Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. janúar 2016 07:00 Dega-fjölskyldan hyggst höfða einkamál á hendur ríkinu í því skyni að fá úrskurði kærunefndar útlendingamála snúið og freista þess að halda áfram að búa í örygginu á Íslandi. vísir/anton Dega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þann 14. október á síðasta ári synjaði Útlendingastofnun fjölskyldunni um hæli, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þann 7. janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar og gerði fjölskyldunni að yfirgefa landið. Sótt hefur verið um frestun réttaráhrifa þeirrar ákvörðunar og er beðið eftir niðurstöðu þar að lútandi. Fyrst nú um þessar mundir kemur fjölskyldan fram í fjölmiðlum og segir sína sögu. Áður hafði hún óttast að segja sögu sína. Þau Nazmie og Skender Dega bjuggu fyrir flóttann ásamt þremur börnum sínum, þeim Visar, Joniada og Viken, í Tropoje í Albaníu. Hjónin eru bæði kennaramenntuð og Skender er þar að auki með meistarapróf í stjórnsýslu og alþjóðarétti. Stjórnmálaþátttaka Skenders hefur haft afdrifarík áhrif á velferð og öryggi fjölskyldunnar. Hann var félagi í albanska demókrataflokknum. Eftir að flokkurinn lenti í minnihluta árið 2013 fann fjölskyldan fyrir mismunun. „Ég var rekinn og fann fljótt að ég gat ekki fengið aðra vinnu. Það var útilokað. Það var búið að útskúfa mér,“ segir Skender sem kveður Nazmie einnig hafa verið rekna. „Þá hafa okkur borist hótanir um líflát og ofbeldi frá valdamiklum manni í meirihlutanum sem er við völd í Tropoje. Við erum ekki örugg og getum ekki reitt okkur á aðstoð frá yfirvöldum. Spillingin er of mikil og ítök þess flokks sem nú er við völd ná til lögreglunnar.“ Nazmie tekur til máls: „Einn daginn þá er ég beðin um að skrifa undir plagg þar sem ég skrái mig í annan stjórnmálaflokk. Ég neitaði og var strax sagt upp störfum.“ Skender segir þau hafa fengið nóg. „Ég og konan mín erum útskúfuð, okkur hefur verið hótað og við óttumst mjög um líf okkar og velferð. Streitan sem aðstæður okkar hafa valdið hefur tekið sinn toll. Ég fékk heilablóðfall og sonur minn veiktist mjög skyndilega.“ Að sögn Skenders er geðheilbrigðisþjónustuna í Albaníu mjög vanþróuð og dýr. „Heilbrigðiskerfið er mjög veikburða og það er líka spillt. Lyf eru seld af einkaaðilum og alls ekki til nauðsynleg lyf við öllum sjúkdómum. Við þurftum að fara með drenginn úr landi til að fá greiningu og rétt lyf. Nú þegar hann er kominn til Íslands svarar hann í fyrsta skipti meðferð,“ segir Skender. Nú er kærunefnd útlendingamála hefur vísað fjölskyldunni úr landi taka dómstólarnir við. Fjölskyldan hyggst höfða einkamál gegn ríkinu í því skyni að fá úrskurðinum snúið við og freista þess þannig að fá að halda áfram að búa í örygginu á Íslandi. „Við getum ekki farið til baka. Þá er þetta bara búið,“ segir Skender. Flóttamenn Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Dega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þann 14. október á síðasta ári synjaði Útlendingastofnun fjölskyldunni um hæli, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þann 7. janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar og gerði fjölskyldunni að yfirgefa landið. Sótt hefur verið um frestun réttaráhrifa þeirrar ákvörðunar og er beðið eftir niðurstöðu þar að lútandi. Fyrst nú um þessar mundir kemur fjölskyldan fram í fjölmiðlum og segir sína sögu. Áður hafði hún óttast að segja sögu sína. Þau Nazmie og Skender Dega bjuggu fyrir flóttann ásamt þremur börnum sínum, þeim Visar, Joniada og Viken, í Tropoje í Albaníu. Hjónin eru bæði kennaramenntuð og Skender er þar að auki með meistarapróf í stjórnsýslu og alþjóðarétti. Stjórnmálaþátttaka Skenders hefur haft afdrifarík áhrif á velferð og öryggi fjölskyldunnar. Hann var félagi í albanska demókrataflokknum. Eftir að flokkurinn lenti í minnihluta árið 2013 fann fjölskyldan fyrir mismunun. „Ég var rekinn og fann fljótt að ég gat ekki fengið aðra vinnu. Það var útilokað. Það var búið að útskúfa mér,“ segir Skender sem kveður Nazmie einnig hafa verið rekna. „Þá hafa okkur borist hótanir um líflát og ofbeldi frá valdamiklum manni í meirihlutanum sem er við völd í Tropoje. Við erum ekki örugg og getum ekki reitt okkur á aðstoð frá yfirvöldum. Spillingin er of mikil og ítök þess flokks sem nú er við völd ná til lögreglunnar.“ Nazmie tekur til máls: „Einn daginn þá er ég beðin um að skrifa undir plagg þar sem ég skrái mig í annan stjórnmálaflokk. Ég neitaði og var strax sagt upp störfum.“ Skender segir þau hafa fengið nóg. „Ég og konan mín erum útskúfuð, okkur hefur verið hótað og við óttumst mjög um líf okkar og velferð. Streitan sem aðstæður okkar hafa valdið hefur tekið sinn toll. Ég fékk heilablóðfall og sonur minn veiktist mjög skyndilega.“ Að sögn Skenders er geðheilbrigðisþjónustuna í Albaníu mjög vanþróuð og dýr. „Heilbrigðiskerfið er mjög veikburða og það er líka spillt. Lyf eru seld af einkaaðilum og alls ekki til nauðsynleg lyf við öllum sjúkdómum. Við þurftum að fara með drenginn úr landi til að fá greiningu og rétt lyf. Nú þegar hann er kominn til Íslands svarar hann í fyrsta skipti meðferð,“ segir Skender. Nú er kærunefnd útlendingamála hefur vísað fjölskyldunni úr landi taka dómstólarnir við. Fjölskyldan hyggst höfða einkamál gegn ríkinu í því skyni að fá úrskurðinum snúið við og freista þess þannig að fá að halda áfram að búa í örygginu á Íslandi. „Við getum ekki farið til baka. Þá er þetta bara búið,“ segir Skender.
Flóttamenn Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira