Sex íslensk nöfn á Eurosonic Gunnar Leó Gunnarsson skrifar 13. janúar 2016 10:30 Hljómsveitin Fufanu sló í gegn á Eurosonic í fyrra. Mynd/FlorianTrykowski Sex íslenskar hljómsveitir og listamenn koma fram á Eurosonic-tónlistarhátíðinni sem fram fer í Hollandi í vikunni. Íslensku sveitirnar sem fram koma á hátíðinni í ár eru rokkhljómsveitirnar Muck, Pink Street Boys, Kontinuum og þá koma þeir Axel Flóvent og Svavar Knútur einnig fram. Hin hálfíslenska hljómsveit When Airy Met Fairy með Þórunni Egilsdóttur í broddi fylkingar kemur einnig fram. Þórunn er íslensk en búsett í Lúxemborg og gerði það gott í The Voice í Þýskalandi. Eurosonic er ekki einungis tónlistarhátíð heldur einnig tónlistarráðstefna, þar sem fulltrúar allra stærstu popp- og raftónlistarhátíða í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar, ásamt ríkisútvarpsstöðvum Evrópu og Norðurlandanna mætast. Hún er jafnframt hugsuð fyrir bransafólk og hafa íslenskir listamenn vakið mikla lukku á hátíðinni undanfarin ár.Hljómsveitin Árstíðir, sem hefur verið iðin við tónleikahald erlendis, gerði það gott á hátíðinni í fyrra.Mynd/FlorianTrykowski„Það hafa margar íslenskar hljómsveitir gert góða ferð á Eurosonic og má þar nefna FM Belfast, sem var þarna árið 2009 og sló í gegn. Í framhaldi af því hefur hún hefur verið með mikla og góða útgerð á festivölum í Evrópu,“ segir Sigtryggur Baldursson, trommuleikari og framkvæmdastjóri Útón, spurður út í hvað slík hátíð geti haft í för með sér fyrir hljómsveitir og listamenn. „Það er talið í endann hver fær flestar festivalsbókanir og fékk FM Belfast gífurlega mikið af festivalsbókunum á sínum tíma, en sveitin er enn á fullu að spila hér og þar. Svo fékk Ásgeir Trausti mikið af bókunum þegar hann fór á Eurosonic árið 2013,“ bætir Sigtryggur við. Ísland var svokölluð fókusþjóð á hátíðinni í fyrra en þá komu nítján íslensk nöfn fram á hátíðinni og þá var einnig boðið upp á pallborðsumræður um Iceland Airwaves og tónlistartengda ferðamennsku, enda Ísland verið mjög framarlega í tónlistarheiminum, sérstaklega miðað við höfðatölu. Fleiri íslensk nöfn hafa gert góða ferð út eins og meðal annars Fufanu og Mammút. „Þetta er öflug bransahátíð og nú erum við að reyna að fá ákveðna aðila til að koma og tékka á ákveðnum böndum,“ segir Sigtryggur. IQ Magazine verður meðal annars með umfjöllun um íslensku nöfnin á hátíðinni. Sigtryggur segir mikið af umsóknum um að fá að koma fram á Eurosonic berast á ári hverju. „Við biðjum bönd um að sækja um. Það sóttu einhver fjörutíu til fimmtíu bönd um í fyrra og svo velur Eurosonic þau bönd sem koma fram. Við höfum ekki mikið um það að segja hvað þeir velja,“ segir Sigtryggur spurður út í fyrirkomulagið.Eurosonic fer fram dagana 13.-16. janúar. Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Tólf íslenskir flytjendur spiluðu á Eurosonic Tónleikar og pallborðsumræður um Iceland Airwaves og tónlistartengda ferðamennsku fóru fram á bransahátíðinni í Groningen. 17. janúar 2015 11:00 Góður rómur gerður að frammistöðu Íslendinga á Eurosonic Nítján íslenskar hljómsveitir og listamenn troða upp á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. 16. janúar 2015 14:56 Veitir styrk vegna kynningar á íslenskri tónlist í Hollandi Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita Útón 12 milljóna króna fjárstyrk vegna þátttöku Íslands á Eurosonic-tónlistarhátíðinni. 30. desember 2014 15:42 Vel nærðir á Eurosonic Vefsíðan Clash Music hefur birt dóm um tónlistarráðstefnuna og hátíðina Eurosonic í Hollandi þar sem íslensk tónlist var í brennidepli. 24. janúar 2015 09:30 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Sex íslenskar hljómsveitir og listamenn koma fram á Eurosonic-tónlistarhátíðinni sem fram fer í Hollandi í vikunni. Íslensku sveitirnar sem fram koma á hátíðinni í ár eru rokkhljómsveitirnar Muck, Pink Street Boys, Kontinuum og þá koma þeir Axel Flóvent og Svavar Knútur einnig fram. Hin hálfíslenska hljómsveit When Airy Met Fairy með Þórunni Egilsdóttur í broddi fylkingar kemur einnig fram. Þórunn er íslensk en búsett í Lúxemborg og gerði það gott í The Voice í Þýskalandi. Eurosonic er ekki einungis tónlistarhátíð heldur einnig tónlistarráðstefna, þar sem fulltrúar allra stærstu popp- og raftónlistarhátíða í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar, ásamt ríkisútvarpsstöðvum Evrópu og Norðurlandanna mætast. Hún er jafnframt hugsuð fyrir bransafólk og hafa íslenskir listamenn vakið mikla lukku á hátíðinni undanfarin ár.Hljómsveitin Árstíðir, sem hefur verið iðin við tónleikahald erlendis, gerði það gott á hátíðinni í fyrra.Mynd/FlorianTrykowski„Það hafa margar íslenskar hljómsveitir gert góða ferð á Eurosonic og má þar nefna FM Belfast, sem var þarna árið 2009 og sló í gegn. Í framhaldi af því hefur hún hefur verið með mikla og góða útgerð á festivölum í Evrópu,“ segir Sigtryggur Baldursson, trommuleikari og framkvæmdastjóri Útón, spurður út í hvað slík hátíð geti haft í för með sér fyrir hljómsveitir og listamenn. „Það er talið í endann hver fær flestar festivalsbókanir og fékk FM Belfast gífurlega mikið af festivalsbókunum á sínum tíma, en sveitin er enn á fullu að spila hér og þar. Svo fékk Ásgeir Trausti mikið af bókunum þegar hann fór á Eurosonic árið 2013,“ bætir Sigtryggur við. Ísland var svokölluð fókusþjóð á hátíðinni í fyrra en þá komu nítján íslensk nöfn fram á hátíðinni og þá var einnig boðið upp á pallborðsumræður um Iceland Airwaves og tónlistartengda ferðamennsku, enda Ísland verið mjög framarlega í tónlistarheiminum, sérstaklega miðað við höfðatölu. Fleiri íslensk nöfn hafa gert góða ferð út eins og meðal annars Fufanu og Mammút. „Þetta er öflug bransahátíð og nú erum við að reyna að fá ákveðna aðila til að koma og tékka á ákveðnum böndum,“ segir Sigtryggur. IQ Magazine verður meðal annars með umfjöllun um íslensku nöfnin á hátíðinni. Sigtryggur segir mikið af umsóknum um að fá að koma fram á Eurosonic berast á ári hverju. „Við biðjum bönd um að sækja um. Það sóttu einhver fjörutíu til fimmtíu bönd um í fyrra og svo velur Eurosonic þau bönd sem koma fram. Við höfum ekki mikið um það að segja hvað þeir velja,“ segir Sigtryggur spurður út í fyrirkomulagið.Eurosonic fer fram dagana 13.-16. janúar.
Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Tólf íslenskir flytjendur spiluðu á Eurosonic Tónleikar og pallborðsumræður um Iceland Airwaves og tónlistartengda ferðamennsku fóru fram á bransahátíðinni í Groningen. 17. janúar 2015 11:00 Góður rómur gerður að frammistöðu Íslendinga á Eurosonic Nítján íslenskar hljómsveitir og listamenn troða upp á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. 16. janúar 2015 14:56 Veitir styrk vegna kynningar á íslenskri tónlist í Hollandi Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita Útón 12 milljóna króna fjárstyrk vegna þátttöku Íslands á Eurosonic-tónlistarhátíðinni. 30. desember 2014 15:42 Vel nærðir á Eurosonic Vefsíðan Clash Music hefur birt dóm um tónlistarráðstefnuna og hátíðina Eurosonic í Hollandi þar sem íslensk tónlist var í brennidepli. 24. janúar 2015 09:30 Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tólf íslenskir flytjendur spiluðu á Eurosonic Tónleikar og pallborðsumræður um Iceland Airwaves og tónlistartengda ferðamennsku fóru fram á bransahátíðinni í Groningen. 17. janúar 2015 11:00
Góður rómur gerður að frammistöðu Íslendinga á Eurosonic Nítján íslenskar hljómsveitir og listamenn troða upp á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. 16. janúar 2015 14:56
Veitir styrk vegna kynningar á íslenskri tónlist í Hollandi Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita Útón 12 milljóna króna fjárstyrk vegna þátttöku Íslands á Eurosonic-tónlistarhátíðinni. 30. desember 2014 15:42
Vel nærðir á Eurosonic Vefsíðan Clash Music hefur birt dóm um tónlistarráðstefnuna og hátíðina Eurosonic í Hollandi þar sem íslensk tónlist var í brennidepli. 24. janúar 2015 09:30