Grasalæknir skrifar vörubílstjórabók Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 29. janúar 2016 10:00 Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir skrifaði bókina Vörubílstjórar á vegum úti. Hún sagði verkefnið hafa verið mjög skemmtilegt. Ernir Anna Rósa Róbertsdóttir er oftast tengd við grasalækningar. Það kom því að minnsta kosti einhverjum á óvart að út kæmi bók um vörubílstjóra eftir hana en fyrir síðustu jól kom út bókin „Vörubílstjórar á vegum úti" þar sem Anna Rósa fjallar um sögu Vörubílstjórafélagsins Mjölnis. „Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þessa bók er einföld. Fyrir um tveimur árum hringdi pabbi í mig og bókstaflega sagði mér að ég ætti að skrifa bók fyrir þá. Ég hváði og sagði: „Nei, ég er ekki að fara að skrifa um vörubíla!“ En svo hugsaði ég mig um í um það bil einn dag og ákvað þá að slá til, þó þetta væri passlega mikið út fyrir þægindarammann og vel það þar sem ég hef engan áhuga á bílum,“ lýsir Anna Rósa í léttum dúr. Hún bætir við að verkefnið hafi svo reynst vera alveg sérstaklega skemmtilegt.Róbert Róbertsson hefur aldrei séð ástæðu til að nota tölvu á skrifstofunni en reiknar þess í stað öll útboð og annað í höndunum. Að auki greiðir hann alla reikninga með ávísunum og verður það að teljast harla óvenjulegt í dag. Róbert hefur verið félagi í Mjölni í 64 ár og hefur á þeim tíma gegnt öllum embættum í félaginu.Þrátt fyrir áhugaleysi sitt á bílum hafði Anna Rósa smávegis innsýn í heim vörubílstjóra þar sem faðir hennar, Róbert Róbertsson, framkvæmdastjóri vörubílstjórafélagsins Mjölnis, var vörubílstjóri á árum áður og fékk dóttirin oft að sitja í. „Ég þekki tungumálið og menninguna út frá því þannig að þetta er svolítið í blóðinu þó ég hafi engan áhuga á þessu. Pabbi hefur hins vegar lifað og hrærst í þessum heimi nánast alla tíð. Hann er enn í fullu starfi í dag orðinn 91 árs gamall. Hann keyrði sjálfur lengi en hætti akstri árið 1998 og hafði þá unnið sem vörubílstjóri samfleytt í 47 ár.“ Róbert er núverandi framkvæmdastjóri Mjölnis og hefur gegnt því starfi samfleytt í 23 ár. „Honum finnst það bara tóm vitleysa að setjast í helgan stein, það sé mun gáfulegra að vinna enda heldur það honum algjörlega gangandi,“ segir Anna Rósa og brosir.Fyrsti vörubíll Róberts, föður Önnu Rósu, af tegundinni Austin, árgerð 1946.Snýr sér aftur að grösunum Vörubílstjórar á vegum úti fékk mun betri viðtökur en búist var við og seldist nánast upp en ekki er stefnt að því að endurprenta hana. Bókakaffið á Selfossi á nokkur eintök eftir og eins eru einhver eintök enn þá til á skrifstofu Mjölnis. „Það er engin ástæða til þess að prenta fleiri bækur. Þetta er búið og núna þarf bara að halda áfram að keyra bílana,“ segir Anna Rósa og hlær. Bókina prýða fjölmargar góðar ljósmyndir sem lýsa tíðarandanum alveg til dagsins í dag. Mikið var lagt upp úr myndum og útliti en einnig eru skemmtileg viðtöl og sögur úr bransanum í henni. „Vörubílstjórarnir sem ég talaði við sögðu skemmtilegar sögur og mundu ótrúlega mikið. Þeir voru með allt á hreinu, meira að segja um verk frá 1945, enda er þetta algjörlega þeirra heimur. Aftast í bókinni er svo félagatal Mjölnis en engar myndir voru til hjá félaginu þannig að við lögðum mikið á okkur við að fá myndir. Við hringdum í alla sem voru á lífi og í ættingja látinna manna og fengum myndir hjá þeim. Fólk var mjög tilbúið að aðstoða okkur, það voru margir sem komu að þessu og náðust myndir af nánast öllum auk þess sem margir sendu fleiri myndir með.“ Að sögn Önnu Rósu er Vörubílstjórafélagið Mjölnir ekki mjög tölvuvætt. Við gerð bókarinnar sat hún því og las fundargerðir í marga mánuði. Hún fullyrðir að þetta sé síðasta bókin sem hún skrifar en bætir hlæjandi við að hún hafi reyndar sagt það líka áður en hún skrifaði þessa bók. „Ef mjólkurbílstjórar hringja í mig þá segi ég nei! Ég er mjög ánægð með hvað vel tókst til með þessa bók og er hún mikill minnisvarði fyrir þessa menn og þennan tíma. Gerð bókarinnar tók svo mikinn tíma frá minni eigin vinnu að núna vil ég helst bara hugsa um grös og grasalækningar. Ég stefni því á að hella mér á fullu út í það aftur enda saknaði ég þess þó þetta hafi verið gaman.“ Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent
Anna Rósa Róbertsdóttir er oftast tengd við grasalækningar. Það kom því að minnsta kosti einhverjum á óvart að út kæmi bók um vörubílstjóra eftir hana en fyrir síðustu jól kom út bókin „Vörubílstjórar á vegum úti" þar sem Anna Rósa fjallar um sögu Vörubílstjórafélagsins Mjölnis. „Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þessa bók er einföld. Fyrir um tveimur árum hringdi pabbi í mig og bókstaflega sagði mér að ég ætti að skrifa bók fyrir þá. Ég hváði og sagði: „Nei, ég er ekki að fara að skrifa um vörubíla!“ En svo hugsaði ég mig um í um það bil einn dag og ákvað þá að slá til, þó þetta væri passlega mikið út fyrir þægindarammann og vel það þar sem ég hef engan áhuga á bílum,“ lýsir Anna Rósa í léttum dúr. Hún bætir við að verkefnið hafi svo reynst vera alveg sérstaklega skemmtilegt.Róbert Róbertsson hefur aldrei séð ástæðu til að nota tölvu á skrifstofunni en reiknar þess í stað öll útboð og annað í höndunum. Að auki greiðir hann alla reikninga með ávísunum og verður það að teljast harla óvenjulegt í dag. Róbert hefur verið félagi í Mjölni í 64 ár og hefur á þeim tíma gegnt öllum embættum í félaginu.Þrátt fyrir áhugaleysi sitt á bílum hafði Anna Rósa smávegis innsýn í heim vörubílstjóra þar sem faðir hennar, Róbert Róbertsson, framkvæmdastjóri vörubílstjórafélagsins Mjölnis, var vörubílstjóri á árum áður og fékk dóttirin oft að sitja í. „Ég þekki tungumálið og menninguna út frá því þannig að þetta er svolítið í blóðinu þó ég hafi engan áhuga á þessu. Pabbi hefur hins vegar lifað og hrærst í þessum heimi nánast alla tíð. Hann er enn í fullu starfi í dag orðinn 91 árs gamall. Hann keyrði sjálfur lengi en hætti akstri árið 1998 og hafði þá unnið sem vörubílstjóri samfleytt í 47 ár.“ Róbert er núverandi framkvæmdastjóri Mjölnis og hefur gegnt því starfi samfleytt í 23 ár. „Honum finnst það bara tóm vitleysa að setjast í helgan stein, það sé mun gáfulegra að vinna enda heldur það honum algjörlega gangandi,“ segir Anna Rósa og brosir.Fyrsti vörubíll Róberts, föður Önnu Rósu, af tegundinni Austin, árgerð 1946.Snýr sér aftur að grösunum Vörubílstjórar á vegum úti fékk mun betri viðtökur en búist var við og seldist nánast upp en ekki er stefnt að því að endurprenta hana. Bókakaffið á Selfossi á nokkur eintök eftir og eins eru einhver eintök enn þá til á skrifstofu Mjölnis. „Það er engin ástæða til þess að prenta fleiri bækur. Þetta er búið og núna þarf bara að halda áfram að keyra bílana,“ segir Anna Rósa og hlær. Bókina prýða fjölmargar góðar ljósmyndir sem lýsa tíðarandanum alveg til dagsins í dag. Mikið var lagt upp úr myndum og útliti en einnig eru skemmtileg viðtöl og sögur úr bransanum í henni. „Vörubílstjórarnir sem ég talaði við sögðu skemmtilegar sögur og mundu ótrúlega mikið. Þeir voru með allt á hreinu, meira að segja um verk frá 1945, enda er þetta algjörlega þeirra heimur. Aftast í bókinni er svo félagatal Mjölnis en engar myndir voru til hjá félaginu þannig að við lögðum mikið á okkur við að fá myndir. Við hringdum í alla sem voru á lífi og í ættingja látinna manna og fengum myndir hjá þeim. Fólk var mjög tilbúið að aðstoða okkur, það voru margir sem komu að þessu og náðust myndir af nánast öllum auk þess sem margir sendu fleiri myndir með.“ Að sögn Önnu Rósu er Vörubílstjórafélagið Mjölnir ekki mjög tölvuvætt. Við gerð bókarinnar sat hún því og las fundargerðir í marga mánuði. Hún fullyrðir að þetta sé síðasta bókin sem hún skrifar en bætir hlæjandi við að hún hafi reyndar sagt það líka áður en hún skrifaði þessa bók. „Ef mjólkurbílstjórar hringja í mig þá segi ég nei! Ég er mjög ánægð með hvað vel tókst til með þessa bók og er hún mikill minnisvarði fyrir þessa menn og þennan tíma. Gerð bókarinnar tók svo mikinn tíma frá minni eigin vinnu að núna vil ég helst bara hugsa um grös og grasalækningar. Ég stefni því á að hella mér á fullu út í það aftur enda saknaði ég þess þó þetta hafi verið gaman.“
Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent