Viðskipti erlent

Barbie breytir til eftir 57 ár: Þrjár nýjar útgáfur kynntar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eftir mikla gagnrýni á óraunhæft líkamsform Barbie-dúkkunnar hefur Mattel kynnt til sögunnar þrjár nýjar útgáfur.
Eftir mikla gagnrýni á óraunhæft líkamsform Barbie-dúkkunnar hefur Mattel kynnt til sögunnar þrjár nýjar útgáfur. Mynd/Skjáskot
Í 57 ár hafa Barbie-dúkkur aðeins haft eitt form. Stór brjóst, agnarsmátt mitti og líffræðilega ómögulegt.

Þangað til í dag en Mattel, fyrirtækið sem framleiðir Barbie-dúkkurnar, kynnti í dag þrjá nýjar líkamsgerðir fyrir dúkkuna, curvy, petite og tall sem þýða mætti sem ávala, smágerða og hávaxna.

 

Líkamsform Barbie hefur í gegnum tíðina verið harðlega gagnrýnt fyrir að vera óraunhæft og fyrir að ýta undir skaðlegar líkamsímynd ungra stelpna.

Bandaríska tímaritið Times fjallar á ítarlegan hátt um þessar breytingar á Barbie og þar kemur fram að minnkandi sala á leikföngum og yfirburðir Frozen hafi þrýst á breytingar, fremur en gagnrýni vegna líkamsburðar Barbie.

Með hinum þremur nýjum Barbie-dúkkum verða einnig gerðar breytingar á skóbúnað Barbie en flatbotna skór hafa verið kynntir til sögunnar.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá þróun Barbie-dúkkunnar síðustu 57 ár.


Tengdar fréttir

Óánægð með líkamann eftir leik með Barbie og aksjónkalla

Sænskir vísindamenn segja að með því að einbeita sér að virkni líkamans í stað útlits verði líkamsímyndin jákvæðari. Eldri konur eru með jákvæðari líkamsímynd. Þær kunna að meta hreyfigetu og góða heilsu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×