Porsche 911 Turbo fer Nürburgring á 7:18 Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2016 12:01 Porsche 911 Turbo af árgerð 2017. Von er á nýrri kynslóð Porsche 911 Turbo, en grunngerð bílsins hefur þó þegar litið dagsljósið og var kynntu hérlendis fyrir skömmu. Öflugustu gerð hans, 911 Turbo er þó ávallt beðið með nokkurri eftirvæntingu. Til að hita aðeins upp mannskapinn hefur Porsche látið uppi að hann sé svo magnaður akstursbíll að hann fari hina 20 km löngu Nürburgring braut á svo skömmum tíma sem 7 mínútum og 18 sekúndum. Það gerir hann sneggri en síðustu gerð Porsche 911 GT3 RS en það er bíll sem framleiddur er sem keppnisbíll fyrir akstursbrautir. Eins og er er þó erfitt að keppa við bestan tíma á Nürburgring brautinni þar sem á henni eru ennþá tveir kaflar þar sem hámarkshraði er takmarkaður og því eiginlega ekki hægt að ná þessum tíma. Þetta hefur Porsche tekið með í reikninginn, en nýr Porsche 911 Turbo fór sannarlega brautina og ók löglega á þessum tveimur köflum og Porsche framreiknaði síðan tíma bílsins ef hann hefði mátt aka eftir fullri getu hans. Úr þeim útreikningum kom svo talan 7:18 sem Porsche segir að sé varlega áætlað og alveg eins megi búast við að þegar hraðatakmörkunum verði aflétt í vor verði bíllinn sneggri en þetta. Þar sem Porsche er þekkt fyrir að fara varlega með tölur er full ástæða til að trúa útreikningum þeirra. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Von er á nýrri kynslóð Porsche 911 Turbo, en grunngerð bílsins hefur þó þegar litið dagsljósið og var kynntu hérlendis fyrir skömmu. Öflugustu gerð hans, 911 Turbo er þó ávallt beðið með nokkurri eftirvæntingu. Til að hita aðeins upp mannskapinn hefur Porsche látið uppi að hann sé svo magnaður akstursbíll að hann fari hina 20 km löngu Nürburgring braut á svo skömmum tíma sem 7 mínútum og 18 sekúndum. Það gerir hann sneggri en síðustu gerð Porsche 911 GT3 RS en það er bíll sem framleiddur er sem keppnisbíll fyrir akstursbrautir. Eins og er er þó erfitt að keppa við bestan tíma á Nürburgring brautinni þar sem á henni eru ennþá tveir kaflar þar sem hámarkshraði er takmarkaður og því eiginlega ekki hægt að ná þessum tíma. Þetta hefur Porsche tekið með í reikninginn, en nýr Porsche 911 Turbo fór sannarlega brautina og ók löglega á þessum tveimur köflum og Porsche framreiknaði síðan tíma bílsins ef hann hefði mátt aka eftir fullri getu hans. Úr þeim útreikningum kom svo talan 7:18 sem Porsche segir að sé varlega áætlað og alveg eins megi búast við að þegar hraðatakmörkunum verði aflétt í vor verði bíllinn sneggri en þetta. Þar sem Porsche er þekkt fyrir að fara varlega með tölur er full ástæða til að trúa útreikningum þeirra.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent