Carlos Sainz með forystuna í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2016 16:15 Carlos Sainz á 9. dagleið í gær. Hinn reyndi og síungi spánverji Carlos Sainz er nú með rúmlega 7 mínútna forystu í Dakar rallinu eftir níundu dagleið keppninnar á Peugeot bíl sínum. Hann hafði einmitt sigur á 9. dagleiðinni. Dagleiðin í gær var stytt vegna þess hve margir höfðu lent í erfiðleikum, ekki síst vegna mikils hita. Annar á þessari dagleið varð óvænt Erik Van Loon á Mini bíl aðeins 10 sekúndum á eftir Sainz og Mikko Hirvonen, líka á Mini, varð þriðji 27 sekúndum á eftir Sainz. Sebastian Loeb sem leitt hafði Dakar rallið að mestu fram að dagleið 8 lenti annan daginn í röð í vandræðum og tapaði miklum tíma á fremstu menn og kláraði um klukkutíma á eftir Sainz. Hann er nú ekki á meðal 10 fremstu bíla þar sem hann tapaði enn meiri tíma á 8. dagleið keppninnar. Annar í heildarkeppninni nú er Stephane Petrhansel á Peugeot, en hann leiddi keppnina fyrir síðustu dagleið en tapaði 9 mínútum á Sainz í gær og er nú 7 mínútum og þremur sekúndum á eftir Sainz. Þriðji er nú Nasser Al-Attiyah og fjórði Mikko Hirvonen, báðir á Mini bílum. Þeir eru 14:38 og 34:50 mín. á eftir Sainz. Eftir þeim koma svo 3 Toyota bílar, þá 2 Mini og sá tíundi er Ciril Despres á Peugeot. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent
Hinn reyndi og síungi spánverji Carlos Sainz er nú með rúmlega 7 mínútna forystu í Dakar rallinu eftir níundu dagleið keppninnar á Peugeot bíl sínum. Hann hafði einmitt sigur á 9. dagleiðinni. Dagleiðin í gær var stytt vegna þess hve margir höfðu lent í erfiðleikum, ekki síst vegna mikils hita. Annar á þessari dagleið varð óvænt Erik Van Loon á Mini bíl aðeins 10 sekúndum á eftir Sainz og Mikko Hirvonen, líka á Mini, varð þriðji 27 sekúndum á eftir Sainz. Sebastian Loeb sem leitt hafði Dakar rallið að mestu fram að dagleið 8 lenti annan daginn í röð í vandræðum og tapaði miklum tíma á fremstu menn og kláraði um klukkutíma á eftir Sainz. Hann er nú ekki á meðal 10 fremstu bíla þar sem hann tapaði enn meiri tíma á 8. dagleið keppninnar. Annar í heildarkeppninni nú er Stephane Petrhansel á Peugeot, en hann leiddi keppnina fyrir síðustu dagleið en tapaði 9 mínútum á Sainz í gær og er nú 7 mínútum og þremur sekúndum á eftir Sainz. Þriðji er nú Nasser Al-Attiyah og fjórði Mikko Hirvonen, báðir á Mini bílum. Þeir eru 14:38 og 34:50 mín. á eftir Sainz. Eftir þeim koma svo 3 Toyota bílar, þá 2 Mini og sá tíundi er Ciril Despres á Peugeot.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent