegri gagnrýni frá þingmönnum Evrópuþingsins í gær, þar sem áform Dana um að taka fé af flóttafólki voru til umræðu. 26. janúar 2016 07:00
Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Heimilt hefur verið að krefja hælisleitendur um endurgreiðslu hluta kostnaðar frá árinu 2010. 27. janúar 2016 20:24
Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56