Sex íslensk nöfn á Eurosonic Gunnar Leó Gunnarsson skrifar 13. janúar 2016 10:30 Hljómsveitin Fufanu sló í gegn á Eurosonic í fyrra. Mynd/FlorianTrykowski Sex íslenskar hljómsveitir og listamenn koma fram á Eurosonic-tónlistarhátíðinni sem fram fer í Hollandi í vikunni. Íslensku sveitirnar sem fram koma á hátíðinni í ár eru rokkhljómsveitirnar Muck, Pink Street Boys, Kontinuum og þá koma þeir Axel Flóvent og Svavar Knútur einnig fram. Hin hálfíslenska hljómsveit When Airy Met Fairy með Þórunni Egilsdóttur í broddi fylkingar kemur einnig fram. Þórunn er íslensk en búsett í Lúxemborg og gerði það gott í The Voice í Þýskalandi. Eurosonic er ekki einungis tónlistarhátíð heldur einnig tónlistarráðstefna, þar sem fulltrúar allra stærstu popp- og raftónlistarhátíða í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar, ásamt ríkisútvarpsstöðvum Evrópu og Norðurlandanna mætast. Hún er jafnframt hugsuð fyrir bransafólk og hafa íslenskir listamenn vakið mikla lukku á hátíðinni undanfarin ár.Hljómsveitin Árstíðir, sem hefur verið iðin við tónleikahald erlendis, gerði það gott á hátíðinni í fyrra.Mynd/FlorianTrykowski„Það hafa margar íslenskar hljómsveitir gert góða ferð á Eurosonic og má þar nefna FM Belfast, sem var þarna árið 2009 og sló í gegn. Í framhaldi af því hefur hún hefur verið með mikla og góða útgerð á festivölum í Evrópu,“ segir Sigtryggur Baldursson, trommuleikari og framkvæmdastjóri Útón, spurður út í hvað slík hátíð geti haft í för með sér fyrir hljómsveitir og listamenn. „Það er talið í endann hver fær flestar festivalsbókanir og fékk FM Belfast gífurlega mikið af festivalsbókunum á sínum tíma, en sveitin er enn á fullu að spila hér og þar. Svo fékk Ásgeir Trausti mikið af bókunum þegar hann fór á Eurosonic árið 2013,“ bætir Sigtryggur við. Ísland var svokölluð fókusþjóð á hátíðinni í fyrra en þá komu nítján íslensk nöfn fram á hátíðinni og þá var einnig boðið upp á pallborðsumræður um Iceland Airwaves og tónlistartengda ferðamennsku, enda Ísland verið mjög framarlega í tónlistarheiminum, sérstaklega miðað við höfðatölu. Fleiri íslensk nöfn hafa gert góða ferð út eins og meðal annars Fufanu og Mammút. „Þetta er öflug bransahátíð og nú erum við að reyna að fá ákveðna aðila til að koma og tékka á ákveðnum böndum,“ segir Sigtryggur. IQ Magazine verður meðal annars með umfjöllun um íslensku nöfnin á hátíðinni. Sigtryggur segir mikið af umsóknum um að fá að koma fram á Eurosonic berast á ári hverju. „Við biðjum bönd um að sækja um. Það sóttu einhver fjörutíu til fimmtíu bönd um í fyrra og svo velur Eurosonic þau bönd sem koma fram. Við höfum ekki mikið um það að segja hvað þeir velja,“ segir Sigtryggur spurður út í fyrirkomulagið.Eurosonic fer fram dagana 13.-16. janúar. Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Tólf íslenskir flytjendur spiluðu á Eurosonic Tónleikar og pallborðsumræður um Iceland Airwaves og tónlistartengda ferðamennsku fóru fram á bransahátíðinni í Groningen. 17. janúar 2015 11:00 Góður rómur gerður að frammistöðu Íslendinga á Eurosonic Nítján íslenskar hljómsveitir og listamenn troða upp á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. 16. janúar 2015 14:56 Veitir styrk vegna kynningar á íslenskri tónlist í Hollandi Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita Útón 12 milljóna króna fjárstyrk vegna þátttöku Íslands á Eurosonic-tónlistarhátíðinni. 30. desember 2014 15:42 Vel nærðir á Eurosonic Vefsíðan Clash Music hefur birt dóm um tónlistarráðstefnuna og hátíðina Eurosonic í Hollandi þar sem íslensk tónlist var í brennidepli. 24. janúar 2015 09:30 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Sex íslenskar hljómsveitir og listamenn koma fram á Eurosonic-tónlistarhátíðinni sem fram fer í Hollandi í vikunni. Íslensku sveitirnar sem fram koma á hátíðinni í ár eru rokkhljómsveitirnar Muck, Pink Street Boys, Kontinuum og þá koma þeir Axel Flóvent og Svavar Knútur einnig fram. Hin hálfíslenska hljómsveit When Airy Met Fairy með Þórunni Egilsdóttur í broddi fylkingar kemur einnig fram. Þórunn er íslensk en búsett í Lúxemborg og gerði það gott í The Voice í Þýskalandi. Eurosonic er ekki einungis tónlistarhátíð heldur einnig tónlistarráðstefna, þar sem fulltrúar allra stærstu popp- og raftónlistarhátíða í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar, ásamt ríkisútvarpsstöðvum Evrópu og Norðurlandanna mætast. Hún er jafnframt hugsuð fyrir bransafólk og hafa íslenskir listamenn vakið mikla lukku á hátíðinni undanfarin ár.Hljómsveitin Árstíðir, sem hefur verið iðin við tónleikahald erlendis, gerði það gott á hátíðinni í fyrra.Mynd/FlorianTrykowski„Það hafa margar íslenskar hljómsveitir gert góða ferð á Eurosonic og má þar nefna FM Belfast, sem var þarna árið 2009 og sló í gegn. Í framhaldi af því hefur hún hefur verið með mikla og góða útgerð á festivölum í Evrópu,“ segir Sigtryggur Baldursson, trommuleikari og framkvæmdastjóri Útón, spurður út í hvað slík hátíð geti haft í för með sér fyrir hljómsveitir og listamenn. „Það er talið í endann hver fær flestar festivalsbókanir og fékk FM Belfast gífurlega mikið af festivalsbókunum á sínum tíma, en sveitin er enn á fullu að spila hér og þar. Svo fékk Ásgeir Trausti mikið af bókunum þegar hann fór á Eurosonic árið 2013,“ bætir Sigtryggur við. Ísland var svokölluð fókusþjóð á hátíðinni í fyrra en þá komu nítján íslensk nöfn fram á hátíðinni og þá var einnig boðið upp á pallborðsumræður um Iceland Airwaves og tónlistartengda ferðamennsku, enda Ísland verið mjög framarlega í tónlistarheiminum, sérstaklega miðað við höfðatölu. Fleiri íslensk nöfn hafa gert góða ferð út eins og meðal annars Fufanu og Mammút. „Þetta er öflug bransahátíð og nú erum við að reyna að fá ákveðna aðila til að koma og tékka á ákveðnum böndum,“ segir Sigtryggur. IQ Magazine verður meðal annars með umfjöllun um íslensku nöfnin á hátíðinni. Sigtryggur segir mikið af umsóknum um að fá að koma fram á Eurosonic berast á ári hverju. „Við biðjum bönd um að sækja um. Það sóttu einhver fjörutíu til fimmtíu bönd um í fyrra og svo velur Eurosonic þau bönd sem koma fram. Við höfum ekki mikið um það að segja hvað þeir velja,“ segir Sigtryggur spurður út í fyrirkomulagið.Eurosonic fer fram dagana 13.-16. janúar.
Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Tólf íslenskir flytjendur spiluðu á Eurosonic Tónleikar og pallborðsumræður um Iceland Airwaves og tónlistartengda ferðamennsku fóru fram á bransahátíðinni í Groningen. 17. janúar 2015 11:00 Góður rómur gerður að frammistöðu Íslendinga á Eurosonic Nítján íslenskar hljómsveitir og listamenn troða upp á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. 16. janúar 2015 14:56 Veitir styrk vegna kynningar á íslenskri tónlist í Hollandi Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita Útón 12 milljóna króna fjárstyrk vegna þátttöku Íslands á Eurosonic-tónlistarhátíðinni. 30. desember 2014 15:42 Vel nærðir á Eurosonic Vefsíðan Clash Music hefur birt dóm um tónlistarráðstefnuna og hátíðina Eurosonic í Hollandi þar sem íslensk tónlist var í brennidepli. 24. janúar 2015 09:30 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tólf íslenskir flytjendur spiluðu á Eurosonic Tónleikar og pallborðsumræður um Iceland Airwaves og tónlistartengda ferðamennsku fóru fram á bransahátíðinni í Groningen. 17. janúar 2015 11:00
Góður rómur gerður að frammistöðu Íslendinga á Eurosonic Nítján íslenskar hljómsveitir og listamenn troða upp á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. 16. janúar 2015 14:56
Veitir styrk vegna kynningar á íslenskri tónlist í Hollandi Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita Útón 12 milljóna króna fjárstyrk vegna þátttöku Íslands á Eurosonic-tónlistarhátíðinni. 30. desember 2014 15:42
Vel nærðir á Eurosonic Vefsíðan Clash Music hefur birt dóm um tónlistarráðstefnuna og hátíðina Eurosonic í Hollandi þar sem íslensk tónlist var í brennidepli. 24. janúar 2015 09:30