Öflug hýsing og auðveldari uppfærsla 27. janúar 2016 11:00 "Nauðsynlegt er að beita leitarvélabestun fyrir vefi og nýta samfélagsmiðla,“ segir Yngvi. Mynd/Ernir KYNNING - Davíð & Golíat er alhliða tölvu- og fjarskiptafyrirtæki sem sinnir ekki aðeins vefsíðugerð heldur býður upp á öfluga heildarþjónustu í vefhýsingu. Fyrirtækið hefur smíðað vefi fyrir innlenda og erlenda aðila en þjónustar auk þess vefi sem fólk hefur nú þegar sett upp. „Sérstaða okkar snýr að stórum hluta að þeirri heildarþjónustu sem við bjóðum í vefhýsingu en hún gerir fyrirtæki betur í stakk búin að mæta þörfum um hraða, öryggi og aðgengi,“ segir Yngvi Tómasson hjá Davíð & Golíat og bendir á að þekking á hýsingu og tengdum lausnum sé ekki síður mikilvæg en vefsíðugerðin sjálf. „Vefsíðugerð í dag snýst síðan ekki bara um að koma upp fallegum vef sem við leggjum þó vissulega mikla áherslu á, heldur er mikilvægt að hafa vefinn farsíma- og spjaldtölvuvænan, ásamt því að tryggja öryggi og aðgengi að vefnum þannig að hann sé alltaf í lagi og alltaf snöggur til að mæta þörfum þeirra sem vafra um hann.“ „Einnig er orðið nauðsynlegt að beita leitarvélabestun fyrir vefi og nýta samfélagsmiðla eins vel og hægt er,“ segir Yngvi, en þau hjá Davíð og Golíat bjóða upp á sérstakan heildarpakka fyrir fyrirtæki þar sem boðið er upp á vef með leitarvélabestun ásamt örnámskeiði í notkun samfélagsmiðla.Þjónusta vefi sem aðrir hafa smíðað Hjá Davíð & Golíat vinna tæknimenn og forritarar sem hafa sérþekkingu á Wordpress, Joomla og fleiri vefumsjónarkerfum. „Þannig getum við einnig þjónustað fyrirtæki sem eru nú þegar með vefsíður. Í stað þess að fjárfesta í nýjum vef frá grunni geta þau fengið þjónustu hjá okkur við að uppfæra og betrumbæta vef sinn,“ segir hann.Öryggið er mikilvægt Yngvi útskýrir að hýsingarkerfi D&G sé með sérhæfðan stuðning fyrir til dæmis Wordpress og Joomla sem geri uppfærslur og viðhald mun auðveldara. „Þetta er mikilvægt enda mikil þörf á því að vera með öryggismálin í lagi til að tryggja að vefurinn sé ávallt virkur.“ Yngvi segir samstarf D&G við Cloudflare gera þeim kleift að beintengja vefi og spegla út á netið. „Þannig verjumst við DDOS-árásum sambærilegum þeim sem stjórnarráðin og fleiri lentu í vegna hvalveiðistefnu Íslendinga.“Allt á einum stað Yngvi segir flesta viðskiptavini Davíðs & Golíats kjósa að fá alla þjónustu á einum stað en D&G býður upp á nettengingar, póstþjónustu, tölvuþjónustu, vefsíðugerð og alla almenna afritun og hýsingu. „Þetta gerir margt auðveldara fyrir fyrirtækin sem vita hvert þau eiga að leita til að fá upplýsingar eða aðstoð.“Þjónusta innan lands sem utan Davíð og Golíat hefur vaxið mikið frá því fyrirtækið var stofnað 2007 og hefur smíðað vefi fyrir fjölda innlendra fyrirtækja, ríkisstofnana og einstaklinga. Auk þess hefur það smíðað vefi fyrir erlenda aðila. „Þar mætti helst nefna vefinn fyrir Golden Hat Foundation sem breska leikkonan Kate Winslet er í forsvari fyrir og auk þess höfum við unnið fyrir norska tímaritið Verdens Gang,“ segir Yngvi og bendir á vefsíðuna dg.is til frekari glöggvunar. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
KYNNING - Davíð & Golíat er alhliða tölvu- og fjarskiptafyrirtæki sem sinnir ekki aðeins vefsíðugerð heldur býður upp á öfluga heildarþjónustu í vefhýsingu. Fyrirtækið hefur smíðað vefi fyrir innlenda og erlenda aðila en þjónustar auk þess vefi sem fólk hefur nú þegar sett upp. „Sérstaða okkar snýr að stórum hluta að þeirri heildarþjónustu sem við bjóðum í vefhýsingu en hún gerir fyrirtæki betur í stakk búin að mæta þörfum um hraða, öryggi og aðgengi,“ segir Yngvi Tómasson hjá Davíð & Golíat og bendir á að þekking á hýsingu og tengdum lausnum sé ekki síður mikilvæg en vefsíðugerðin sjálf. „Vefsíðugerð í dag snýst síðan ekki bara um að koma upp fallegum vef sem við leggjum þó vissulega mikla áherslu á, heldur er mikilvægt að hafa vefinn farsíma- og spjaldtölvuvænan, ásamt því að tryggja öryggi og aðgengi að vefnum þannig að hann sé alltaf í lagi og alltaf snöggur til að mæta þörfum þeirra sem vafra um hann.“ „Einnig er orðið nauðsynlegt að beita leitarvélabestun fyrir vefi og nýta samfélagsmiðla eins vel og hægt er,“ segir Yngvi, en þau hjá Davíð og Golíat bjóða upp á sérstakan heildarpakka fyrir fyrirtæki þar sem boðið er upp á vef með leitarvélabestun ásamt örnámskeiði í notkun samfélagsmiðla.Þjónusta vefi sem aðrir hafa smíðað Hjá Davíð & Golíat vinna tæknimenn og forritarar sem hafa sérþekkingu á Wordpress, Joomla og fleiri vefumsjónarkerfum. „Þannig getum við einnig þjónustað fyrirtæki sem eru nú þegar með vefsíður. Í stað þess að fjárfesta í nýjum vef frá grunni geta þau fengið þjónustu hjá okkur við að uppfæra og betrumbæta vef sinn,“ segir hann.Öryggið er mikilvægt Yngvi útskýrir að hýsingarkerfi D&G sé með sérhæfðan stuðning fyrir til dæmis Wordpress og Joomla sem geri uppfærslur og viðhald mun auðveldara. „Þetta er mikilvægt enda mikil þörf á því að vera með öryggismálin í lagi til að tryggja að vefurinn sé ávallt virkur.“ Yngvi segir samstarf D&G við Cloudflare gera þeim kleift að beintengja vefi og spegla út á netið. „Þannig verjumst við DDOS-árásum sambærilegum þeim sem stjórnarráðin og fleiri lentu í vegna hvalveiðistefnu Íslendinga.“Allt á einum stað Yngvi segir flesta viðskiptavini Davíðs & Golíats kjósa að fá alla þjónustu á einum stað en D&G býður upp á nettengingar, póstþjónustu, tölvuþjónustu, vefsíðugerð og alla almenna afritun og hýsingu. „Þetta gerir margt auðveldara fyrir fyrirtækin sem vita hvert þau eiga að leita til að fá upplýsingar eða aðstoð.“Þjónusta innan lands sem utan Davíð og Golíat hefur vaxið mikið frá því fyrirtækið var stofnað 2007 og hefur smíðað vefi fyrir fjölda innlendra fyrirtækja, ríkisstofnana og einstaklinga. Auk þess hefur það smíðað vefi fyrir erlenda aðila. „Þar mætti helst nefna vefinn fyrir Golden Hat Foundation sem breska leikkonan Kate Winslet er í forsvari fyrir og auk þess höfum við unnið fyrir norska tímaritið Verdens Gang,“ segir Yngvi og bendir á vefsíðuna dg.is til frekari glöggvunar.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira