Standardinn hár í Got Talent á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. janúar 2016 09:00 Andrew Wightman hefur komið víða við en kann sérlega vel við sig á Íslandi. Mér þykir mjög vænt um Ísland, þetta land á sérstakan stað í hjarta mér,“ segir Andrew Wightman en hann er executive producer eða framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Global Entertainment at FremantleMedia, sem er fyrirtækið sem stendur á bak við framleiðslu Got Talent þáttanna um heim allan. Andrew hefur ferðast um heiminn og unnið við að aðstoða þá aðila sem standa á bak við Got Talent þættina í hinum ýmsu löndum en þættirnir eru framleiddir í 69 löndum. Hann fer því og veitir aðstandendum þátttanna í hverju landi ráðgjöf og sér til þess að allt fari rétt fram. „Á síðasta ári fór ég til 45 eða 50 landa til þess að aðstoða, veita ráðgjöf og sjá til þess að allt fari rétt fram. Þetta er auðvitað misjafnt á milli landa. Sum lönd sérhæfa sig frekar í einhverju ákveðnu og svo skiptir líka máli hvort það eru aðrar keppnir í landinu. Ef landið hefur ekki söngvakeppnir eins og The Voice til dæmis þá getum við haft fleiri söngvara í Got Talent þáttunum í því landi og þess háttar,“ segir Andrew, spurður út í muninn á milli landanna.Wightman leist ekki á blikuna þegar hann heyrði að Gauti væri rappari, en varð fljótlega yfir sig ánægður með kappann.vísir/vilhelmHár standard á Íslandi Andrew hefur sinnt starfinu í rúm átta ár og fer hann fögrum orðum um íslensku Got Talent þættina. Hann segir standardinn háan hér á landi og þá sérstaklega þegar tekið er með í reikninginn hve fámenn þjóð Ísland er. „Standardinn er mjög hár á Íslandi. Þetta er mjög fámenn þjóð og mér finnst Íslendingar líka vera einstaklega móttækileg þjóð, þar er fólk ekki að baula hvert á annað og allir fá séns á að tjá sig.“ Ísland er jafnframt minnsta þjóðina sem Andrew hefur aðstoðað við uppsetningu Got Talent. Alls hefur hann komið hingað til lands sex sinnum, tvisvar í frí og fjórum sinnum í vinnuferðir. Hann hefur tvisvar komið til landsins í tengslum við nýjustu þáttaröðina, á undirbúningstímabilinu og svo í fyrstu áheyrnarprufurnar. Rapparinn Emmsjé Gauti sem er kynnir í nýjustu þáttaröðinni heillaði Andrew upp úr skónum. „Ég var sérstaklega hrifinn af nýja kynninum. Fyrst var ég bara, guð minn góður, þetta er rappari! Þetta mun ekki ganga, en svo kom í ljós að hann er algjör toppmaður. Hann nær að tengjast fólkinu og keppendum mjög fljótt og er góður hlustandi,“ segir Andrew alsæll með Emmsjé Gauta.Sérfræðingar á sínu sviði Nýir einstaklingar hafa eins og flestir vita tyllt sér í dómarasætin. Spurður út í hvort hann og hans fólk þurfi að samþykkja dómarana hefur Andrew þetta að segja: „Við þurfum að samþykkja dómarana. Það væri hrokafullt að mér að segja að við þekkjum Íslendinga það vel, að við vitum og ættum að velja hverjir séu bestir í dómarasætið. En það sem við skoðum og metum er reynsla dómaranna og við viljum að þeir séu sérfræðingar á sínu sviði. Við viljum að almenningur geti hugsað með sér, ég skil af hverju hann eða hún er dómari. Fólk með misjafna reynslu og skoðanir, sem er hreinskilið og segir það sem því finnst, er gott í sjónvarpið,“ útskýrir Andrew.Vill sjá norðurljósin Hann kemur aftur til landsins þegar beinar útsendingar hefjast á þáttunum og hlakkar til að koma aftur. „Ég hlakka til að koma aftur og vonast til að sjá norðurljósin næst þegar ég kem,“ bætir Andrew við og hlær. Got Talent hóf göngu sína árið 2005 í Bretlandi og var þátturinn þá meira hugsaður sem skemmtiþáttur heldur en keppni. Svo fór þátturinn til Bandaríkjanna og varð geysivinsæll og hefur farið sigurför um heiminn síðan. Þriðja serían af Ísland Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn kemur. Ísland Got Talent Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftarsöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússland aftur í Eurovision - undirskriftarsöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Sjá meira
Mér þykir mjög vænt um Ísland, þetta land á sérstakan stað í hjarta mér,“ segir Andrew Wightman en hann er executive producer eða framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Global Entertainment at FremantleMedia, sem er fyrirtækið sem stendur á bak við framleiðslu Got Talent þáttanna um heim allan. Andrew hefur ferðast um heiminn og unnið við að aðstoða þá aðila sem standa á bak við Got Talent þættina í hinum ýmsu löndum en þættirnir eru framleiddir í 69 löndum. Hann fer því og veitir aðstandendum þátttanna í hverju landi ráðgjöf og sér til þess að allt fari rétt fram. „Á síðasta ári fór ég til 45 eða 50 landa til þess að aðstoða, veita ráðgjöf og sjá til þess að allt fari rétt fram. Þetta er auðvitað misjafnt á milli landa. Sum lönd sérhæfa sig frekar í einhverju ákveðnu og svo skiptir líka máli hvort það eru aðrar keppnir í landinu. Ef landið hefur ekki söngvakeppnir eins og The Voice til dæmis þá getum við haft fleiri söngvara í Got Talent þáttunum í því landi og þess háttar,“ segir Andrew, spurður út í muninn á milli landanna.Wightman leist ekki á blikuna þegar hann heyrði að Gauti væri rappari, en varð fljótlega yfir sig ánægður með kappann.vísir/vilhelmHár standard á Íslandi Andrew hefur sinnt starfinu í rúm átta ár og fer hann fögrum orðum um íslensku Got Talent þættina. Hann segir standardinn háan hér á landi og þá sérstaklega þegar tekið er með í reikninginn hve fámenn þjóð Ísland er. „Standardinn er mjög hár á Íslandi. Þetta er mjög fámenn þjóð og mér finnst Íslendingar líka vera einstaklega móttækileg þjóð, þar er fólk ekki að baula hvert á annað og allir fá séns á að tjá sig.“ Ísland er jafnframt minnsta þjóðina sem Andrew hefur aðstoðað við uppsetningu Got Talent. Alls hefur hann komið hingað til lands sex sinnum, tvisvar í frí og fjórum sinnum í vinnuferðir. Hann hefur tvisvar komið til landsins í tengslum við nýjustu þáttaröðina, á undirbúningstímabilinu og svo í fyrstu áheyrnarprufurnar. Rapparinn Emmsjé Gauti sem er kynnir í nýjustu þáttaröðinni heillaði Andrew upp úr skónum. „Ég var sérstaklega hrifinn af nýja kynninum. Fyrst var ég bara, guð minn góður, þetta er rappari! Þetta mun ekki ganga, en svo kom í ljós að hann er algjör toppmaður. Hann nær að tengjast fólkinu og keppendum mjög fljótt og er góður hlustandi,“ segir Andrew alsæll með Emmsjé Gauta.Sérfræðingar á sínu sviði Nýir einstaklingar hafa eins og flestir vita tyllt sér í dómarasætin. Spurður út í hvort hann og hans fólk þurfi að samþykkja dómarana hefur Andrew þetta að segja: „Við þurfum að samþykkja dómarana. Það væri hrokafullt að mér að segja að við þekkjum Íslendinga það vel, að við vitum og ættum að velja hverjir séu bestir í dómarasætið. En það sem við skoðum og metum er reynsla dómaranna og við viljum að þeir séu sérfræðingar á sínu sviði. Við viljum að almenningur geti hugsað með sér, ég skil af hverju hann eða hún er dómari. Fólk með misjafna reynslu og skoðanir, sem er hreinskilið og segir það sem því finnst, er gott í sjónvarpið,“ útskýrir Andrew.Vill sjá norðurljósin Hann kemur aftur til landsins þegar beinar útsendingar hefjast á þáttunum og hlakkar til að koma aftur. „Ég hlakka til að koma aftur og vonast til að sjá norðurljósin næst þegar ég kem,“ bætir Andrew við og hlær. Got Talent hóf göngu sína árið 2005 í Bretlandi og var þátturinn þá meira hugsaður sem skemmtiþáttur heldur en keppni. Svo fór þátturinn til Bandaríkjanna og varð geysivinsæll og hefur farið sigurför um heiminn síðan. Þriðja serían af Ísland Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn kemur.
Ísland Got Talent Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftarsöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússland aftur í Eurovision - undirskriftarsöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Sjá meira