Renault mest seldi sendibíllinn í Evrópu 18. árið í röð Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 09:31 Renault Master sendibíll. Samkeppni á fólks- og sendibílamarkaði er afar hörð um allan heim, þar sem álfurnar keppa sín á milli ekki síður en einstakir bílaframleiðendur. Samkeppni á sendibílamarkaði er einkar hörð í Evrópu þar sem Renault hefur ráðið ríkjum í tæpa tvo áratugi og lauk nýliðnu ári sem sigurvegari átjánda árið í röð. En það var mjótt á mununum. Framan af ári leiddi Ford keppnina en á endasprettinum tók Renault fram úr og lauk árinu með tæplega þrjú þúsund bíla forskoti á Ford. Seldi Renault alls 269.330 sendibíla á árinu. Þess má geta í lokin Renault nálgast einnig Ford sem næst mest selda merkið í Evrópu þegar taldir eru saman bæði fólksbílar og sendibílar. Einnig má geta þess að Nissan lauk árinu 2015 sem mest selda asíska bílamerkið í Evrópu og fór þar með fram úr Toyota sem leitt hefur söluna um árabil. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent
Samkeppni á fólks- og sendibílamarkaði er afar hörð um allan heim, þar sem álfurnar keppa sín á milli ekki síður en einstakir bílaframleiðendur. Samkeppni á sendibílamarkaði er einkar hörð í Evrópu þar sem Renault hefur ráðið ríkjum í tæpa tvo áratugi og lauk nýliðnu ári sem sigurvegari átjánda árið í röð. En það var mjótt á mununum. Framan af ári leiddi Ford keppnina en á endasprettinum tók Renault fram úr og lauk árinu með tæplega þrjú þúsund bíla forskoti á Ford. Seldi Renault alls 269.330 sendibíla á árinu. Þess má geta í lokin Renault nálgast einnig Ford sem næst mest selda merkið í Evrópu þegar taldir eru saman bæði fólksbílar og sendibílar. Einnig má geta þess að Nissan lauk árinu 2015 sem mest selda asíska bílamerkið í Evrópu og fór þar með fram úr Toyota sem leitt hefur söluna um árabil.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent