Enn bætist í misskiptinguna Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. janúar 2016 07:00 Umsögn Fjármálaeftirlitsins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu o.fl. er dálítið forvitnileg. Frumvarpið, sem tekið var til fyrstu umræðu í desemberbyrjun, kveður á um afnám banns við gengislánum og er lagt fram vegna þess að núverandi fyrirkomulag brýtur í bága við ákvæði Samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES) um frjálst flæði fjármagns á milli landa. „Með hliðsjón af því markmiði frumvarpsins að bregðast við rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA frá 22. maí 2013, um að bann við gengistryggingu fjárskuldbindinga í íslenskum krónum í lögum um vexti og verðtryggingu samrýmist ekki 40. gr. EES-samningsins um frjálst fjármagnsflæði, og setningu varúðarreglna með neytendavernd og fjármálastöðugleika að leiðarljósi gerir Fjármálaeftirlitið ekki athugasemdir við efni frumvarpsins og styður framgang þess,“ segir í umsögninni. Hagsmunir Íslands af aðildinni að EES eru ríkir og þeir líkast til fáir sem að lokinni smáumhugsun myndu leggja það til að því samstarfi yrði slitið. Þess vegna er það hin ábyrga afstaða að láta af þessum hömlum á frjálsum fjármagnsflutningum, að því tilskildu að hér verði lagaumgjörð og heimildir Seðlabanka til inngripa þannig að gengistryggð lán ógni ekki þjóðarhag. Stöð 2 hefur í fréttum sínum um helgina og nú í byrjun vikunnar fjallað um frumvarpið og kemur í ljós að innan stjórnarinnar mætir frumvarpið nokkurri andstöðu. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sem og reyndar þingmenn stjórnarandstöðu, veltir upp spurningunni um misskiptingu nái frumvarpið fram að ganga. Þá hafa einhverjir brugðist reiðir við í athugasemdum á netinu. Í frumvarpinu er nefnilega gert ráð fyrir því að þeir sem svo vel eru staddir að standast sérstakt greiðslumat fái að taka lán í erlendri mynt, og losna þar með undan innlendum ofurvöxtum. „Allur almenningur getur ekki gert það en hann þarf hins vegar að lifa við áhættuna sem þetta skapar. Þá er spurningin hvernig þjónar það almannahagsmunum að innleiða slíkt ákvæði?“ spurði Frosti um helgina. Svarið við því er líklega að hagur almennings er ríkari af því að við hrökklumst ekki út úr EES-samningnum vegna brota á honum. Misskiptinguna þarf fólk bara enn um sinn að búa við, eins og það gerir nú þegar, því þeir sem best settir eru í landinu þurfa ekki að hafa af því áhyggjur að fá greidd laun í óverðtryggðri krónu um leið og þeir bera skuldir í verðtryggðri útgáfu sömu myntar. Með öðrum orðum þá er hér komin fram ein birtingarmynd þess kostnaðar sem þjóðin tekur á sig við að halda úti örmyntinni krónu, kostnaður misskiptingar og óhóflegrar vaxtabyrði. Auðvitað væri hægt að leysa vandann með því að kasta krónunni og þá stæðu allir jafnt og sæi fyrir endann á séríslenskri vaxtaáþján. En illu heilli er lítil sátt um einu raunhæfu leiðina að því marki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Umsögn Fjármálaeftirlitsins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu o.fl. er dálítið forvitnileg. Frumvarpið, sem tekið var til fyrstu umræðu í desemberbyrjun, kveður á um afnám banns við gengislánum og er lagt fram vegna þess að núverandi fyrirkomulag brýtur í bága við ákvæði Samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES) um frjálst flæði fjármagns á milli landa. „Með hliðsjón af því markmiði frumvarpsins að bregðast við rökstuddu áliti Eftirlitsstofnunar EFTA frá 22. maí 2013, um að bann við gengistryggingu fjárskuldbindinga í íslenskum krónum í lögum um vexti og verðtryggingu samrýmist ekki 40. gr. EES-samningsins um frjálst fjármagnsflæði, og setningu varúðarreglna með neytendavernd og fjármálastöðugleika að leiðarljósi gerir Fjármálaeftirlitið ekki athugasemdir við efni frumvarpsins og styður framgang þess,“ segir í umsögninni. Hagsmunir Íslands af aðildinni að EES eru ríkir og þeir líkast til fáir sem að lokinni smáumhugsun myndu leggja það til að því samstarfi yrði slitið. Þess vegna er það hin ábyrga afstaða að láta af þessum hömlum á frjálsum fjármagnsflutningum, að því tilskildu að hér verði lagaumgjörð og heimildir Seðlabanka til inngripa þannig að gengistryggð lán ógni ekki þjóðarhag. Stöð 2 hefur í fréttum sínum um helgina og nú í byrjun vikunnar fjallað um frumvarpið og kemur í ljós að innan stjórnarinnar mætir frumvarpið nokkurri andstöðu. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sem og reyndar þingmenn stjórnarandstöðu, veltir upp spurningunni um misskiptingu nái frumvarpið fram að ganga. Þá hafa einhverjir brugðist reiðir við í athugasemdum á netinu. Í frumvarpinu er nefnilega gert ráð fyrir því að þeir sem svo vel eru staddir að standast sérstakt greiðslumat fái að taka lán í erlendri mynt, og losna þar með undan innlendum ofurvöxtum. „Allur almenningur getur ekki gert það en hann þarf hins vegar að lifa við áhættuna sem þetta skapar. Þá er spurningin hvernig þjónar það almannahagsmunum að innleiða slíkt ákvæði?“ spurði Frosti um helgina. Svarið við því er líklega að hagur almennings er ríkari af því að við hrökklumst ekki út úr EES-samningnum vegna brota á honum. Misskiptinguna þarf fólk bara enn um sinn að búa við, eins og það gerir nú þegar, því þeir sem best settir eru í landinu þurfa ekki að hafa af því áhyggjur að fá greidd laun í óverðtryggðri krónu um leið og þeir bera skuldir í verðtryggðri útgáfu sömu myntar. Með öðrum orðum þá er hér komin fram ein birtingarmynd þess kostnaðar sem þjóðin tekur á sig við að halda úti örmyntinni krónu, kostnaður misskiptingar og óhóflegrar vaxtabyrði. Auðvitað væri hægt að leysa vandann með því að kasta krónunni og þá stæðu allir jafnt og sæi fyrir endann á séríslenskri vaxtaáþján. En illu heilli er lítil sátt um einu raunhæfu leiðina að því marki.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun