Hversu freistandi er bílamarkaður Íran? Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2016 14:45 Bílaumferð í Íran. Nú þegar viðskiptaþvingunum hefur verið aflétt á Íran eru margir bílaframleiðendur sem horfa þangað enda er í því fjölmenna landi markaður fyrir sölu á yfir 1,5 milljónum bíla á ári. Í Íran búa 78,2 milljón manns. Viðræður eru hafnar hjá mörgum bílaframleiðendum við stjórnvöld í Íran og eftir um 6 mánuði munu þau hitta ráðamenn sex helstu iðnríkja heims í Vín í Austurríki vegna milliríkjaviðskipta, meðal annars um viðskipti með bíla. Ráðamenn í Íran vilja helst að bílar þeir sem seldir verða í Íran sé framleiddir þar að sem mestu leiti og því gæti verið heillavænlegast fyrir bílaframleiðendur að setja upp verksmiðjur þar og tryggja með því atvinnu í landinu, en það er vilji heimamanna. Íran er einnig heppilegur dreifingarstaður fyrir bíla í nágrannalöndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, vegna legu landsins. Í Íran er bílafloti landsmanna orðinn æði gamall og mikil endurnýjunarþörf og þar er eldsneytisverð afar lágt. Í landinu er mikið af ungu og vel menntuðu fólki af millistétt sem eru alla jafna vænlegasti hópur bílkaupenda. Forvitnilegt verður að sjá hvaða bílaframleiðendur hasla sér fyrst völl á þessum stóra og vaxandi markaði fyrir bíla, en víst er að þar eru stór tækifæri. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður
Nú þegar viðskiptaþvingunum hefur verið aflétt á Íran eru margir bílaframleiðendur sem horfa þangað enda er í því fjölmenna landi markaður fyrir sölu á yfir 1,5 milljónum bíla á ári. Í Íran búa 78,2 milljón manns. Viðræður eru hafnar hjá mörgum bílaframleiðendum við stjórnvöld í Íran og eftir um 6 mánuði munu þau hitta ráðamenn sex helstu iðnríkja heims í Vín í Austurríki vegna milliríkjaviðskipta, meðal annars um viðskipti með bíla. Ráðamenn í Íran vilja helst að bílar þeir sem seldir verða í Íran sé framleiddir þar að sem mestu leiti og því gæti verið heillavænlegast fyrir bílaframleiðendur að setja upp verksmiðjur þar og tryggja með því atvinnu í landinu, en það er vilji heimamanna. Íran er einnig heppilegur dreifingarstaður fyrir bíla í nágrannalöndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, vegna legu landsins. Í Íran er bílafloti landsmanna orðinn æði gamall og mikil endurnýjunarþörf og þar er eldsneytisverð afar lágt. Í landinu er mikið af ungu og vel menntuðu fólki af millistétt sem eru alla jafna vænlegasti hópur bílkaupenda. Forvitnilegt verður að sjá hvaða bílaframleiðendur hasla sér fyrst völl á þessum stóra og vaxandi markaði fyrir bíla, en víst er að þar eru stór tækifæri.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður