Þingmaður segir starfsmenn Landsbankans upplifa vanlíðan við störf sín alla daga Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. janúar 2016 15:53 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sendi Landsbanknum erindi og spurði hvort ekki standi fyrir dyrum að skipta um stjórnendur í bankanum. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að stór hluti starfsmanna Landsbankans upplifi vanlíðan við störf sín alla daga. Þetta sagði hann á þingi í dag þar sem hann ræddi um vantraust almennings á Landsbankanum og stjórnendum eftir fréttir af sölu Borgunar. „Siðferðisbrestir í íslensku samfélagi eru sífellt meira áberandi og nánast áþreifanlegir í daglegu lífi okkar. Siðferði í stjórnkerfinu hrakar samkvæmt mælingum og þar ganga fremstir í flokki stjórnendur fjármálastofnana,“ sagði hann í ræðu sinni og vísaði annars vegar til sölu Arion banka á hlutum í Símanum og svo viðskipta Landsbankans með hluti í Borgun. „Yfirmenn Landsbankans hafa ekki axlað ábyrgð á ófaglegum vinnubrögðum sem sköðuðu bankann sem kominn er í ruslflokk í augum fólksins í landinu. En bankinn þarf að spara til að ná til baka axarsköftunum í stjórn bankans og hvert lýta yfirmenn bankans þá? Jú þeir höggva á garðann þar sem hann er lægstur,“ sagði Ásmundur. Tók hann dæmi af uppsögn spastísks manns úr útibúi bankans í Reykjanesbæ. Maðurinn, sem Ásmundur sagði að hefði verið nýkominn aftur til starfa í bankanum eftir að hafa lent í bílslysi, hafi verið látinn hætta; annaðhvort með því að skrifa undir starfslokasamning eða með uppsögn. Ásmundur furðaði sig á þessu og sagðist hafa sent stjórn bankans erindi. „Ég sendi þá spurningu til stjórnar Landsbankans hvort ekki standi fyrir dyrum skipulagsbreytingar í efstu lögum bankans. Þar sitja stjórnendur sem eru rúnir öllu trausti almennings og stór hluti starfsmanna upplifir vanlíðan við störf sín alla daga,“ sagði hann á þinginu. Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að stór hluti starfsmanna Landsbankans upplifi vanlíðan við störf sín alla daga. Þetta sagði hann á þingi í dag þar sem hann ræddi um vantraust almennings á Landsbankanum og stjórnendum eftir fréttir af sölu Borgunar. „Siðferðisbrestir í íslensku samfélagi eru sífellt meira áberandi og nánast áþreifanlegir í daglegu lífi okkar. Siðferði í stjórnkerfinu hrakar samkvæmt mælingum og þar ganga fremstir í flokki stjórnendur fjármálastofnana,“ sagði hann í ræðu sinni og vísaði annars vegar til sölu Arion banka á hlutum í Símanum og svo viðskipta Landsbankans með hluti í Borgun. „Yfirmenn Landsbankans hafa ekki axlað ábyrgð á ófaglegum vinnubrögðum sem sköðuðu bankann sem kominn er í ruslflokk í augum fólksins í landinu. En bankinn þarf að spara til að ná til baka axarsköftunum í stjórn bankans og hvert lýta yfirmenn bankans þá? Jú þeir höggva á garðann þar sem hann er lægstur,“ sagði Ásmundur. Tók hann dæmi af uppsögn spastísks manns úr útibúi bankans í Reykjanesbæ. Maðurinn, sem Ásmundur sagði að hefði verið nýkominn aftur til starfa í bankanum eftir að hafa lent í bílslysi, hafi verið látinn hætta; annaðhvort með því að skrifa undir starfslokasamning eða með uppsögn. Ásmundur furðaði sig á þessu og sagðist hafa sent stjórn bankans erindi. „Ég sendi þá spurningu til stjórnar Landsbankans hvort ekki standi fyrir dyrum skipulagsbreytingar í efstu lögum bankans. Þar sitja stjórnendur sem eru rúnir öllu trausti almennings og stór hluti starfsmanna upplifir vanlíðan við störf sín alla daga,“ sagði hann á þinginu.
Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira