Spieth jafnaði Tiger Woods Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. janúar 2016 11:30 Jordan Spieth með sigurlaunin í nótt. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth jafnaði við Tiger Woods í nótt þegar hann vann sjöunda PGA-mótið sitt fyrir 23 ára afmælið. Spieth, sem er 22 ára, stóð uppi sem sigurvegari á Hawaii Classic-mótinu þar sem hann lauk keppni á heilum 30 höggum undir pari. Hann var átta höggum á undan næsta manni, Patrick Reed. Spieth stal senunni í fyrra þegar hann byrjaði árið á að vinna bæði The Masters og opna bandaríska meistaramótið, en hann er einn öflugasti ungi kylfingur sem komið hefur upp undanfarin ár. „Ég ætla að reyna að halda áfram að gera nákvæmlega það sama og ég var að gera í fyrra,“ sagði Jordan Spieth eftir sigurinn. Spieth varð einnig í nótt aðeins annar kylfingurinn sem klárar 72 holu mót á 30 höggum undir pari. Metið á Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sem vann meistaramótið árið 2003 á 31 höggi undir pari. „Það er engin tilgangur með að bera það sem ég hef gert saman við afrek Tiegrs. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður jafni árangur hans en það er gaman að vera í sama flokki,“ sagði Jordan Spieth. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth jafnaði við Tiger Woods í nótt þegar hann vann sjöunda PGA-mótið sitt fyrir 23 ára afmælið. Spieth, sem er 22 ára, stóð uppi sem sigurvegari á Hawaii Classic-mótinu þar sem hann lauk keppni á heilum 30 höggum undir pari. Hann var átta höggum á undan næsta manni, Patrick Reed. Spieth stal senunni í fyrra þegar hann byrjaði árið á að vinna bæði The Masters og opna bandaríska meistaramótið, en hann er einn öflugasti ungi kylfingur sem komið hefur upp undanfarin ár. „Ég ætla að reyna að halda áfram að gera nákvæmlega það sama og ég var að gera í fyrra,“ sagði Jordan Spieth eftir sigurinn. Spieth varð einnig í nótt aðeins annar kylfingurinn sem klárar 72 holu mót á 30 höggum undir pari. Metið á Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els sem vann meistaramótið árið 2003 á 31 höggi undir pari. „Það er engin tilgangur með að bera það sem ég hef gert saman við afrek Tiegrs. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður jafni árangur hans en það er gaman að vera í sama flokki,“ sagði Jordan Spieth.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira