Aron hættir með landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2016 12:00 Aron Kristjánsson. Vísir Aron Kristjánsson verður ekki áfram landsliðsþjálfari karla í handbolta. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag en aðeins rúmt hálft ár er síðan að Aron skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ. „Í gær áttum við fund við Aron. Í samningi okkar sem var til 2017 var heimild til uppsagnar fyrir 1. mars í ár," sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannfundinum í dag þar sem kom fram að Aron væri hættur með liðið. Það var aftur á móti Aron sem nýtti sér uppsagnarákvæðið sjálfur. „Fullt samkomulag á milli okkar um þessa tilhögun. Aron kominn að leiðarlokum núna en allt gert í góðu samkomulagi,“ segir Guðmundur. Ísland féll úr leik á Evrópumeistaramótinu í Póllandi á þriðjudag eftir að hafa tapað fyrir Króatíu og Hvíta-Rússlandi í síðustu tveimur leikjum sínum á mótinu. Ísland fékk 76 mörk á sig í leikjunum tveimur.Sjá einnig: Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma Þetta er í fyrsta sinn síðan á EM 2004 að Ísland kemst ekki áfram í milliriðlakeppnina en eftir sigur á Noregi í fyrsta leik í Póllandi stóðu vonir til að Ísland gæti náð langt í mótinu. Yfirlýst markmið Íslands á EM í Póllandi var að koma liðinu í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó en það tókst ekki. Ísland verður því ekki með handboltalið á Ólympíuleikum í fyrsta sinn síðan á ÓL 2000.Vísir5. sæti á EM 2014 Aron var ráðinn landsliðsþjálfari í ágúst 2012, stuttu eftir að Ísland keppti á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Liðið lék þar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og féll úr leik í 8-liða úrslitum eftir tap gegn Ungverjalandi.Sjá einnig: Geir og Kristján réttu mennirnir fyrir landsliðið Besti árangurs Arons kom á Evrópumeistaramótinu í Danmörku árið 2014. Þar hafnaði Ísland í fimmta sæti. Ísland keppti einnig á tveimur heimsmeistarakeppnum undir stjórn Arons en féll í bæði skiptin úr leik í 16-liða úrslitunum.Sjá einnig: Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Aron var þjálfari Hauka á fyrsta ári sínu sem landlsliðsþjálfari og stýrði einnig danska liðinu KIF Kolding Köbenhavn um tíma og gerði liðið að dönskum meisturum árin 2014 og 2015.VísirHM 2017 næsta stóra verkefnið Upphaflegur samningur Arons við HSÍ var til 2015 en í júní á síðasta ári gerði HSÍ nýjan tveggja ára samning við Aron, sem nú hefur verið riftur. Gunnar Magnússon hefur verið aðstoðarmaður Arons frá fyrsta degi en Ólafur Stefánsson bættist í þjálfarateymið síðastliðið vor. Fyrsta stóra verkefni nýs landsliðsþjálfara verður að koma Íslandi á HM 2017 í Frakklandi. Undankeppnin fer fram í júní en enn liggur ekki fyrir hver andstæðingur Íslands verður. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta kom fram á blaðamannfundi HSÍ í dag. Aron mætti á fundinn og fór yfir ákvörðun sína en það var hann sem nýtti sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum sem átti að renna út 2017. 22. janúar 2016 12:16 Formaður HSÍ: Enginn tímarammi fyrir ráðningu nýs landsliðsþjálfara Segir óvíst að næsti landsliðsþjálfari Íslands verði íslenskur og setur ekki fyrir sig kostnaðinn sem fylgir því að ráða erlendan þjálfara. 22. janúar 2016 12:46 Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið "Menn þurfa oft að hugsa sig um áður en þeir segja hlutina,“ segir Aron Kristjánsson um gagnrýnisraddir. 22. janúar 2016 12:38 Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM. 22. janúar 2016 11:30 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Aron Kristjánsson verður ekki áfram landsliðsþjálfari karla í handbolta. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag en aðeins rúmt hálft ár er síðan að Aron skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ. „Í gær áttum við fund við Aron. Í samningi okkar sem var til 2017 var heimild til uppsagnar fyrir 1. mars í ár," sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannfundinum í dag þar sem kom fram að Aron væri hættur með liðið. Það var aftur á móti Aron sem nýtti sér uppsagnarákvæðið sjálfur. „Fullt samkomulag á milli okkar um þessa tilhögun. Aron kominn að leiðarlokum núna en allt gert í góðu samkomulagi,“ segir Guðmundur. Ísland féll úr leik á Evrópumeistaramótinu í Póllandi á þriðjudag eftir að hafa tapað fyrir Króatíu og Hvíta-Rússlandi í síðustu tveimur leikjum sínum á mótinu. Ísland fékk 76 mörk á sig í leikjunum tveimur.Sjá einnig: Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma Þetta er í fyrsta sinn síðan á EM 2004 að Ísland kemst ekki áfram í milliriðlakeppnina en eftir sigur á Noregi í fyrsta leik í Póllandi stóðu vonir til að Ísland gæti náð langt í mótinu. Yfirlýst markmið Íslands á EM í Póllandi var að koma liðinu í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó en það tókst ekki. Ísland verður því ekki með handboltalið á Ólympíuleikum í fyrsta sinn síðan á ÓL 2000.Vísir5. sæti á EM 2014 Aron var ráðinn landsliðsþjálfari í ágúst 2012, stuttu eftir að Ísland keppti á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Liðið lék þar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og féll úr leik í 8-liða úrslitum eftir tap gegn Ungverjalandi.Sjá einnig: Geir og Kristján réttu mennirnir fyrir landsliðið Besti árangurs Arons kom á Evrópumeistaramótinu í Danmörku árið 2014. Þar hafnaði Ísland í fimmta sæti. Ísland keppti einnig á tveimur heimsmeistarakeppnum undir stjórn Arons en féll í bæði skiptin úr leik í 16-liða úrslitunum.Sjá einnig: Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Aron var þjálfari Hauka á fyrsta ári sínu sem landlsliðsþjálfari og stýrði einnig danska liðinu KIF Kolding Köbenhavn um tíma og gerði liðið að dönskum meisturum árin 2014 og 2015.VísirHM 2017 næsta stóra verkefnið Upphaflegur samningur Arons við HSÍ var til 2015 en í júní á síðasta ári gerði HSÍ nýjan tveggja ára samning við Aron, sem nú hefur verið riftur. Gunnar Magnússon hefur verið aðstoðarmaður Arons frá fyrsta degi en Ólafur Stefánsson bættist í þjálfarateymið síðastliðið vor. Fyrsta stóra verkefni nýs landsliðsþjálfara verður að koma Íslandi á HM 2017 í Frakklandi. Undankeppnin fer fram í júní en enn liggur ekki fyrir hver andstæðingur Íslands verður.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta kom fram á blaðamannfundi HSÍ í dag. Aron mætti á fundinn og fór yfir ákvörðun sína en það var hann sem nýtti sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum sem átti að renna út 2017. 22. janúar 2016 12:16 Formaður HSÍ: Enginn tímarammi fyrir ráðningu nýs landsliðsþjálfara Segir óvíst að næsti landsliðsþjálfari Íslands verði íslenskur og setur ekki fyrir sig kostnaðinn sem fylgir því að ráða erlendan þjálfara. 22. janúar 2016 12:46 Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið "Menn þurfa oft að hugsa sig um áður en þeir segja hlutina,“ segir Aron Kristjánsson um gagnrýnisraddir. 22. janúar 2016 12:38 Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM. 22. janúar 2016 11:30 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta kom fram á blaðamannfundi HSÍ í dag. Aron mætti á fundinn og fór yfir ákvörðun sína en það var hann sem nýtti sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum sem átti að renna út 2017. 22. janúar 2016 12:16
Formaður HSÍ: Enginn tímarammi fyrir ráðningu nýs landsliðsþjálfara Segir óvíst að næsti landsliðsþjálfari Íslands verði íslenskur og setur ekki fyrir sig kostnaðinn sem fylgir því að ráða erlendan þjálfara. 22. janúar 2016 12:46
Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið "Menn þurfa oft að hugsa sig um áður en þeir segja hlutina,“ segir Aron Kristjánsson um gagnrýnisraddir. 22. janúar 2016 12:38
Svona var blaðamannafundurinn þegar Aron tilkynnti að hann væri hættur Aron Kristjánsson og Handknattleikssamband Íslands voru með blaðamannafund í hádeginu þar sem Aron tilkynnti að hann væri hættur sem þjálfari íslenska liðsins aðeins þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM. 22. janúar 2016 11:30