Kia GT kynntur í París Finnur Thorlacius skrifar 26. janúar 2016 09:47 Kia GT concept bíllinn sem kynntur var í Frankfürt árið 2011. Eftir margra ára bið mun Kia loks kynna nýjan GT sportbíl sinn á bílasýningunni í París í október. Framleiðsla á bílsnum á svo að hefjast árið 2017. Kia áformar einnig að smíða kraftaútgáfu af Kia Rio smábílnum til að auka úrval kraftabíla sinna og á hann að verða í boði frá og með árinu 2018. Kia sýndi fyrst hugmyndabílinn GT concept árið 2011 í Frankfürt og var hann með 3,3 lítra bensínvél með forþjöppu og skilaði 389 hestöflum og var með 8 gíra sjálfskiptingu. Nýi GT bílinn á að fá útlitið að merst leiti frá hinum sportlega GT Stinger concept. Nýr Kia Rio GT á að fá 1,6 lítra og 180 hestafla vél og er honum stefnt gegn Ford Focus ST sem er með 197 hestafla vél. Kia hefur þó áhyggjur af næstu gerð Focus ST sem á að verða vopnaður 250 hestafla vél og er að hugleiða að bjóða öflugri vél í bílinn. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent
Eftir margra ára bið mun Kia loks kynna nýjan GT sportbíl sinn á bílasýningunni í París í október. Framleiðsla á bílsnum á svo að hefjast árið 2017. Kia áformar einnig að smíða kraftaútgáfu af Kia Rio smábílnum til að auka úrval kraftabíla sinna og á hann að verða í boði frá og með árinu 2018. Kia sýndi fyrst hugmyndabílinn GT concept árið 2011 í Frankfürt og var hann með 3,3 lítra bensínvél með forþjöppu og skilaði 389 hestöflum og var með 8 gíra sjálfskiptingu. Nýi GT bílinn á að fá útlitið að merst leiti frá hinum sportlega GT Stinger concept. Nýr Kia Rio GT á að fá 1,6 lítra og 180 hestafla vél og er honum stefnt gegn Ford Focus ST sem er með 197 hestafla vél. Kia hefur þó áhyggjur af næstu gerð Focus ST sem á að verða vopnaður 250 hestafla vél og er að hugleiða að bjóða öflugri vél í bílinn.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent