Fær nýr jeppi Skoda nafnið Kodiak? Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2016 12:15 Svona gæti nýi jeppi Skoda litið út. Skoda ætlar að kynna nýjan 7 sæta jeppa á bílasýningunni í París í október á næsta ári en hann hefur verið í þróun í langan tíma. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Skoda ætli að kalla þennan bíl Kodiak, en það er nafnið á einni undirtegund skógarbjarna. Jeppinn mun fá sama undirvagn og er undir nýrri kynslóð Tiguan jepplings Volkswagen, en hann er af MQB gerð og má því stækka og minnka af vild, eftir því hvaða bíll á í hlut. Hann á að verða 4,75 metra langur og fást bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Hann verður kominn á markað áður en næsta ár verður liðið og kosta í sinni ódýrustu gerð um 24.000 evrur, eða 3,4 milljónir króna í Þýskalandi. Hann verður smíðaður í Kvasiny verksmiðju Skoda í Tékklandi og verður hægt að fá í bæði 5 og 7 sæta útfærslu. Þetta verður jafnframt fyrsti jeppi Skoda frá upphafi. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent
Skoda ætlar að kynna nýjan 7 sæta jeppa á bílasýningunni í París í október á næsta ári en hann hefur verið í þróun í langan tíma. Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Skoda ætli að kalla þennan bíl Kodiak, en það er nafnið á einni undirtegund skógarbjarna. Jeppinn mun fá sama undirvagn og er undir nýrri kynslóð Tiguan jepplings Volkswagen, en hann er af MQB gerð og má því stækka og minnka af vild, eftir því hvaða bíll á í hlut. Hann á að verða 4,75 metra langur og fást bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Hann verður kominn á markað áður en næsta ár verður liðið og kosta í sinni ódýrustu gerð um 24.000 evrur, eða 3,4 milljónir króna í Þýskalandi. Hann verður smíðaður í Kvasiny verksmiðju Skoda í Tékklandi og verður hægt að fá í bæði 5 og 7 sæta útfærslu. Þetta verður jafnframt fyrsti jeppi Skoda frá upphafi.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent