Lífið

Bjarni og Sigmundur á vinsælu þorrablóti Stjörnunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
"Það er bara einn Jói í Múlakaffi. Þessi gamli, sterki línumaður úr KR hefur séð um blótið í Garðabæ um árabil með glæsibrag,“ skrifar Bjarni við myndina á Facebook.
"Það er bara einn Jói í Múlakaffi. Þessi gamli, sterki línumaður úr KR hefur séð um blótið í Garðabæ um árabil með glæsibrag,“ skrifar Bjarni við myndina á Facebook. Mynd/Bjarni Benediktsson
Garðbæingurinn og fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á Þorrablót Stjörnunnar sem fram fer í Mýrinni í póstnúmeri 210 í kvöld.

Einn nýjasti Garðbæingurinn, sjálfur forsætisráðherrann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lét sig heldur ekki vanta og skemmtir sér með nýjum nágrönnum í kvöld. Sem kunnugt er flutti Sigmundur á dögunum úr Breiðholtinu, þar sem hann hefur búið í Ystaseli undanfarin ár, í glæsileg húsakynni í Garðabænum.

Bjarni birti mynd af þeim félögunum í kvöld ásamt Jóhannesi Stefánssyni, betur þekktum sem Jóa í Múlakaffi, í Garðabænum í kvöld. Eins og undanfarin ár var uppselt á blót þeirra Stjörnumanna í ár en segja má að allt hafi soðið upp úr í fyrra þegar aðeins brot af þeim sem mættu í röð til að kaupa miða fengu miða.

Miðasalan í ár virðist hafa gengið mun betur og samkvæmt heimildum Vísis fengu allir miða sem mættu í röðina að morgni miðasöludags. Reikna má með mikilli skemmtun í Garðabænum í kvöld en Almar Guðmundsson er veislustjóri, Ari Eldjárn fer með gamanmál og Páll Óskar leikur fyrir dansi.

Að neðan má sjá tengla á myndasyrpur frá þorrablótum fyrri ára í Garðabænum þar sem stemningin hefur verið afar góð.


Tengdar fréttir

Glæsileikinn allsráðandi á Þorrablóti Stjörnunnar

Eins og sjá má á þessum myndum sem teknar voru á þorrablóti Stjörnunnar í Mýrinni í gærkvöldi á sjálfan bóndadaginn var gleðin við völd. Glæsileikinn var allsráðandi þegar kom að klæðaburði gesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×