Ford Mondeo Sport með 325 hestöfl kynntur í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 09:52 Ford Mondeo Sport. Autoblog Bílaframleiðendur eru nú að kynna nýja bíla og nýjar útfærslur kunnra bíla sinna á bílasýningunni í Detroit. Einn þekktur bíll er kynntur þar í nýrri útfærslu, Ford Mondeo, sem kallst reyndar Ford Fusion í Bandaríkjunum. Þessi kraftaútfærsla hans fær nafnið Sport í endann og er með 325 hestafla vél og fjórhjóladrif að auki svo öll hestöflin skili sér í malbikið. Ford var lengi að velta því fyrir sér hvort þessi bíll fengi frekar stafina ST eða RS í enda nafnsins, en taldi það vera yfirskot. Vélin í bílnum er 2,7 lítra Ecoboost V6 og við hana tengist 6 gíra sjálfskipting. Með þessu afli slær Ford Mondeo við samkeppnisbílunum Toyota Camry og Honda Accord í sínum öflugustu gerðum og reyndar líka BMW 340i með 5 hestöflum. Ford Mondeo hefur verið að sækja á Camry og Accord að undanförnu í seldum bílum í Bandaríkjunum. Hægt er að stilla fjöðrun þessa nýja Ford Mondeo og gera hana æði stífa og sportlega. Bíllinn kemur á 19 tommu álfelgum, með vindskeið að aftan og tvöfalt púst.Ford Mondeo Sport með vinskeið og tvöfalt púst. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Bílaframleiðendur eru nú að kynna nýja bíla og nýjar útfærslur kunnra bíla sinna á bílasýningunni í Detroit. Einn þekktur bíll er kynntur þar í nýrri útfærslu, Ford Mondeo, sem kallst reyndar Ford Fusion í Bandaríkjunum. Þessi kraftaútfærsla hans fær nafnið Sport í endann og er með 325 hestafla vél og fjórhjóladrif að auki svo öll hestöflin skili sér í malbikið. Ford var lengi að velta því fyrir sér hvort þessi bíll fengi frekar stafina ST eða RS í enda nafnsins, en taldi það vera yfirskot. Vélin í bílnum er 2,7 lítra Ecoboost V6 og við hana tengist 6 gíra sjálfskipting. Með þessu afli slær Ford Mondeo við samkeppnisbílunum Toyota Camry og Honda Accord í sínum öflugustu gerðum og reyndar líka BMW 340i með 5 hestöflum. Ford Mondeo hefur verið að sækja á Camry og Accord að undanförnu í seldum bílum í Bandaríkjunum. Hægt er að stilla fjöðrun þessa nýja Ford Mondeo og gera hana æði stífa og sportlega. Bíllinn kemur á 19 tommu álfelgum, með vindskeið að aftan og tvöfalt púst.Ford Mondeo Sport með vinskeið og tvöfalt púst.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent