Volkswagen loks að hætta smíði Phaeton Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2016 16:00 Volkswagen Phaeton er fögur lúxuskerra. Það gerðist loksins það sem allir áttu von á eftir erfiðleika Volkswagen vegna dísilvélasvindlsins, hætt verður við smíði flaggskipsins Volkswagen Phaeton. Þar fer frábær bíll, en hann hefur ekki selst nógu vel, tap verið á hverjum bíl frá upphafi og framleiðsla hans tekur upp heila verksmiðju í Dresden, þótt smá sé. Reyndar er þessi verksmiðja hálfgert undraverk því hún er að mestu smíðuð úr gleri og er svo til gegnsæ og hreint stórkostlegt að sækja hana heim eins og greinarritari hefur gert.Kostar meira en Audi A8Grunnverð á Volkswagen Phaeton kostar nú 89.650 evrur og margir hafa spurt sig hvort einhver geti réttlætt það að kaupa slíkan bíl umfram Audi A8 sem býðst á 81.000 evrur og skýrir það kannski best út dræma sölu hans. Framleiðslu Phaeton verður hætt í mars næstkomandi eftir 14 ára framleiðslu og verksmiðjunni verður einfaldlega lokað. Volkswagen hefur litið á Phaeton sem stöðutákn og til vitnis um framúrskarandi framleiðslu fyrirtækisins og víst er að Phaeton er það. Það geta samt fáir hugsað sér að eiga svo dýran og stóran bíl með merki Volkswagen á húddinu og það virðist hafa verið banabiti hans, þó svo síðasti naglinn í líkkistuna hafi verið dísilvélasvindlið.Verksmiðjunni breytt til annarrar framleiðsluVerksmiðjan í Dresden er sú minnsta af 10 verksmiðjum Volkswagen í Þýskalandi og þar vinna um 500 manns. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af vinnumissi þar sem þeim býðst öllum vinna áfram í verksmiðju Volkswagen í Zwickau, sem einnig er í fyrrum A-Þýskalandi, en þar eru Golf og Passat bílar framleiddir. Þó svo að verksmiðjunni í Dreden verði lokað verður það bara tímabundið og henni mun verða breytt til þess að framleiða aðrar gerðir Volkswagen bíla eða annarra undirmerkja Volkswagen. Það mun taka um eitt ár. Búið var að kynna nýja kynslóð Phaeton, en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að kynna ekki þann bíl, en líklegt þykir þó að hann muni aftur líta dagsljósið sem rafmagnsbíll árið 2019 eða 2020. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent
Það gerðist loksins það sem allir áttu von á eftir erfiðleika Volkswagen vegna dísilvélasvindlsins, hætt verður við smíði flaggskipsins Volkswagen Phaeton. Þar fer frábær bíll, en hann hefur ekki selst nógu vel, tap verið á hverjum bíl frá upphafi og framleiðsla hans tekur upp heila verksmiðju í Dresden, þótt smá sé. Reyndar er þessi verksmiðja hálfgert undraverk því hún er að mestu smíðuð úr gleri og er svo til gegnsæ og hreint stórkostlegt að sækja hana heim eins og greinarritari hefur gert.Kostar meira en Audi A8Grunnverð á Volkswagen Phaeton kostar nú 89.650 evrur og margir hafa spurt sig hvort einhver geti réttlætt það að kaupa slíkan bíl umfram Audi A8 sem býðst á 81.000 evrur og skýrir það kannski best út dræma sölu hans. Framleiðslu Phaeton verður hætt í mars næstkomandi eftir 14 ára framleiðslu og verksmiðjunni verður einfaldlega lokað. Volkswagen hefur litið á Phaeton sem stöðutákn og til vitnis um framúrskarandi framleiðslu fyrirtækisins og víst er að Phaeton er það. Það geta samt fáir hugsað sér að eiga svo dýran og stóran bíl með merki Volkswagen á húddinu og það virðist hafa verið banabiti hans, þó svo síðasti naglinn í líkkistuna hafi verið dísilvélasvindlið.Verksmiðjunni breytt til annarrar framleiðsluVerksmiðjan í Dresden er sú minnsta af 10 verksmiðjum Volkswagen í Þýskalandi og þar vinna um 500 manns. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af vinnumissi þar sem þeim býðst öllum vinna áfram í verksmiðju Volkswagen í Zwickau, sem einnig er í fyrrum A-Þýskalandi, en þar eru Golf og Passat bílar framleiddir. Þó svo að verksmiðjunni í Dreden verði lokað verður það bara tímabundið og henni mun verða breytt til þess að framleiða aðrar gerðir Volkswagen bíla eða annarra undirmerkja Volkswagen. Það mun taka um eitt ár. Búið var að kynna nýja kynslóð Phaeton, en nú hefur verið tekin sú ákvörðun að kynna ekki þann bíl, en líklegt þykir þó að hann muni aftur líta dagsljósið sem rafmagnsbíll árið 2019 eða 2020.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent