Körfubolti

Keflavík flaug í undanúrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur.
Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur. vísir/vilhelm
Topplið Dominos-deildar karla var ekki í neinum vandræðum með gömlu kempurnar í B-liði Njarðvíkur í kvöld.

Þá mættust liðin í Ljónagryfjunni í leik í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.

Keflavík vann fyrsta leikhlutann 33-13 og leit aldrei til baka. Liðið vann svo sannfærandi sigur, 84-108.

Allir leikmenn Keflavíkurliðsins skoruðu í kvöld en Brenton Birmingham var atkvæðamestur í liði Njarðvíkur.

Keflavík spilar gegn Þór í Þorlákshöfn í undanúrslitunum.

Njarðvík b-Keflavík 84-108 (13-33, 20-26, 20-26, 31-23)

Njarðvík b: Brenton Joe Birmingham 15/4 fráköst, Gabríel Sindri Möller 12/7 fráköst, Sævar Garðarsson 11, Páll Kristinsson 9/6 fráköst/6 stoðsendingar, Styrmir Gauti Fjeldsted 8/9 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 7, Hjörtur Magnús Guðbjartsson 6, Andri Fannar Freysson 5, Kristinn Örn Agnarsson 5, Grétar Már Garðarsson 3, Halldór Rúnar Karlsson 2/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ásgeir Snær Guðbjartsson 1.

Keflavík: Andrés Kristleifsson 20, Ágúst Orrason 15/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12, Guðmundur Jónsson 10/6 fráköst, Earl Brown Jr. 9/5 fráköst, Magnús Már Traustason 9/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 8, Andri Daníelsson 8, Valur Orri Valsson 7, Reggie Dupree 4/5 fráköst, Daði Lár Jónsson 4/5 fráköst, Kristján Örn Rúnarsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×