Fisker með nýjan ofurbíl í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 12:30 Nýi ofurbíll Fisker sem kynntur er nú í Detroit. Á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir er Henrik Fisker að kynna nýjan bíl frá þessum endurreista hollenska sportbílaframleiðanda. Hann fær nafnið Force 1 og bara nafnið bendir til að þar fari öflugur bíll. Það á hann svo sannarlega að vera því Fisker segir að bíllinn verði með öflugustu brunavél sem í boði er sem ekki nýtur forþjappa eða keflablásara. Það þýðir einfaldlega að hún verður öflugri en 7,0 lítra V12 vélin sem finna má Aston Martin Vulcan, en hún skilar 800 hestöflum. Þessi drifrás er ekki beint skyld þeirri sem var í Fisker Karma bílnum sem Fisker smíðaði fyrir örfáum árum, en hann var eingöngu drifinn rafmagni. Yfirbygging bílsins er að mestu leiti smíðuð úr koltrefjum og hann stendur á 21 tommu felgum. Þessi bíll á að vera jafnfær um að aka um hefðbundna vegi og keppnisbrautir og á að vera þægilegur í umgengni og fara vel með farþega. Hann verður sannkallaður lúxusbíll sem mikið er lagt í, enda mun hann kosta langleiðina í 300.000 dollara, eða 39 milljónir króna. Bíllinn verður smíðaður í Michigan í Bandaríkjunum og framleiðsla á að hefjast í apríl á næsta ári. Aðeins 50 eintök verða smíðuð af þessum bíl. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent
Á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir er Henrik Fisker að kynna nýjan bíl frá þessum endurreista hollenska sportbílaframleiðanda. Hann fær nafnið Force 1 og bara nafnið bendir til að þar fari öflugur bíll. Það á hann svo sannarlega að vera því Fisker segir að bíllinn verði með öflugustu brunavél sem í boði er sem ekki nýtur forþjappa eða keflablásara. Það þýðir einfaldlega að hún verður öflugri en 7,0 lítra V12 vélin sem finna má Aston Martin Vulcan, en hún skilar 800 hestöflum. Þessi drifrás er ekki beint skyld þeirri sem var í Fisker Karma bílnum sem Fisker smíðaði fyrir örfáum árum, en hann var eingöngu drifinn rafmagni. Yfirbygging bílsins er að mestu leiti smíðuð úr koltrefjum og hann stendur á 21 tommu felgum. Þessi bíll á að vera jafnfær um að aka um hefðbundna vegi og keppnisbrautir og á að vera þægilegur í umgengni og fara vel með farþega. Hann verður sannkallaður lúxusbíll sem mikið er lagt í, enda mun hann kosta langleiðina í 300.000 dollara, eða 39 milljónir króna. Bíllinn verður smíðaður í Michigan í Bandaríkjunum og framleiðsla á að hefjast í apríl á næsta ári. Aðeins 50 eintök verða smíðuð af þessum bíl.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent