Nýr Opel GT í Genf í mars Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2016 11:10 Opel GT árgerð 1973. Á komandi bílasýningu í Genf í mars ætlar Opel að sýna nýja gerð hins goðsagnarkennda Ople GT bíls. Opel GT var framleiddur á seinni hluta sjönda áratugarins og snemma á þeim áttunda. Þar fór teggja sæta sportbíll með vélina framí og afturhjóladrif. Þessi bíll þróaðist út frá Opel Kadett B en með aðra yfirbyggingu sem mynnti á Chevrolet Corvettu þess tíma og var einskonar evrópskt svar við þeim ágæta sportbíl. Vélin var þó ekki í sama stærðarflokki, eða fjögurra strokka vél í stað stórrar áttu. Opel hefur ekki boðið “Halo”-bíl eins og slíkir bílar eru stundum nefndir í æði langan tíma en vonir um slíkt fóru þó á flug þegar Opel sýndi Monza concept bíl á Frankfürt bílasýningunni fyrir tveimur árum, en nú virðist sem meiri alvara sé að færast í leikinn. Vonandi verður þar á ferð verðugur arftaki Opel GT bílsins, sem elskaður var af svo mörgum á sínum tíma. Opel hefur ekki enn látið uppi hvaða vélbúnaður verður í nýjum GT eða hvenær hann gæti komið á markað. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent
Á komandi bílasýningu í Genf í mars ætlar Opel að sýna nýja gerð hins goðsagnarkennda Ople GT bíls. Opel GT var framleiddur á seinni hluta sjönda áratugarins og snemma á þeim áttunda. Þar fór teggja sæta sportbíll með vélina framí og afturhjóladrif. Þessi bíll þróaðist út frá Opel Kadett B en með aðra yfirbyggingu sem mynnti á Chevrolet Corvettu þess tíma og var einskonar evrópskt svar við þeim ágæta sportbíl. Vélin var þó ekki í sama stærðarflokki, eða fjögurra strokka vél í stað stórrar áttu. Opel hefur ekki boðið “Halo”-bíl eins og slíkir bílar eru stundum nefndir í æði langan tíma en vonir um slíkt fóru þó á flug þegar Opel sýndi Monza concept bíl á Frankfürt bílasýningunni fyrir tveimur árum, en nú virðist sem meiri alvara sé að færast í leikinn. Vonandi verður þar á ferð verðugur arftaki Opel GT bílsins, sem elskaður var af svo mörgum á sínum tíma. Opel hefur ekki enn látið uppi hvaða vélbúnaður verður í nýjum GT eða hvenær hann gæti komið á markað.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent