Eigum eflaust höfðatölumet í þessu eins og öðru Magnús Guðmundsson skrifar 28. janúar 2016 11:30 Daníel Bjarnason stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á opnunartónleikum Myrkra músíkdaga í kvöld. Visir/Ernir Opnunartónleikar Myrkra músíkdaga í ár eru stórtónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Efnisskráin er einkar glæsileg en á tónleikunum verða m.a. frumfluttir tveir nýir íslenskir konsertar. Tónleikarnir hefjast með frumflutningi Melkorku Ólafsdóttur þverflautuleikara á nýjum konsert eftir Áskel Másson fyrir sólóflautu, hörpu, slagverk og strengi. Tónverkið Strati eftir Hauk Tómasson er næst á dagskrá en verkið var frumflutt árið 1992 og hlaut Haukur Tónskáldaverðlaun Ríkisútvarpsins fyrir verkið tveimur árum síðar. Eina erlenda verkið á efnisskránni er Act eftir Rolf Wallin, eitt helsta nútímatónskáld Norðmanna. Síðast á dagskrá er svo frumflutningur Víkings Heiðars Ólafssonar á píanókonsert Þórðar Magnússonar. Stjórnandi á tónleikunum er Daníel Bjarnason og hann segir það gleðiefni að Sinfóníuhljómsveitin sé að fara að frumflytja tvo nýja íslenska konserta á einu kvöldi. „Áskell samdi flautukonsertinn sérstaklega fyrir Melkorku Ólafsdóttur. Það er náttúrustemning í þessu verki sem er mjög fallegt og það er fyrir aðeins minni hljómsveit, aðallega strengi, slagverk og hörpu auk flautuleikarans. Áskell heyrði Melkorku spila Takemitsu-konsert með hljómsveitinni fyrir nokkrum árum og hreifst svo af þeim flutningi að hann samdi þetta verk sérstaklega fyrir hana í framhaldinu, innblásið af þeim flutningi.“ Hinn konsertinn er hins vegar stór og mikill píanókonsert eftir Þórð sem Víkingur spilar. „Það er gaman að því að þetta eru mjög ólík verk, þau eiginlega gætu ekki verið ólíkari. En þau sýna líka skemmtilega ólíkar hliðar og hversu mikil fjölbreytni er í því sem er að gerast í nýrri íslenskri tónlist.“Mikilvægt að staldra við Það er óneitanlega kynslóðamunur á tónskáldunum að baki verkum kvöldsins en Daníel segist ekki hafa hugsað þetta út frá því. „Í akkúrat þessu prógrammi þá hef ég ekki spáð í þetta. Ég held að maður þurfi að taka fleiri verk til þess að finna fyrir kynslóðamun. Þetta er frekar spurning um persónueinkenni tónskáldanna. Það eru mjög skýr höfundareinkenni á öllum þessum íslensku verkum en kannski er helst hægt að segja að verk Áskels sé aðeins óvenjulegt fyrir hann. Hann hefur skrifað mikið af konsertum og þetta verk hefur sterkan lit sem sker sig aðeins frá öðru sem hann hefur skrifað en svo eru höfundareinkennin líka til staðar þrátt fyrir allt. En það er líka gaman að hafa þarna eldra verk eftir Hauk, sem er eitt af okkar bestu tónskáldum, því það gefur okkur tækifæri til þess að skoða það að nýju. Það er mikilvægt að við tökum þessi eldri verk tónskáldanna okkar og flytjum þau aftur en flytjum ekki alltaf bara nýjustu verkin vegna þess að það þarf stundum að staldra við og líta til baka.“Mikilvægir tónleikar Daníel tekur undir að það sé sannkallað blómaskeið um þessar mundir í íslenskri tónlist. „Já, ekki spurning. Það eru margir að semja og mikill áhugi, ekki bara hér heldur úti um allan heim, á nýrri skrifaðri íslenskri tónlist. Við vitum öll um áhugann á popptónlist en það er líka mjög mikill áhugi á skrifaðri íslenskri tónlist og hann finnst mér alltaf vera að aukast. Það eru í raun ótrúlega mörg íslensk tónskáld að semja eftir pöntun út fyrir landsteinana, svo mörg að ætli við eigum ekki einhvers konar höfðatölumet í því eins og öðru. Hátíð á borð við Myrka músíkdaga er líka rosalega mikilvæg fyrir alla sem að þessu koma. Bæði er hægt að heyra ákaflega mikið af nýjum verkum og því sem er að gerast í dag og svo hefur þessi hátíð á síðustu árum alltaf verið að verða meira og meira alþjóðleg. Það kemur talsvert af blaðamönnum og útvarpsmönnum víða að úr heiminum til þess að fylgjast með og þannig getur þetta verið ákveðinn gluggi út í heim. Af tónleikum hljómsveitarinnar yfir starfsárið eru þetta líklega þeir tónleikar sem eru að fá mesta alþjólega athygli. Fólk kemur utan úr heimi til þess að heyra hvað er að gerast og þá heyrir það líka í hljómsveitinni þannig að fyrir mér eru þetta einir af mikilvægustu tónleikum ársins fyrir Sinfóníuna.“ Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Opnunartónleikar Myrkra músíkdaga í ár eru stórtónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Efnisskráin er einkar glæsileg en á tónleikunum verða m.a. frumfluttir tveir nýir íslenskir konsertar. Tónleikarnir hefjast með frumflutningi Melkorku Ólafsdóttur þverflautuleikara á nýjum konsert eftir Áskel Másson fyrir sólóflautu, hörpu, slagverk og strengi. Tónverkið Strati eftir Hauk Tómasson er næst á dagskrá en verkið var frumflutt árið 1992 og hlaut Haukur Tónskáldaverðlaun Ríkisútvarpsins fyrir verkið tveimur árum síðar. Eina erlenda verkið á efnisskránni er Act eftir Rolf Wallin, eitt helsta nútímatónskáld Norðmanna. Síðast á dagskrá er svo frumflutningur Víkings Heiðars Ólafssonar á píanókonsert Þórðar Magnússonar. Stjórnandi á tónleikunum er Daníel Bjarnason og hann segir það gleðiefni að Sinfóníuhljómsveitin sé að fara að frumflytja tvo nýja íslenska konserta á einu kvöldi. „Áskell samdi flautukonsertinn sérstaklega fyrir Melkorku Ólafsdóttur. Það er náttúrustemning í þessu verki sem er mjög fallegt og það er fyrir aðeins minni hljómsveit, aðallega strengi, slagverk og hörpu auk flautuleikarans. Áskell heyrði Melkorku spila Takemitsu-konsert með hljómsveitinni fyrir nokkrum árum og hreifst svo af þeim flutningi að hann samdi þetta verk sérstaklega fyrir hana í framhaldinu, innblásið af þeim flutningi.“ Hinn konsertinn er hins vegar stór og mikill píanókonsert eftir Þórð sem Víkingur spilar. „Það er gaman að því að þetta eru mjög ólík verk, þau eiginlega gætu ekki verið ólíkari. En þau sýna líka skemmtilega ólíkar hliðar og hversu mikil fjölbreytni er í því sem er að gerast í nýrri íslenskri tónlist.“Mikilvægt að staldra við Það er óneitanlega kynslóðamunur á tónskáldunum að baki verkum kvöldsins en Daníel segist ekki hafa hugsað þetta út frá því. „Í akkúrat þessu prógrammi þá hef ég ekki spáð í þetta. Ég held að maður þurfi að taka fleiri verk til þess að finna fyrir kynslóðamun. Þetta er frekar spurning um persónueinkenni tónskáldanna. Það eru mjög skýr höfundareinkenni á öllum þessum íslensku verkum en kannski er helst hægt að segja að verk Áskels sé aðeins óvenjulegt fyrir hann. Hann hefur skrifað mikið af konsertum og þetta verk hefur sterkan lit sem sker sig aðeins frá öðru sem hann hefur skrifað en svo eru höfundareinkennin líka til staðar þrátt fyrir allt. En það er líka gaman að hafa þarna eldra verk eftir Hauk, sem er eitt af okkar bestu tónskáldum, því það gefur okkur tækifæri til þess að skoða það að nýju. Það er mikilvægt að við tökum þessi eldri verk tónskáldanna okkar og flytjum þau aftur en flytjum ekki alltaf bara nýjustu verkin vegna þess að það þarf stundum að staldra við og líta til baka.“Mikilvægir tónleikar Daníel tekur undir að það sé sannkallað blómaskeið um þessar mundir í íslenskri tónlist. „Já, ekki spurning. Það eru margir að semja og mikill áhugi, ekki bara hér heldur úti um allan heim, á nýrri skrifaðri íslenskri tónlist. Við vitum öll um áhugann á popptónlist en það er líka mjög mikill áhugi á skrifaðri íslenskri tónlist og hann finnst mér alltaf vera að aukast. Það eru í raun ótrúlega mörg íslensk tónskáld að semja eftir pöntun út fyrir landsteinana, svo mörg að ætli við eigum ekki einhvers konar höfðatölumet í því eins og öðru. Hátíð á borð við Myrka músíkdaga er líka rosalega mikilvæg fyrir alla sem að þessu koma. Bæði er hægt að heyra ákaflega mikið af nýjum verkum og því sem er að gerast í dag og svo hefur þessi hátíð á síðustu árum alltaf verið að verða meira og meira alþjóðleg. Það kemur talsvert af blaðamönnum og útvarpsmönnum víða að úr heiminum til þess að fylgjast með og þannig getur þetta verið ákveðinn gluggi út í heim. Af tónleikum hljómsveitarinnar yfir starfsárið eru þetta líklega þeir tónleikar sem eru að fá mesta alþjólega athygli. Fólk kemur utan úr heimi til þess að heyra hvað er að gerast og þá heyrir það líka í hljómsveitinni þannig að fyrir mér eru þetta einir af mikilvægustu tónleikum ársins fyrir Sinfóníuna.“
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira