Bíó og sjónvarp

Steinunn Ólína valin besta leikkonan fyrir Rétt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Steinunn Ólína fór með hlutverk rannsóknarlögreglukonu í Rétti.
Steinunn Ólína fór með hlutverk rannsóknarlögreglukonu í Rétti. Vísir/Anton
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir vann í kvöld til FIPA verðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki í sjónvarpsseríu fyrir leik sinn í Rétti. FIPA verðlaunahátíðin er haldin í Frakklandi og verðlaunar sjónvarpsþætti. 

Þættirnir Réttur voru sýndir á Stöð 2 í vetur en fyrstu tveir þættirnir voru sýndir á hátíðinni síðastliðinn fimmtudag. Í kvöld var svo sýndur fyrsti þátturinn af Ófærð, þáttum Baltasars Kormáks sem sýndir eru á RÚV.

Steinunn Ólína fór með hlutverk rannsóknarlögreglukonu í Rétti en hún er einnig á meðal leikara í Ófærð.

Allar þáttaraðirnar þrjár af Rétti eru aðgengilegar í Stöð 2 Maraþoni og er þar hægt að sjá verðlaunaframmistöðu Steinunnar Ólínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×