E-Golf með 30% aukið drægi Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 13:47 Volkswagen e-Golf. Sífellt verða rafhlöðurnar í rafmagnsbílum betri og tryggja meira drægi þeirra og með hverri nýrri kynslóð komast þeir lengra á rafmagninu. Volkswagen er nú að kynna langdrægari gerð e-Golf sem komast mun 175 kílómetra á fullri hleðslu, en núverandi gerð hans kemst 135 kílómetra. Volkswagen þurfti ekki að stækka rýmið fyrir rafhlöðurnar í bílnum, þær eru jafn stórar, en bara öflugri. Volkswagen kynnti þessa langdrægari gerð e-Golf á raftækjasýningunni Consumer Electronics Show í Bandaríkjunum fyrir stuttu og eru þessar nýju rafhlöður bílsins nú með 37 amperklukkutíma í stað 28. Með þessar auknu drægni er e-Golf nú með sama drægi og nýjasta gerð Nissan Leaf og keppa þessir tveir bílar hatrammlega um viðskiptavinina og má vart á milli sjá hver þeirra er vinsælli. Örlítið fleiri e-Golf seldust hér á landi í fyrra en Nissan Leaf. Mun fleiri Nissan Leaf bílar eru hinsvegar á götunum hérlendis en e-Golf þar sem Leaf hefur verið lengur í sölu. Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent
Sífellt verða rafhlöðurnar í rafmagnsbílum betri og tryggja meira drægi þeirra og með hverri nýrri kynslóð komast þeir lengra á rafmagninu. Volkswagen er nú að kynna langdrægari gerð e-Golf sem komast mun 175 kílómetra á fullri hleðslu, en núverandi gerð hans kemst 135 kílómetra. Volkswagen þurfti ekki að stækka rýmið fyrir rafhlöðurnar í bílnum, þær eru jafn stórar, en bara öflugri. Volkswagen kynnti þessa langdrægari gerð e-Golf á raftækjasýningunni Consumer Electronics Show í Bandaríkjunum fyrir stuttu og eru þessar nýju rafhlöður bílsins nú með 37 amperklukkutíma í stað 28. Með þessar auknu drægni er e-Golf nú með sama drægi og nýjasta gerð Nissan Leaf og keppa þessir tveir bílar hatrammlega um viðskiptavinina og má vart á milli sjá hver þeirra er vinsælli. Örlítið fleiri e-Golf seldust hér á landi í fyrra en Nissan Leaf. Mun fleiri Nissan Leaf bílar eru hinsvegar á götunum hérlendis en e-Golf þar sem Leaf hefur verið lengur í sölu.
Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent