Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. janúar 2016 14:30 Viðar Örn Kjartansson fer frá Kína til Svíþjóðar. mynd/mff Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, samdi í dag við sænska úrvalsdeildarliðið Malmö til þriggja ára, en nú stendur yfir fréttamannafundur þar sem verið er að kynna hann til leiks. Malmö kaupir Viðar Örn frá kínverska félaginu Jiangsu Sainty sem hann var samningsbundinn í eitt ár til viðbótar. Viðar skoraði níu mörk í 22 leikjum fyrir kínverska liðið og varð bikarmeistari á síðustu leiktíð ásamt Sölva Geir Ottesen. Sænska blaðið Expressen greindi frá því síðastliðinn föstudag að Malmö væri búið að leggja inn kauptilboð í Selfyssinginn, en hann var einnig orðaður við danska félagið AGF í Árósum. Hjá Malmö verður Viðar Örn samherji Kára Árnasonar sem kom til félagsins síðastliðið sumar frá Rotherham á Englandi, en þeir eru einnig samherjar í íslenska landsliðinu. Viðar Örn, sem sló í gegn með Fylki í Pepsi-deildinni 2013, þekkir ágætlega til á Norðurlöndum. Hann varð markakóngur í norsku úrvalsdeildinni 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Malmö er eitt allra stærsta félagið á Norðurlöndum í dag, en það komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar undanfarin tvö ár. Malmö varð síðast Svíþjóðarmeistari 2014, en það hefur unnið titilinn þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og 18 sinnum í heildina. Viðar Örn, sem er uppalinn á Selfossi, á að baki átta leiki með íslenska A-landsliðinu. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum í 2-1 tapi gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, samdi í dag við sænska úrvalsdeildarliðið Malmö til þriggja ára, en nú stendur yfir fréttamannafundur þar sem verið er að kynna hann til leiks. Malmö kaupir Viðar Örn frá kínverska félaginu Jiangsu Sainty sem hann var samningsbundinn í eitt ár til viðbótar. Viðar skoraði níu mörk í 22 leikjum fyrir kínverska liðið og varð bikarmeistari á síðustu leiktíð ásamt Sölva Geir Ottesen. Sænska blaðið Expressen greindi frá því síðastliðinn föstudag að Malmö væri búið að leggja inn kauptilboð í Selfyssinginn, en hann var einnig orðaður við danska félagið AGF í Árósum. Hjá Malmö verður Viðar Örn samherji Kára Árnasonar sem kom til félagsins síðastliðið sumar frá Rotherham á Englandi, en þeir eru einnig samherjar í íslenska landsliðinu. Viðar Örn, sem sló í gegn með Fylki í Pepsi-deildinni 2013, þekkir ágætlega til á Norðurlöndum. Hann varð markakóngur í norsku úrvalsdeildinni 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. Malmö er eitt allra stærsta félagið á Norðurlöndum í dag, en það komst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar undanfarin tvö ár. Malmö varð síðast Svíþjóðarmeistari 2014, en það hefur unnið titilinn þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og 18 sinnum í heildina. Viðar Örn, sem er uppalinn á Selfossi, á að baki átta leiki með íslenska A-landsliðinu. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á dögunum í 2-1 tapi gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33