Vélin sprakk í DYNO mælingu Finnur Thorlacius skrifar 26. janúar 2016 15:32 Meira afl þýðir meira fjör, eða svona yfirleitt. Stundum er ástæða til að fara varlega við að tjúna upp bíla og þessi eigandi annarrar kynslóðar Volkswagen Golf í Brasilíu fór kannski offörum við að auka á hestaflatölu bíls síns. Hann setti bíl sinn hróðugur á DYNO mæli til að finna út hve aflmikill hann var orðinn og gaf allt í botn. Við það sprakk vélin í bílnum með engum smá látum og eldglæringum. Ekki er loku fyrir það skotið að nítro eldsneyti hafi komið þarna við sögu miðað við afleiðingarnar. Enginn virðist þó hafa slasast í hamaganginum ef það er þess virði að kíkja á myndskeiðið af þessu óhappi. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent
Meira afl þýðir meira fjör, eða svona yfirleitt. Stundum er ástæða til að fara varlega við að tjúna upp bíla og þessi eigandi annarrar kynslóðar Volkswagen Golf í Brasilíu fór kannski offörum við að auka á hestaflatölu bíls síns. Hann setti bíl sinn hróðugur á DYNO mæli til að finna út hve aflmikill hann var orðinn og gaf allt í botn. Við það sprakk vélin í bílnum með engum smá látum og eldglæringum. Ekki er loku fyrir það skotið að nítro eldsneyti hafi komið þarna við sögu miðað við afleiðingarnar. Enginn virðist þó hafa slasast í hamaganginum ef það er þess virði að kíkja á myndskeiðið af þessu óhappi.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent