Viðar Örn: Hjálpar mér að komast í byrjunarliðið í landsliðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. janúar 2016 15:00 Viðar Örn vonast eftir byrjunarliðssæti í landsliðinu. vísir/afp Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænska stórliðið Malmö. Viðar Örn spilaði á síðustu leiktíð með kínverska liðinu Jiangsu Sainty þar sem hann skoraði níu mörk í 22 deildarleikjum og varð bikarmeistari ásamt Sölva Geir Ottesen. „Mér líkaði ekki lífið utan fótboltans í Kína og ég vildi komast aftur til Evrópu. Þetta skref hjálpar mér líka held ég að komast í byrjunarliðið hjá landsliðinu,“ sagði Viðar Örn á fréttamannafundi Malmö í dag, aðspurður um ástæðu vistaskiptanna. Hann sagðist hafa notið góðs af því að spila í Kína og telur sig vera betri leikmann en þegar hann varð markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar með Vålerenga 2014. „Ég er betri að spila fyrir liðið núna. Í Noregi var ég eiginlega bara að skora mörk en leikstíllinn var ekki nógu góður. Núna er ég betri með boltann,“ sagði Viðar sem var eftirsóttur þegar ljóst var að hann myndi yfirgefa Kína. „Það voru mörg félög áhugasöm en Malmö er frábær klúbbur og ég vildi mest koma hingað af öllum sem sýndu mér áhuga,“ sagði Viðar. „Ástæðan fyrir því er helst árangur liðsins í Evrópukeppnum undanfarin ár. Svo er heimavöllurinn sterkur og Malmö er líka bara fallegur staður.“ Viðar verður nú samherji landsliðsmiðvarðarins Kára Árnasonar sem gekk í raðir Malmö frá Rotherham síðasta sumar. Hann ræddi við Kára áður en hann skrifaði undir. „Hann talar bara vel um félagið, liðið og stuðningsmennina. Hann segir Malmö alveg frábært,“ sagði Viðar Örn Kjartansson. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33 Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænska stórliðið Malmö. Viðar Örn spilaði á síðustu leiktíð með kínverska liðinu Jiangsu Sainty þar sem hann skoraði níu mörk í 22 deildarleikjum og varð bikarmeistari ásamt Sölva Geir Ottesen. „Mér líkaði ekki lífið utan fótboltans í Kína og ég vildi komast aftur til Evrópu. Þetta skref hjálpar mér líka held ég að komast í byrjunarliðið hjá landsliðinu,“ sagði Viðar Örn á fréttamannafundi Malmö í dag, aðspurður um ástæðu vistaskiptanna. Hann sagðist hafa notið góðs af því að spila í Kína og telur sig vera betri leikmann en þegar hann varð markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar með Vålerenga 2014. „Ég er betri að spila fyrir liðið núna. Í Noregi var ég eiginlega bara að skora mörk en leikstíllinn var ekki nógu góður. Núna er ég betri með boltann,“ sagði Viðar sem var eftirsóttur þegar ljóst var að hann myndi yfirgefa Kína. „Það voru mörg félög áhugasöm en Malmö er frábær klúbbur og ég vildi mest koma hingað af öllum sem sýndu mér áhuga,“ sagði Viðar. „Ástæðan fyrir því er helst árangur liðsins í Evrópukeppnum undanfarin ár. Svo er heimavöllurinn sterkur og Malmö er líka bara fallegur staður.“ Viðar verður nú samherji landsliðsmiðvarðarins Kára Árnasonar sem gekk í raðir Malmö frá Rotherham síðasta sumar. Hann ræddi við Kára áður en hann skrifaði undir. „Hann talar bara vel um félagið, liðið og stuðningsmennina. Hann segir Malmö alveg frábært,“ sagði Viðar Örn Kjartansson.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33 Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Malmö Landsliðsframherjinn verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag. 27. janúar 2016 12:33
Viðar Örn samdi við Malmö til þriggja ára Landsliðsframherjinn orðinn samherji Kára Árnasonar í Svíþjóð. 27. janúar 2016 14:30