Audi hugleiðir RS6 Allroad Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 09:00 Audi A6 Allroad. Heyrst hefur frá herbúðum Audi að þar á bæ sé verið að vinna að Audi RS6 Allroad og með því blanda saman Audi RS6 og Audi Allroad bílunum. Þaðan hefur einnig heyrst að Audi hafi hætt við ýmis tilraunaverkefni sem voru á aðgerðalista fyrirtækisins fyrir dísilvélasvindlið, en öllum þeim hætt sem ekki teljast algjörlega nauðsynleg. Þess vegna sé þessi lítt kostnaðarsami samruni þessa tveggja skemmtilegu bíla auðvelt og ódýrt verkefni til að skapa spennandi bíl sem höfðað gæti til margra kaupenda. Það er að minnsta kosti miklu mun ódýrara en að þróa nýjan bíl frá grunni. Til stendur að kynna þennan áhugaverða bræðing næsta haust. Audi RS6 Allroad er helst hugsaður fyrir Kínamarkað, en hann verður einnig seldur á öðrum mörkuðum. Búist er við því að í þessum nýja bíl verði sama vélin og í RS6, þ.e. 4,0 lítra V8 og 560 hestafla vélin sem einnig má finna í Audi RS7. Þar sem von er á nýrri kynslóð A6 bílsins árið 2017 verður þessi bíll ekki lengi á markaði í fyrstu útgáfu, en ef til vill verður hann áfram í boði með næstu kynslóð. Búist er við því að Audi RS6 Allroad verði eitthvað dýrari en Audi RS6. Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent
Heyrst hefur frá herbúðum Audi að þar á bæ sé verið að vinna að Audi RS6 Allroad og með því blanda saman Audi RS6 og Audi Allroad bílunum. Þaðan hefur einnig heyrst að Audi hafi hætt við ýmis tilraunaverkefni sem voru á aðgerðalista fyrirtækisins fyrir dísilvélasvindlið, en öllum þeim hætt sem ekki teljast algjörlega nauðsynleg. Þess vegna sé þessi lítt kostnaðarsami samruni þessa tveggja skemmtilegu bíla auðvelt og ódýrt verkefni til að skapa spennandi bíl sem höfðað gæti til margra kaupenda. Það er að minnsta kosti miklu mun ódýrara en að þróa nýjan bíl frá grunni. Til stendur að kynna þennan áhugaverða bræðing næsta haust. Audi RS6 Allroad er helst hugsaður fyrir Kínamarkað, en hann verður einnig seldur á öðrum mörkuðum. Búist er við því að í þessum nýja bíl verði sama vélin og í RS6, þ.e. 4,0 lítra V8 og 560 hestafla vélin sem einnig má finna í Audi RS7. Þar sem von er á nýrri kynslóð A6 bílsins árið 2017 verður þessi bíll ekki lengi á markaði í fyrstu útgáfu, en ef til vill verður hann áfram í boði með næstu kynslóð. Búist er við því að Audi RS6 Allroad verði eitthvað dýrari en Audi RS6.
Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent