Frægasti Íslandsvinurinn Stefán Pálsson skrifar 10. janúar 2016 12:00 Til dómsins eru mér dagar taldir, drottins míns er það hefndargjöf, nú hef ég leitað í nítján aldir, nár, þótt kvikur, að minni gröf. Þessar þunglyndislegu línur úr Gyðingnum gangandi eru fjarri því að vera þær þekktustu eftir Grím Thomsen. Kvæðið var byrjandaverk, enda skáldið rétt um tvítugt. Í hugum nútímafólks tengist nafn ljóðsins helst pottaplöntu sem nánast er útilokað að drepa með vanrækslu, en á fyrri hluta nítjándu aldar var þjóðsagan sem Grímur orti um svo þekkt að hún jaðraði við klisju í ljóðum rómantískra skálda. Í stuttu máli fjallar sagan um bölvun ódauðleikans. Maður nokkur, sem í flestum útgáfum er kallaður Ahasverus, ýmist hæddist að Kristi eða slæmdi til hans meðan á píslargöngu hans með krossinn stóð. Jesús sneri sér þá að manninum og lagði á hann þau örlög að hann skyldi eigra hvíldarlaust um veröldina allt fram að dómsdegi. Hann varð upp frá því gyðingurinn gangandi. Smáatriðin í frásögninni voru ólík eftir svæðum og tímabilum. Sums staðar í Evrópu tíðkuðu bændur það að slá blett á ökrum sínum til að búa ferðalangnum langþreytta næturstað. Aðrir töldu að hann fengi aðeins að hvílast á jólanóttu eða jafnvel alls ekkert. Ýmist var hann sagður ævaforn eða að einu sinni á öld legðist hann niður og risi upp aftur í mynd þrítugs manns.Fornar fyrirmyndir Trúarbragða- og goðsagnafræðingar benda á að hin harmræna persóna eigi sér ýmsar augljósar fyrirmyndir, allt frá heiðnum sögum af Óðni, frásögn Gamla testamentisins af refsingu bróðurmorðingjans Kains, ævafornum búddískum sögnum eða arabískum þjóðsögum um mann sem lifað hafði í margar aldir og hitt Jesú Krist. Hvernig svo sem upprunanum er háttað, er elsta óyggjandi skráða frásögnin af gyðingnum gangandi í Evrópu úr annál frá þrettándu öld sem ritaður var á Englandi. Þar sagði frá armenskum biskup sem kom til Englands og var spurður um heilagan Jósef frá Arímaþeu. Jósef þessi kemur við sögu í öllum guðspjöllunum fjórum, en hann var auðugur fylgismaður Krists sem talið gat Pílatus á að láta sig fá lík spámannsins af krossinum og lagði til hvílu í gröf sem hann átti sjálfur. Ýmsar sögur spruttu um Jósef frá Arímaþeu, sem meðal annars tengdu hann við varðveislu hins heilaga kaleiks sem átti að geyma blóð Krists og margir leituðu um aldir (og gera jafnvel enn). Á Englandi varð lífseig sú hugmynd að Jósef hefði lagt leið sína til Bretlandseyja og stofnsett þar hina kristnu kirkju. Var kenning þessi tekin svo alvarlega að Elísabet fyrsta gat um hana í deilum sínum við kaþólska biskupa, enda var stjórnendum ensku biskupakirkjunnar fyrst eftir siðaskiptin mikið í mun að sýna fram á að Englendingar hefðu tekið kristna trú án milligöngu páfans í Róm. Sumar miðaldasagnir hermdu að Jósef frá Arímaþeu hefði ekki bara ferðast til Englands í fornöld, heldur væri hann enn í fullu fjöri og byggi í einhverju fjarlægu landi. Hugmyndin um að menn gætu náð mörg hundruð ára aldri virðist barnaleg í dag, en var ef til vill ekki eins fráleit í huga miðaldafólks. Gamla testamentið var jú fullt af frásögnum af fólki sem lifði svo öldum skipti og Kristur sjálfur hafði látið svo um mælt að hann myndi snúa aftur til jarðar á meðan sumir samferðamanna hans yrðu enn á lífi. Það lá því nærri að spyrja ferðalang sem var langt að kominn hvort hann hefði nokkuð rekist á Jósef á flakki sínu. Ekki kannaðist sá armenski við það, en annan mann hafði hann talað við sem vissulega hefði hitt Frelsarann í Palestínu. Josephus hafi sá kallað sig, en heitið Cartaphilus áður fyrr og verið dyravörður Pontíusar Pílatusar. Þegar Kristur gekk út úr höllinni hafi Cartaphilus þessi slegið til hans og uppskorið hin nöturlegu örlög að ráfa stefnulaust um heiminn og bíða endurkomu mannssonarins.Fundur í Hamborg Samkvæmt þessari útgáfu sögunnar er göngumaðurinn ólánsami ekki endilega gyðingur, enda líklegra að Rómverji hafi sinnt dyravörslunni í höll landstjórans. En í upphafi sautjándu aldar var fest á blað sú útgáfa sem mestri útbreiðslu náði og þar var enginn vafi um þjóðerni gönguhrólfsins. Prenttæknin var í örum vexti alla sextándu öldina og hafði gríðarleg samfélagsleg áhrif. Með tímanum var farið að festa á blað hvers kyns sögur og sagnir sem gengið höfðu víða um lönd svo öldum skipti, en við skrásetninguna og fjölföldunina urðu til staðlaðar útgáfur af frásögnum sem verið höfðu með ýmsum hætti á ólíkum stöðum. Barnaævintýri eru augljóst dæmi um þetta. Um alla Evrópu höfðu fullorðnir sagt börnum sínum óendanlega fjölbreyttar sögur af Öskubuskum og Rauðhettum, en prenttæknin staðlaði þær og gat af sér eina útgáfu. Þetta gerðist með söguna um gyðinginn gangandi árið 1602. Þá kom út bæklingur í borginni Leyden sem hafði að geyma frásögn af atburðum sem áttu að hafa gerst sextíu árum fyrr. Þá hefði ungur guðfræðingur, Paulus að nafni sem síðar varð virtur biskup í Danzig, verið á ferð í Hamborg og rekist á óhrjálegan mann með þverhandarþykkt sigglag undir iljunum. Sá hafi heitið Ahasverus og verið viðstaddur krossfestingu Krists og verið í hópi þeirra sem heimtuðu Barrabas lausan í staðinn fyrir Jesú. Fyrir harðneskju sína hafi Ahasverusi verið refsað og hann gangi nú um heiminn fullur iðrunar, enda löngu búinn að taka kristna trú. Í bæklingnum frá Leyden kom fleira fram um siði og hætti gyðingsins gangandi. Hann væri hæglátur en vitur, enda kynni hann öll tungumál og hefði verið viðstaddur marga af merkisatburðum sögunnar. Þessum mikla vísdómi væri hann til í að miðla, en staðnæmdist þó aldrei lengi á sama stað, neitaði að þiggja lítilræði af mat og drykk og fengist hann til að taka við peningum gæfi hann þá fátækum við fyrsta tækifæri. Eftir því sem þessi útgáfa sögunnar breiddist meira út, því víðar virtist gyðingurinn gangandi skjóta upp kollinum. Allt fram á nítjándu öldu komu fram frásagnir af ferðum hans um alla Evrópu og með auknum skipaferðum lét hann sig ekki muna um að bregða sér vestur til Ameríku. Íslendingar þekktu vel til sögunnar og í Þjóðsögum Jóns Árnasonar má finna sögukafla sem að stofninum til byggist á bæklingnum frá 1602.Gestur í norðri Um það leyti sem almenningur hætti að trúa sögunum um ævagamlan vísdómsþul sem genginn væri upp að hnjám, tóku listamenn hann upp á arma sína. Grímur Thomsen var fráleitt eina skáldið sem fann yrkisefni í hörmulegu hlutskipti manns sem dæmdur væri til ódauðleika. Um hann voru ortir kvæðabálkar, ritaðar skáldsögur og óbeint varð hann fyrirmynd annarrar tragískrar persónu: Hollendingsins fljúgandi. Aðrir rithöfundar gripu til hans sem aukapersónu, enda oft gott í skáldskap að geta gripið til manns sem borið gat vitni um löngu liðna atburði. Þá gerði franski listamaðurinn Gustave Doré heimsfræga myndaröð með persónunni, líkt og sjá má í myndskreytingu með greininni. En fyrir sjálfhverfa heimsmynd okkar Íslendinga er enn ónefnt það atriði sem okkur kann markverðast að þykja. Gyðingurinn gangandi var nefnilega Íslandsvinur, löngu áður en þeir Ringo Starr og Justin Bieber höfðu kynnt það hugtak til sögunnar. Í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar, sem var afkastamikill safnari þjóðlegs fróðleiks og lengst af búsettur á Austurlandi, er frásögn frá því á fyrri hluta nítjándu aldar. Segir þar frá atburðum við messu í Skorrastaðarkirkju í Norðfirði. Meðal kirkjugesta var Einar Erlendsson frá Hellisfirði, kunnur sómamaður en með skyggnigáfu. Hefði Einar í miðri messu orðið var við fornlegan og yfirbragðsmikinn mann, genginn upp að hnjám, sem komið hafi inn í kirkjuna farið inn undir prédikunarstólinn og farið svo út aftur. Töldu ýmsir ljóst að hér hefði verið gyðingurinn gangandi á ferðalagi um Ísland. Óvenjulegt verður reyndar að teljast að gyðingurinn gangandi hafi kosið að birtast einungis skyggnum mönnum í Norðfjarðarsveit, enda slíkt almennt ekki háttur hans á nítján hundruð ára ferli. Um hitt þarf ekki að efast, að hér er fundinn langfrægasti Íslandsvinurinn – miklu þekktari og víðförlari en bæði Bobby Fischer og Damon Albarn. Justin Bieber á Íslandi Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Til dómsins eru mér dagar taldir, drottins míns er það hefndargjöf, nú hef ég leitað í nítján aldir, nár, þótt kvikur, að minni gröf. Þessar þunglyndislegu línur úr Gyðingnum gangandi eru fjarri því að vera þær þekktustu eftir Grím Thomsen. Kvæðið var byrjandaverk, enda skáldið rétt um tvítugt. Í hugum nútímafólks tengist nafn ljóðsins helst pottaplöntu sem nánast er útilokað að drepa með vanrækslu, en á fyrri hluta nítjándu aldar var þjóðsagan sem Grímur orti um svo þekkt að hún jaðraði við klisju í ljóðum rómantískra skálda. Í stuttu máli fjallar sagan um bölvun ódauðleikans. Maður nokkur, sem í flestum útgáfum er kallaður Ahasverus, ýmist hæddist að Kristi eða slæmdi til hans meðan á píslargöngu hans með krossinn stóð. Jesús sneri sér þá að manninum og lagði á hann þau örlög að hann skyldi eigra hvíldarlaust um veröldina allt fram að dómsdegi. Hann varð upp frá því gyðingurinn gangandi. Smáatriðin í frásögninni voru ólík eftir svæðum og tímabilum. Sums staðar í Evrópu tíðkuðu bændur það að slá blett á ökrum sínum til að búa ferðalangnum langþreytta næturstað. Aðrir töldu að hann fengi aðeins að hvílast á jólanóttu eða jafnvel alls ekkert. Ýmist var hann sagður ævaforn eða að einu sinni á öld legðist hann niður og risi upp aftur í mynd þrítugs manns.Fornar fyrirmyndir Trúarbragða- og goðsagnafræðingar benda á að hin harmræna persóna eigi sér ýmsar augljósar fyrirmyndir, allt frá heiðnum sögum af Óðni, frásögn Gamla testamentisins af refsingu bróðurmorðingjans Kains, ævafornum búddískum sögnum eða arabískum þjóðsögum um mann sem lifað hafði í margar aldir og hitt Jesú Krist. Hvernig svo sem upprunanum er háttað, er elsta óyggjandi skráða frásögnin af gyðingnum gangandi í Evrópu úr annál frá þrettándu öld sem ritaður var á Englandi. Þar sagði frá armenskum biskup sem kom til Englands og var spurður um heilagan Jósef frá Arímaþeu. Jósef þessi kemur við sögu í öllum guðspjöllunum fjórum, en hann var auðugur fylgismaður Krists sem talið gat Pílatus á að láta sig fá lík spámannsins af krossinum og lagði til hvílu í gröf sem hann átti sjálfur. Ýmsar sögur spruttu um Jósef frá Arímaþeu, sem meðal annars tengdu hann við varðveislu hins heilaga kaleiks sem átti að geyma blóð Krists og margir leituðu um aldir (og gera jafnvel enn). Á Englandi varð lífseig sú hugmynd að Jósef hefði lagt leið sína til Bretlandseyja og stofnsett þar hina kristnu kirkju. Var kenning þessi tekin svo alvarlega að Elísabet fyrsta gat um hana í deilum sínum við kaþólska biskupa, enda var stjórnendum ensku biskupakirkjunnar fyrst eftir siðaskiptin mikið í mun að sýna fram á að Englendingar hefðu tekið kristna trú án milligöngu páfans í Róm. Sumar miðaldasagnir hermdu að Jósef frá Arímaþeu hefði ekki bara ferðast til Englands í fornöld, heldur væri hann enn í fullu fjöri og byggi í einhverju fjarlægu landi. Hugmyndin um að menn gætu náð mörg hundruð ára aldri virðist barnaleg í dag, en var ef til vill ekki eins fráleit í huga miðaldafólks. Gamla testamentið var jú fullt af frásögnum af fólki sem lifði svo öldum skipti og Kristur sjálfur hafði látið svo um mælt að hann myndi snúa aftur til jarðar á meðan sumir samferðamanna hans yrðu enn á lífi. Það lá því nærri að spyrja ferðalang sem var langt að kominn hvort hann hefði nokkuð rekist á Jósef á flakki sínu. Ekki kannaðist sá armenski við það, en annan mann hafði hann talað við sem vissulega hefði hitt Frelsarann í Palestínu. Josephus hafi sá kallað sig, en heitið Cartaphilus áður fyrr og verið dyravörður Pontíusar Pílatusar. Þegar Kristur gekk út úr höllinni hafi Cartaphilus þessi slegið til hans og uppskorið hin nöturlegu örlög að ráfa stefnulaust um heiminn og bíða endurkomu mannssonarins.Fundur í Hamborg Samkvæmt þessari útgáfu sögunnar er göngumaðurinn ólánsami ekki endilega gyðingur, enda líklegra að Rómverji hafi sinnt dyravörslunni í höll landstjórans. En í upphafi sautjándu aldar var fest á blað sú útgáfa sem mestri útbreiðslu náði og þar var enginn vafi um þjóðerni gönguhrólfsins. Prenttæknin var í örum vexti alla sextándu öldina og hafði gríðarleg samfélagsleg áhrif. Með tímanum var farið að festa á blað hvers kyns sögur og sagnir sem gengið höfðu víða um lönd svo öldum skipti, en við skrásetninguna og fjölföldunina urðu til staðlaðar útgáfur af frásögnum sem verið höfðu með ýmsum hætti á ólíkum stöðum. Barnaævintýri eru augljóst dæmi um þetta. Um alla Evrópu höfðu fullorðnir sagt börnum sínum óendanlega fjölbreyttar sögur af Öskubuskum og Rauðhettum, en prenttæknin staðlaði þær og gat af sér eina útgáfu. Þetta gerðist með söguna um gyðinginn gangandi árið 1602. Þá kom út bæklingur í borginni Leyden sem hafði að geyma frásögn af atburðum sem áttu að hafa gerst sextíu árum fyrr. Þá hefði ungur guðfræðingur, Paulus að nafni sem síðar varð virtur biskup í Danzig, verið á ferð í Hamborg og rekist á óhrjálegan mann með þverhandarþykkt sigglag undir iljunum. Sá hafi heitið Ahasverus og verið viðstaddur krossfestingu Krists og verið í hópi þeirra sem heimtuðu Barrabas lausan í staðinn fyrir Jesú. Fyrir harðneskju sína hafi Ahasverusi verið refsað og hann gangi nú um heiminn fullur iðrunar, enda löngu búinn að taka kristna trú. Í bæklingnum frá Leyden kom fleira fram um siði og hætti gyðingsins gangandi. Hann væri hæglátur en vitur, enda kynni hann öll tungumál og hefði verið viðstaddur marga af merkisatburðum sögunnar. Þessum mikla vísdómi væri hann til í að miðla, en staðnæmdist þó aldrei lengi á sama stað, neitaði að þiggja lítilræði af mat og drykk og fengist hann til að taka við peningum gæfi hann þá fátækum við fyrsta tækifæri. Eftir því sem þessi útgáfa sögunnar breiddist meira út, því víðar virtist gyðingurinn gangandi skjóta upp kollinum. Allt fram á nítjándu öldu komu fram frásagnir af ferðum hans um alla Evrópu og með auknum skipaferðum lét hann sig ekki muna um að bregða sér vestur til Ameríku. Íslendingar þekktu vel til sögunnar og í Þjóðsögum Jóns Árnasonar má finna sögukafla sem að stofninum til byggist á bæklingnum frá 1602.Gestur í norðri Um það leyti sem almenningur hætti að trúa sögunum um ævagamlan vísdómsþul sem genginn væri upp að hnjám, tóku listamenn hann upp á arma sína. Grímur Thomsen var fráleitt eina skáldið sem fann yrkisefni í hörmulegu hlutskipti manns sem dæmdur væri til ódauðleika. Um hann voru ortir kvæðabálkar, ritaðar skáldsögur og óbeint varð hann fyrirmynd annarrar tragískrar persónu: Hollendingsins fljúgandi. Aðrir rithöfundar gripu til hans sem aukapersónu, enda oft gott í skáldskap að geta gripið til manns sem borið gat vitni um löngu liðna atburði. Þá gerði franski listamaðurinn Gustave Doré heimsfræga myndaröð með persónunni, líkt og sjá má í myndskreytingu með greininni. En fyrir sjálfhverfa heimsmynd okkar Íslendinga er enn ónefnt það atriði sem okkur kann markverðast að þykja. Gyðingurinn gangandi var nefnilega Íslandsvinur, löngu áður en þeir Ringo Starr og Justin Bieber höfðu kynnt það hugtak til sögunnar. Í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar, sem var afkastamikill safnari þjóðlegs fróðleiks og lengst af búsettur á Austurlandi, er frásögn frá því á fyrri hluta nítjándu aldar. Segir þar frá atburðum við messu í Skorrastaðarkirkju í Norðfirði. Meðal kirkjugesta var Einar Erlendsson frá Hellisfirði, kunnur sómamaður en með skyggnigáfu. Hefði Einar í miðri messu orðið var við fornlegan og yfirbragðsmikinn mann, genginn upp að hnjám, sem komið hafi inn í kirkjuna farið inn undir prédikunarstólinn og farið svo út aftur. Töldu ýmsir ljóst að hér hefði verið gyðingurinn gangandi á ferðalagi um Ísland. Óvenjulegt verður reyndar að teljast að gyðingurinn gangandi hafi kosið að birtast einungis skyggnum mönnum í Norðfjarðarsveit, enda slíkt almennt ekki háttur hans á nítján hundruð ára ferli. Um hitt þarf ekki að efast, að hér er fundinn langfrægasti Íslandsvinurinn – miklu þekktari og víðförlari en bæði Bobby Fischer og Damon Albarn.
Justin Bieber á Íslandi Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira